Ókeypis nám fyrir fólk sem glímir við geðrænar áskoranir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Guðný Guðmunds­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Bata­skól­an­um, seg­ir meg­in­hlut­verk skól­ans miðast af því að veita ein­stak­ling­um sem glíma við geðræn­ar áskor­an­ir bjargráð til bættr­ar geðheilsu og auk­inna lífs­gæða.

    Víða um heim eru bata­skól­ar starf­rækt­ir en all­ir eiga þeir það sam­eig­in­legt að vinna út frá ákveðinni bata­hug­mynda­fræði sem ætlað er að fræða, auka virkni og bæta líðan ein­stak­ling­um að kostnaðarlausu. 

    Saga Bata­skól­ans hér á landi hófst árið 2017 þegar hann var stofnaður sem til­rauna­verk­efni á veg­um Geðhjálp­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar. Skól­inn hef­ur starfað óslitið síðan þá og verið mörg­um sem fást við and­leg­ar áskor­an­ir stoð og stytta í bata­ferl­inu. 

    Námið er kennt yfir sjö mánaða tíma­bil, eða tíma­bil sem spann­ar tvær ann­ir, og er ætlað full­orðnum ein­stak­ling­um sem eiga við geðræn­an vanda að etja, aðstand­end­ur þeirra og eða fag­fólk úr heil­brigðis­geir­an­um sem vill bæta við sig þekk­ingu. 

    Þörf á frek­ari geðfræðslu 

    Sjálf þekk­ir Guðný kvíða og þung­lyndi vel af eig­in raun og hef­ur reynt að tak­ast á við þær áskor­an­ir frá unga aldri. Hún seg­ir fræðsluna og námið í Bata­skól­an­um hafa opnað fyr­ir sér nýj­ar gátt­ir þrátt fyr­ir að hún hafi í eig­in­leg­um skiln­ingi ekki stundað námið sjálft held­ur ein­ung­is setið nám­skeiðin starfs síns vegna.   

    „Það er svo margt þarna sem hefði geta nýst mér sem að ég hef þurft að finna sjálf og fara svo­lítið lengri leiðina að,“ seg­ir Guðný og kall­ar eft­ir auk­inni geðfræðslu á meðal al­menn­ings.

    „Það er vissu­lega skort­ur á sál­fræðing­um og geðlækn­um og það þarf nátt­úru­lega að gera eitt­hvað í því en ég hugsa samt að ef við vær­um með meiri geðfræðslu al­mennt þá þyrfti maður ekki að vera alltaf ein­hvern veg­inn að finna út úr þessu öllu bara einn og óstudd­ur stund­um,“ lýs­ir hún.

    „Þá er það frek­ar kannski þannig að þú ferð á eitt­hvað nám­skeið eða færð ein­hverja fræðslu en ef það kem­ur eitt­hvað svo í kjöl­farið sem þú þarft að ræða eða vinna í þá kannski fær­irðu til sál­fræðings en þetta er oft svo­lítið mikið á herðum ein­stak­linga.“

    Iðkar þú geðrækt?

    Geðrækt er Guðnýju hug­leik­in og því á starf henn­ar sér­lega vel við hana. Hún seg­ir mik­il­vægt að ein­stak­ling­ar á öll­um aldri fræðist um geðheil­brigði og iðki geðrækt líkt og lík­ams­rækt. Enda geti lífið verið marg­slungið og mörg verk­efni að fást við sem geta reynt á geðheils­una.

    „Mig dreym­ir um að geðrækt verði hluti af grunn­skól­an­um þar sem þú færð bara ákveðna fræðslu vegna þess að við erum öll með geðheilsu. Við þurf­um öll að tak­ast á við hugs­an­ir okk­ar, til­finn­ing­ar og sam­skipti,“ seg­ir Guðný.

    „Það er svo margt sem hægt er að fræða fólk um sem það gæti tekið með sér út í lífið.“  

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að nálg­ast viðtalið við Guðnýju í heild sinni. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda