„Ég get allt sem ég ætla mér“

Anna Jóna tók heilsuna föstum tökum fyrir örfáum árum.
Anna Jóna tók heilsuna föstum tökum fyrir örfáum árum. Ljósmynd/Aðsend

Anna Jóna Gísla­dótt­ir, starfsmaður á sam­býli og þjálf­ari hjá fjarþjálf­un­ar­fyr­ir­tæki sínu Peak Fit­n­ess, hef­ur ekki alltaf verið í góðu formi eða hugsað vel um heils­una. Hún þróaði með sér lotug­ræðgi, átrösk­un sem ein­kenn­ist af óhóf­legu áti í end­ur­tekn­um lot­um, þegar hún var 18 ára göm­ul og upp frá því fór líf henn­ar að snú­ast um mat.

Anna Jóna tók heils­una föst­um tök­um fyr­ir ör­fá­um árum og stofnaði Peak Fit­n­ess ásamt sam­býl­is­manni sín­um, Sæ­mundi Frey Er­lends­syni, í októ­ber á síðasta ári til að hjálpa fólki að ná góðum tök­um á heils­unni, líkt og hún hef­ur gert.

Anna Jóna spilaði fótbolta með ÍA, Leikni og Fylki sem …
Anna Jóna spilaði fót­bolta með ÍA, Leikni og Fylki sem barn. Ljós­mynd/​Aðsend

Anna Jóna er fædd og upp­al­in á Akra­nesi. Hún var aktíf­ur krakki og æfði íþrótt­ir af kappi, spilaði meðal ann­ars fót­bolta með knatt­spyrnu­fé­lagi ÍA og sýndi snilld­ar­takta með bolt­ann. Grunn­skóla­gang­an var henni þó oft og tíðum erfið vegna and­legr­ar van­líðanar sem gerði það að verk­um að hún fór að leita sér hugg­un­ar í mat og varð til þess að hún missti áhug­ann á íþrótt­um. 

Hvernig var sam­band þitt við mat á upp­vaxt­ar­ár­un­um?

„Sko, ég pældi mjög lítið í mat þegar ég var yngri, borðaði bara það sem var til og hugsaði lítið um nær­ing­ar­gildið. Ég hef, al­veg frá því ég man eft­ir mér, verið al­gjört mat­argat og leitað í kol­vetni og feit­an mat. Ófáa daga kom ég heim úr skól­an­um, út­bjó sam­lok­ur með osti, sauð núðlur og þefaði uppi hin ýmsu góðgæti. Ég var líka al­gjör nammig­rís.“

Hvenær var það sem þú byrjaðir að bæta á þig, var ein­hver ástæða?

„Þetta gerðist seint á tán­ings­aldri, en þá hætti ég að spila fót­bolta og fór að eyða öll­um tíma mín­um fyr­ir fram­an tölvu­skjá­inn, með snakk­poka við hönd, og bara ein­angraði mig frá um­heim­in­um.

Þegar ég var 18 ára göm­ul byrjaði ég að vinna á Dom­in­os og borðaði pítsu á hverj­um degi og nán­ast í öll mál, þá fór tal­an á vigt­inni hratt hækk­andi, sem leiddi til þess að ég þróaði með mér lotug­ræðgi.“

Anna Jóna hefur stundað ræktina af kappi síðustu ár.
Anna Jóna hef­ur stundað rækt­ina af kappi síðustu ár. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvenær upp­götvaðir þú „vanda­málið“?

„Þegar hápunkt­ur dags­ins var að koma heim úr vinn­unni og háma í mig mat yfir sjón­varpsþátt­um í þeirri von um að mér liði bet­ur. Þetta var dag­legt, ég hugsaði ekki um annað en mat, sæl­gæti og snakk.“

Hvað gerðir þú til að koma þér af stað?

„Ég byrjaði að mæta með vin­konu minni í rækt­ina, ég þorði ekki ein, vissi ekk­ert hvað ég var að gera né hvar ég ætti að byrja. Vendipunkt­ur­inn kom þegar ég skráði mig í þjálf­un hjá Gunn­ari Stefáni í FA Fit­n­ess, það gjör­breytti lífi mínu. Hjá hon­um lærði ég að telja nær­ing­ar­gildi, lyfta rétt og vel og náði geggjuðum ár­angri án þess að fara út í of mikl­ar öfg­ar.“

Hvað hef­ur þetta verið langt ferli og hvað hef­ur það gefið þér?

„Ég steig fyrst inn í lík­ams­rækt­ar­stöð árið 2015, þá 20 ára göm­ul, og hef ekki litið til baka síðan þá. Það besta sem hreyf­ing hef­ur gefið mér er sjálfs­traust. Ég hef alltaf verið feim­in og læðst meðfram veggj­um en hægt og bít­andi hef­ur mér tek­ist að skríða út úr skel­inni.“

Anna Jóna hefur náð miklum árangri.
Anna Jóna hef­ur náð mikl­um ár­angri. Ljós­mynd/​Aðsend

Voru hindr­an­ir á leiðinni?

„Já, sér­stak­lega þar sem ég glími við lotug­ræðgi. Það hef­ur tekið mig marg­ar til­raun­ir að kom­ast á þann stað sem ég er í dag. Fyr­ir tæp­um tveim­ur árum veikt­ist ég illa og í gegn­um grein­ing­ar­tíma­bilið, sem tók ansi lang­an tíma, þyngd­ist ég um rúm 20 kíló. Ég fór úr 76 kg í 99 kg á ein­hverj­um mánuðum, en síðasta eina og hálfa árið hef ég misst 22 kg og er aft­ur kom­in niður í 76 kg en nú með mun meiri vöðvamassa á mér en áður.“

Hvað hef­ur verið erfiðast að yf­ir­stíga?

„Lotug­ræðgi er mjög lúmsk og hef­ur leikið mig grátt. Með tím­an­um hef ég lært að tækla hana og ég veit að hún mun fylgja mér út æv­ina. Það hafa komið ár þar sem hún hef­ur legið í dvala en stund­um, án fyr­ir­vara, „popp­ar“ hún upp og veld­ur mér mik­illi van­líðan, ég hætti að mæta í rækt­ina og borða eins og ég fái borgað fyr­ir það.“

Anna Jóna þrefaldaði vöðvaaukningu þegar hún fór að hvíla meira.
Anna Jóna þre­faldaði vöðva­aukn­ingu þegar hún fór að hvíla meira.

Hvað hef­ur verið auðveld­ast að yf­ir­stíga? 

„Bara að mæta á æf­ing­ar. Það gef­ur mér svo ótrú­lega mikið, orku, sjálfs­traust, stolt og já­kvæðara hug­ar­dag. Mæt­ing er bæt­ing!“

Hvað sérðu þegar þú horf­ir í speg­il í dag?

„Sterka og flotta stelpu sem hef­ur loks­ins fundið til­gang sinn í líf­inu.“

Anna Jóna og Sæmundur Freyr hafa verið í sambandi í …
Anna Jóna og Sæmund­ur Freyr hafa verið í sam­bandi í fjög­ur ár. Ljós­mynd/​Aðsend

Hver er þinn helsti styrk­leiki?

„Ætli það sé ekki að setja mig í spor annarra, ég er skiln­ings­rík og góð við fólkið í kring­um mig.“

Hver er þinn helsti veik­leiki?

„Sjálfs­gagn­rýni, það er aldrei neitt nógu gott sem ég geri.

Hvað upp­götvaðir þú síðast um sjálfa þig? 

„Ég get allt sem ég ætla mér.“

Ræktin er orðin annað heimili Önnu Jónu.
Rækt­in er orðin annað heim­ili Önnu Jónu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hef­ur þú átt það til að of­keyra þig, og ef svo, hvernig hef­ur þú brugðist við því? 

„Já, al­gjör­lega. Það eru ekki mörg ár síðan ég mætti sex til sjö sinn­um í viku í rækt­ina til að lyfta, sem er alltof mikið fyr­ir meðal­mann­eskju sem er að reyna að bæta á sig vöðvamassa, enda varla vott­ur af vöðva á mér á þeim tíma. Ég fór að mæta fjór­um til fimm sinn­um í viku sem hef­ur hjálpað mér, en vöðva­aukn­ing­in hjá mér hef­ur þre­fald­ast með því að hvíla meira.“

Hvað er þitt helsta mark­mið?

„Að aðstoða stelp­ur/​kon­ur að líða vel í eig­in lík­ama, bæði and­lega og lík­am­lega, og bæta hug­ar­far þeirra tengt mat þar sem það eru hrika­lega marg­ar vill­andi upp­lýs­ing­ar í boði á net­inu í dag. Hin svo­kallaða „diet cult­ure“ þrífst á því að selja fólki ein­hverja vit­leysu þegar í grunn­inn vant­ar okk­ur betri mat­ar­venj­ur og það er ekki hægt að flýta fyr­ir ár­angri. Ég vil vera þjálf­ar­inn sem ég hefði viljað hafa þegar ég þurfti hjálp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda