„Er ég með púls?“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Gunn­ar Smári Jón­björns­son og unn­usta hans Lilja Kjart­ans­dótt­ir voru gest­ir Krist­ín­ar Sifjar í Dag­mál­um á dög­un­um. Þar sögðu þau sögu sína af stóru áfalli sem skall á litlu fjöl­skyld­una þann 28. nóv­em­ber 2023 þegar Gunn­ar Smári veikt­ist skyndi­lega eft­ir að meðfædd­ur hjarta­galli gerði vart við sig með þeim af­leiðing­um að Gunn­ar Smári barðist fyr­ir lífi sínu.

    Byrjaði sem ósköp venju­leg­ur dag­ur 

    Að sögn Gunn­ars og Lilju var um ósköp venju­leg­an þriðju­dag að ræða. Að öllu leyti nema að Gunn­ari leið eins og hann væri aðeins slapp­ur en gaf því ekki mik­inn gaum. Hann ákvað að skella sér á morgu­næf­ingu líkt og hann var van­ur að gera en fé­lag­ar hans tóku eft­ir því að hann var ekki al­veg eins og hann átti að sér að vera.

    Gunn­ar harkaði af sér slenið og dag­ur­inn leið eins og venju­lega. Þegar dag­inn tók að líða og kvöld­mat­ar­leytið nálgaðist eldaði hann kvöld­verð fyr­ir fjöl­skyld­una og lék sér við dótt­ur dótt­ur sína.

    Greip um hjartað og leið út af stuttu síðar

    Lilja seg­ir þau hafa verið kom­in upp í rúm og til­bú­in að fara að sofa þegar Gunn­ar Smári sprett­ur skyndi­lega upp í rúm­inu og gríp­ur um brjóst­kass­ann þar sem hjartað er staðsett. Hún seg­ir hann hafa öskrað: „Hvað var þetta?“ og báðum var þeim mjög brugðið. Þegar Lilja bar upp þá hug­mynd að hringja á Neyðarlín­una neitaði Gunn­ar Smári því en hann rétt svo náði að sleppa orðinu áður en hann leið út af. 

    „Ég hringi á Neyðarlín­una og hann er al­veg meðvit­und­ar­laus. Hann svar­ar ekki þegar ég pikka í hann og þeir eru með mig á lín­unni,“ lýs­ir Lilja sem var, líkt og gef­ur að skilja, mjög ótta­sleg­in á þess­um tíma­punkti.

    Hún seg­ir stutta stund hafa liðið þar til Gunn­ar tók að svara henni aft­ur. Lá hann þá á mag­an­um á gólf­inu og barðist við að ná and­an­um með mik­illi áreynslu, átök­in voru það mik­il að svit­inn perlaði af lík­ama Gunn­ars Smára.

    Leiðbeindi sjúkra­flutn­inga­fólki meðan hann barðist fyr­ir lífi sínu

    Vin­ir Gunn­ars Smára mættu á heim­ili þeirra til að aðstoða við að flytja hann á spít­ala en Gunn­ar Smári starfaði áður sem sjúkra­flutn­ingamaður. Þar lá hann á gólf­inu í um það bil tíu fer­metra rými um­vaf­inn góðu fólki sem vildi hon­um allt það besta.

    „Þar er hann á gólf­inu. Þar er ég og þar eru þau þrjú. Svo koma tvær lögg­ur og það er bara allt að ger­ast og litla stelp­an okk­ar sof­andi svona tveim­ur metr­um frá hon­um. Hann bara ligg­ur þarna og er auðvitað lærður svo hann seg­ir: „Verk­ur fyr­ir miðju brjósti, verk­ur fyr­ir miðju brjósti“ hann gat al­veg sagt það og sagði svo: „hringdu í mömmu þína og fáðu hana til að passa“,“ seg­ir Lilja og lýs­ir karakt­er­ein­kenn­um Gunn­ars svo vel; góður leiðbein­andi sem gefst aldrei upp.

    Hún seg­ir að á þess­um tíma­punkti hafi Gunn­ar verið virki­lega kval­inn og átti hún sjálf erfitt að horfa upp á það sem var að ger­ast.

    Man ekki eft­ir at­vik­inu

    Aðspurður seg­ist Gunn­ar ekki muna eft­ir því sem gerðist þetta kvöld.

    „Á ein­um tíma­punkti spurði hann: „er ég með púls?““ bæt­ir Lilja við. 

    Gunn­ar var flutt­ur á sjúkra­húsið á Akra­nesi. Þangað fylgdi Lilja hon­um, enda hef­ur hún staðið við hlið hans eins og klett­ur í gegn­um þessi erfiðu veik­indi. Litla stúlk­an þeirra varð eft­ir heima í um­sjá Lög­regl­unn­ar á meðan beðið var eft­ir því að móðir Lilju kom til að ann­ast dótt­ur þeirra.

    Á sjúkra­hús­inu var Gunn­ar Smári ít­ar­lega skoðaður og talið að lík­leg­ast væri um hjarta­áfall að ræða. Í kjöl­farið var hann flutt­ur til Reykja­vík­ur til frek­ari aðhlynn­ing­ar. Gunn­ar Smári var þungt hald­inn og barðist fyr­ir hverj­um and­ar­drætti. Að sögn Lilju reynd­ist það henni afar erfitt að horfa upp á ást­ina í líf­inu henn­ar í þess­um aðstæðum.

    Á meðan lækn­ar á sjúkra­hús­inu á Akra­nesi héldu að Gunn­ar Smári væri að fá hjarta­áfall var blóðþynn­ingu dælt í hann. Það átti þó eft­ir að koma í ljós að ekki var um hjarta­áfall að ræða. 

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að nálg­ast viðtalið við Gunn­ar Smára og Lilju í heild sinni. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda

    fasteignasali svarar spurningum lesenda