Læknarnir fundu ekki hjarta í þræðingunni

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Gunn­ar Smári Jón­björns­son og Lilja Kjart­ans­dótt­ir voru gest­ir Krist­ín­ar Sifjar Björg­vins­dótt­ur í Dag­mál­um á dög­un­um. Í þætt­in­um sögðu þau sögu sína af því þegar Gunn­ar Smári veikt­ist skyndi­lega al­var­lega og varð minn­is­laus í mánuð í kjöl­far veik­ind­anna.

    Unn­usta Gunn­ars Smára, Lilja, hef­ur verið manni sín­um sem klett­ur í gegn­um veik­ind­in og áfallið. Hún sagði frá at­b­urðum þess ör­laga­ríka kvölds þegar Gunn­ar veikt­ist af mik­illi yf­ir­veg­un og lýsti því þegar lækn­arn­ir héldu að Gunn­ar Smári væri að fá hjarta­áfall og sendu hann í hjartaþræðingu en áttuðu sig fljótt á því að um annað væri að ræða. Gunn­ar Smári var með bráða ósæðarflysj­un.

    Hjartað fannst ekki

    „Lækn­arn­ir fundu eig­in­lega ekk­ert hjartað í þræðing­unni,“ seg­ir Gunn­ar Smári í meðfylgj­andi mynd­skeiði.

    Lilja tek­ur þá orðið og seg­ir að þarna hafi komið að þeim tíma­punkti þar sem lækn­arn­ir áttuðu sig á því sem raun­veru­lega var í gangi og var að valda veik­ind­um Gunn­ars.

    Ósæðarflysj­un er lífs­hættu­leg svo þegar þarna er komið við sögu er Gunn­ar Smári í bráðri lífs­hættu. Ósæðarflysj­un er ekki al­geng­ur sjúk­dóm­ur og því oft erfitt að greina hann enda um flókið ástand að ræða. Gunn­ar Smári lýs­ir ósæðarflysj­un með eft­ir­far­andi orðum: 

    „Þá er það sem sagt þannig að æðarn­ar í okk­ur eru þriggja laga og það er eins og þú ímynd­ar þér ein­angrað rör það er ein­hver hola og síðan er þar sem vatnið fer um, síðan er ein­angr­un utan um og síðan plast­kápa. Við erum með al­veg eins í æðar­kerf­inu okk­ar, við erum með þessi þrjú lög. Þessi flysj­un er þannig að það kemst blóð á milli laga,“ út­skýr­ir hann.

    Flest­ir sem fá ósæðarflysj­un sofna og vakna ekki aft­ur

    Gunn­ar var með und­ir­liggj­andi hjarta­galla sem hann hafði ekki vitn­eskju um. Hjarta­gall­inn olli því að mik­ill þrýst­ing­ur myndaðist. Að sögn Lilju höfðu ósæðar hans teygst mikið og þar sem þær áttu að vera þrír cm höfðu þær verið bún­ar að teygj­ast upp í níu.

    „Þetta var ástæðan fyr­ir þessu mæði og með svona á fólk ekki að geta gengið upp stiga,“ lýs­ir Lilja og aug­ljóst að til­felli Gunn­ars var mjög al­var­legt.

    Þau segja hjart­verk­inn sem Gunn­ar fann í rúm­inu heima hjá sér áður en hann leið útaf hafa verið ákveðna lífs­björg. Verk­ur­inn kom í kjöl­far þess að kran­sæðin rifnaði frá hjart­anu og varð til þess að lækn­arn­ir héldu að um hjarta­áfall væri að ræða og sáu því ástæðu til að senda hann und­ir lækn­is­hend­ur í Reykja­vík. Ósæðarflysj­un­in sjálf æxlaðist og gerði ekki vart við sig fyrr en á Land­spít­al­ann var komið. Að mati Lilju er sú rök or­saka mik­il bless­un því að henn­ar sögn hafa sjúk­ling­ar með ósæðarflysj­un ein­ung­is um það bil 14 mín­út­ur til að lifa af. Dán­artíðni sjúk­dóms­ins seg­ir hún vera mjög háa.

    „Það er alla vega talað um ef maður „googl­ar“ þessi ein­kenni eða þessa veiki þá er um 14% lif­un, 14% þeirra sem fá þetta lifa af. Það er lang­al­geng­ast að þeir sofni bara og vakni ekki aft­ur,“ seg­ir Gunn­ar Smári.

    „Ég geri það sem ég get“ 

    Gunn­ar barðist fyr­ir lífi sínu og ástand hans leit ekki vel út. Lilja minn­ist þess þegar skurðlækn­ir­inn sem gerði aðgerðina á Gunn­ari tók í hönd henn­ar áður en hann fór inn og sagði henni að hann myndi gera allt það sem hann gæti til að bjarga lífi Gunn­ars.  

    „Hinn lækn­ir­inn lét vita að hann væri á leiðinni í mjög stóra aðgerð, endaði á að vera níu klukku­tím­ar. Hann fór í hjarta­stopp og þetta var mjög krí­tískt,“ seg­ir Lilja.

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að nálg­ast viðtalið við Gunn­ar Smára og Lilju í heild sinni.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda