„Jógað gerir mann meðvitaðan um allt það áreiti sem í kringum mann er“

Þóra og Íris fundu styrk í að vinna saman að …
Þóra og Íris fundu styrk í að vinna saman að markmiðum sínum. Í gegnum YogaNúna ætla þær að miðla töfrum jóga til allra, einkum þeirra sem hafa minni tíma. Ljósmynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson

Íris Dögg Odds­dótt­ir og Þóra Rós Guðbjarts­dótt­ir starfa báðar sem jóga­kenn­ar­ar ásamt ann­arri vinnu. Þær hafa skynjað að hraðinn í þjóðfé­lag­inu býður ekki endi­lega alltaf upp á að fólk gefi sér tíma til að mæta í klukku­tíma jóga nokkr­um sinn­um í viku. Þess vegna stofnuðu þær Yog­aN­una, vefsíðu með mynd­efni, mynd­skeiðum og upp­lýs­ing­um, og ætla þannig að
færa jógað inn í stofu lands­manna

„Ég heillaðist úti í Ris­hikesh 2018. Mig langaði að fara beint í upp­run­ann og hafði heyrt að Ris­hikesh væri staður­inn til að fara á,“ seg­ir Íris Dögg Odds­dótt­ir um upp­haf veg­ferðar sem hófst þegar hún tók jóga­kenn­ara­rétt­indi á Indlandi. Hún er jóga­kenn­ari og flug­freyja í hluta­starfi hjá Icelanda­ir en það var ein­mitt í flugi til New York sem þær Þóra Rós Guðbjarts­dótt­ir hitt­ust og komust að því að þær voru báðar á sömu leið.

Þær hafa nú leitt sam­an hesta sína og stofnað YogaNúna, fyr­ir alla, einkum fyr­ir fólk á hraðferð sem gef­ur sér ekki tíma til að mæta í jóga­sal­inn og get­ur í stað þess gert æf­ing­arn­ar hvar sem er.

„Við finn­um báðar að það lang­ar alla að koma í jóga en ná ekk­ert endi­lega að taka klukku­tíma úr deg­in­um, plús ferðalag til og frá, til að mæta í jóga­tíma,“ seg­ir Íris. Þóra bæt­ir við að þær vilji að fólk kynn­ist jóga á „manna­máli“ og að þær vilji kynna jóga fyr­ir sem flest­um, í viðráðan­leg­um skömmt­um.

YogaNúna stefn­ir á opn­un vefsíðu í janú­ar þar sem all­ir geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi. Þá er hægt að velja sér pró­gramm út frá efni og æf­ing­um, eða jafn­vel tíma­lengd, hvort sem það er hug­leiðsla, jógaæf­ing­ar, önd­un­aræf­ing­ar eða hvað annað.

Jóga er úti um allt

Íris og Þóra segj­ast nýta sér jógað í dag­legu lífi. Báðar eru þær úti­vinn­andi þriggja barna mæður, með marga bolta á lofti. Þóra starfar sem for­falla­kenn­ari í Laug­ar­nesskóla auk þess að vera flug­freyja í sum­ar­starfi hjá Icelanda­ir. Báðar starfa einnig sem jóga­kenn­ar­ar, Íris hjá GoMo­ve og Mjölni og Þóra hjá Hreyf­ingu, einnig er hún sjálf­stætt starf­andi hjá 101yoga.

Jóga er alls kon­ar eins og þær segja og ekki ein­ung­is staðbundið. Til að mynda hef­ur Íris haldið utan um hleðslu­helg­ar, streitu­los­andi ferðir út á land fyr­ir jógaþyrsta ein­stak­linga.

Þóra hef­ur að ein­hverju leyti sett fókus­inn á börn og jóga, verið með kynn­ing­ar í skól­um og leik­skól­um og unnið að gerð æv­in­týrajógaþátta sem fara í sýn­ingu á næst­unni í Rík­is­sjón­varp­inu.

„Jógað ger­ir mann meðvitaðan um allt það áreiti sem í kring­um mann er,“ seg­ir Þóra og nefn­ir dæmi um heim­il­is­lífið og að geta stigið til hliðar, þótt ekki sé nema í tvær mín­út­ur, til að draga and­ann og end­ur­meta aðstæður.

Íris sam­sinn­ir því og seg­ir gott að geta stund­um lokað sig af og náð teng­ingu við sjálfa sig í krefj­andi aðstæðum, en svo sé einnig hægt að yf­ir­færa æf­ing­arn­ar á fjöl­skyld­una. „Ég spyr stund­um fjög­urra ára strák­inn minn: hvað segja lung­un?“ seg­ir Íris og lýs­ir því að þá andi þau sam­an og að vel sé hægt að fá lít­il hjörtu til að slá hæg­ar með slík­um æf­ing­um. „Það virk­ar í svona tvö skipti af tíu, en alla­vega í þessi tvö og það er bara æðis­legt.“

And­leg­ur jafnt sem lík­am­leg­ur ávinn­ing­ur

Íris kynnt­ist meðgöngujóga þegar hún gekk með fyrsta barn sitt en seg­ist hafa „týnt“ jóg­anu fljót­lega eft­ir að dreng­ur­inn kom í heim­inn. Það var svo árið 2012 þegar hún var að kljást við stoðkerf­is­vanda­mál og var upp­full af kvíða að hún leitaði aft­ur í jógað. „Með tím­an­um fór ég að finna fyr­ir hvað mér fór að líða miklu bet­ur. Ég fór að anda bet­ur og kvíðanum létti.“ Þegar hún fann já­kvæðu áhrif­in á and­legu hliðina sá hún enn frek­ari ástæðu til að stunda jóga. Smám sam­an hurfu stoðkerf­is­vanda­mál­in en hún seg­ir þó aðalávinn­ing­inn vera and­legu heils­una.

„Það er þessi friður sem maður finn­ur, allt hitt er plús.“

Þóra sam­sinn­ir því. „Það er þessi meðvit­und sem maður öðlast. Dags­dag­lega er mikið áreiti og manni býðst að taka þátt í alls kyns fé­lags­lífi. Það er svo gott að geta stoppað og jafn­vel bakkað og spurt sjálf­an sig hvað mann lang­ar virki­lega að gera.“

Þóra kynnt­ist jóga – svo­lítið ómeðvitað – þegar hún lærði list­d­ans í Mexí­kó 2007-2011. Þá sótti hún staka tíma í liðleika og önd­un, sem voru í raun jóga­tím­ar. Henni fannst tím­arn­ir heill­andi og hjálpa sér heil­mikið við að ná ár­angri í dans­in­um.

Síðar flutt­ist hún til Spán­ar og fór þá að sækja meira í tíma svipaða þess­um sem hún stundaði í Mexí­kó. „Og ég komst seinna að því að þetta var jóga.“ Hún seg­ir mikið álag hafa fylgt því að vera dans­ari og að vera bú­sett ein er­lend­is og því hafi sér þótt gott að læra að kjarna sig í gegn­um jógað.

Þegar Þóra flutti til baka til Íslands hóf hún jóga­kenn­ara­nám í Yog­ashala sem hún kláraði 2015. Í kjöl­farið hóf hún að starfa sjálf­stætt þegar hún stofnaði 101yoga. „Það var önd­un­in sem ég heillaðist svo af,“ og seg­ir hún önd­un­in hafi ekki síður hjálpað til á meðgöng­unni seinna meir.

Jóga hvar sem er

Á ferð og flugi segj­ast Íris og Þóra nýta tím­ann vel þegar þær eru í stoppi og fara í jóga­tíma í nýju um­hverfi. Jóga verður lífs­stíll og stöðug ástund­un skipt­ir máli til að halda þess­um góða takti út lífið.

„Þegar ég er með and­ar­drætt­in­um þá hæg­ist á öllu og ég ræð bet­ur við það sem kem­ur inn á borð til mín. Það er þetta sam­spil hug­ar, lík­ama og sál­ar,“ seg­ir Íris og út­skýr­ir að jóga eins og það er kennt á flest­um stöðum hér­lend­is bygg­ist á æf­ing­um sem auka styrk­leika, jafn­vægi og liðleika en að allt komi heim og sam­an við slök­un­ina í enda hvers tíma.

„Svo þegar maður kynn­ist ein­hverju svona geggjuðu þá lang­ar mann til að deila því,“ seg­ir Íris og bæt­ir við að það sé frá­bært að sjá hve mik­il meðvit­und er orðin um al­menna heilsu.

Þóra, sem les mikið og garfar í jóga­fræðum, seg­ir að mikið af fræðunum gefi mynd af fólki sem hafi þjáðst af heilsu­kvill­um eins og bakvanda­mál­um sem í raun hafi or­sak­ast af bæld­um til­finn­ing­um og öðrum and­leg­um erfiðleik­um.

„Við erum öll í þessu hamstra­hjóli og það er svo mik­il­vægt að kúpla sig frá annað slagið og bara hlusta á lík­amann og heyra í sjálf­um sér.“

Vilja auka aðgengi að ís­lensku efni

Íris og Þóra höfðu vitað hvor af ann­arri í gegn­um tíðina en það var í stopp­inu í New York sem þær upp­götvuðu hvað þær eru báðar mikl­ar jóga­kon­ur. Í kjöl­farið fóru þær að tengj­ast meira og viðra hug­mynd­ir sín á milli um hvernig þær gætu sam­einað krafta sína og hvað það væri sem markaður­inn hér­lend­is þarfnaðist mest í dag.

Þær sáu fljótt að best væri að hugsa jógað út frá því að hægt væri að stunda það með öllu öðru í dag­lega líf­inu. Þær langaði að koma jóg­anu til fólks og minnka press­una á að mæta þyrfti á ákveðinn stað, á ákveðnum tíma, til að stunda jóga.

„Það er fullt af fólki sem vill hægja á líf­inu en kann það ekki, veit ekki hvernig það á að byrja eða hef­ur ekki tíma í það,“ seg­ir Þóra.

Vefsíða YogaNúna, yog­an­una.is, verður opnuð í janú­ar og þann mánuð verður aðgang­ur að efni síðunn­ar ókeyp­is. Þar verður hægt að finna stutta tíma svo hægt sé að prófa sig áfram, jóga fyr­ir byrj­end­ur. Í boði verður einnig jóga fyr­ir end­ur­heimt, lengri mynd­skeið og æf­ing­ar.

Að auki stefna þær á viðburði eins og pop-up-tíma, þar sem hægt verður að mæta, hitta þær og gera jóga í góðum fé­lags­skap.

„Aðal­málið er að auka aðgengi að ís­lensku efni. Það er til fullt af er­lendu efni en okk­ur lang­ar til að vera með eitt­hvað ís­lenskt,“ seg­ir Íris. Og bæt­ir Þóra við að þær séu ekki að reyna að koma í staðinn fyr­ir eitt­hvað annað held­ur frek­ar sem viðbót. „Við vilj­um koma með jóga inn í líf fólks,“ seg­ir hún að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda