Norðurljósahlaupið: Upplifðu borgina í nýju ljósi

Skemmtiskokkið í Norðurljósahlaupinu, sem fram fer 8. febrúar, er fyrir …
Skemmtiskokkið í Norðurljósahlaupinu, sem fram fer 8. febrúar, er fyrir alla aldurshópa. Dagskrá hefst kl.18.00, kl.18.30 stígur Emmsjé Gauti á svið og kl.19.00 leggja hlauparar af stað 4-5 km leið um höfuðborgina. Ljósmynd/Eva Björk

Norður­ljósa­hlaupið 2025 fer fram laug­ar­dag­inn 8. fe­brú­ar í miðbæ Reykja­vík­ur líkt og seg­ir í til­kynn­ingu frá Íþrótta­banda­lagi Reykja­vík­ur. 

Hlaupið fer fram á hápunkti Vetr­ar­hátíðar Reykja­vík­ur­borg­ar og er hlaupið fram hjá helstu kenni­leit­um sem eru upp­lýst í til­efni hátíðar­inn­ar.

Sebastian Storga­ard, kynn­ing­ar­stjóri Íþrótta­banda­lags Reykja­vík­ur seg­ir hlaupið vera svo­kallað 4-5 km skemmt­iskokk og ætti því að vera aðgengi­legt flest­um sem vilja taka þátt. „Á leiðinni verða skemmtistöðvar með ljós­um og tónlist, sem skapa ein­staka upp­lif­un fyr­ir alla ald­urs­hópa.“

Ljósadýrð og lýðheilsa einkenna skemmtilegt Norðurljósahlaupið.
Ljósa­dýrð og lýðheilsa ein­kenna skemmti­legt Norður­ljósa­hlaupið. Ljós­mynd/​Eva Björk

Að auki mun rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti sjá um að hita upp hlaup­ara fyr­ir hlaup, stóra sem smáa. 

„Að taka þátt í Norður­ljósa­hlaup­inu er frá­bær leið til að hrista af sér skamm­degið. Hreyf­ing hef­ur já­kvæð áhrif á lík­am­lega og and­lega heilsu, eyk­ur orku og bæt­ir skap. Með því að sam­eina hreyf­ingu, ljósa­dýrð og tónlist í þessu hlaupi fá þátt­tak­end­ur ein­staka upp­lif­un sem lýs­ir upp myrk­ustu mánuði árs­ins og stuðlar að betri líðan.“

Skrán­ing í hlaupið er opin til kl. 16:30 þann 8. fe­brú­ar 2025 á vefsíðunni nor­d­ur­ljosa­hlaup.is. All­ir þátt­tak­end­ur fá sér­stak­an skrán­ingarpakka.

„Hvort sem þú ert van­ur hlaup­ari eða byrj­andi, þá er Norður­ljósa­hlaupið frá­bært tæki­færi til að njóta hreyf­ing­ar, sam­fé­lags og gleði í skamm­deg­inu.“ 

„Þátttakendur fá sérstakan skráningarpakka sem inniheldur hlaupanúmer, glaðning frá 66° …
„Þátt­tak­end­ur fá sér­stak­an skrán­ingarpakka sem inni­held­ur hlaupanúm­er, glaðning frá 66° Norður, arm­band sem blikk­ar í takt við tón­list­ina og túpu af and­lits­máln­ingu. Þetta ger­ir hverj­um og ein­um kleift að vera hluti af ljósa­sýn­ing­unni og stuðlar að skemmti­legri stemn­ingu.“ Ljós­mynd/​Eva Björk
Ekki láta þig vanta á hápunkt Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar.
Ekki láta þig vanta á hápunkt Vetr­ar­hátíðar Reykja­vík­ur­borg­ar. Ljós­mynd/​Eva Björk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda