Snjalltæki geta raskað svefngæðum

Dr. Erla Björnsdóttir segir snjalltæki geta gefið mikilvægar upplýsingar en …
Dr. Erla Björnsdóttir segir snjalltæki geta gefið mikilvægar upplýsingar en einnig raskað svefngæðum.

Snjall­tæki geta gefið mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um svefn og svefn­gæði en geta líka stuðlað að áhyggj­um af svefn­in­um og þannig skapað víta­hring og raskað svefn­gæðum. Þetta er meðal þess sem kom fram á fyr­ir­lestr­in­um „Leit­in að hinum full­komna svefni“ sem Dr. Erla Björns­dótt­ir stóð fyr­ir hjá Nova í síðustu viku.

Erla er stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Betri svefns og hef­ur rann­sakað svefn­leysi og svefn­venj­ur fólks. Hún hef­ur einnig sér­hæft sig í hug­rænni at­ferl­is­meðferð við svefn­leysi. 

„Góður svefn er grund­vall­ar­atriði fyr­ir lík­am­lega og and­lega heilsu og ýmis snjall­tæki hafa notið sí­fellt meiri vin­sælda til að mæla og fylgj­ast með svefn­gæðum. Snjall­tæki á borð við úr og snjall­hringi geta t.d. gefið gagn­leg­ar upp­lýs­ing­ar um hreyf­ingu, hjart­slátt, súr­efn­is­mett­un í blóð og sum fylgst með svefn­stig­um, svefn­lengd og svefn­gæðum, önd­un og lík­ams­hita. Þannig má fá mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar sem geta nýst við að stefna að betri svefni og þannig auk­inni heilsu og vellíðan,“ seg­ir Erla.

Erla hélt fyrirlesturinn Leitin að hinum fullkomna svefni.
Erla hélt fyr­ir­lest­ur­inn Leit­in að hinum full­komna svefni.

Gæti brot­ist út í svefnþrá­hyggju

Erla seg­ir þó að gögn­in gefi aðeins vís­bend­ing­ar um gæði svefns og mik­il­vægt sé að hlusta á lík­amann þegar kem­ur að svefni og heilsu.

„Það get­ur verið vara­samt að leggja of mikla áherslu á tæk­in og jafn­vel brot­ist út í svefnþrá­hyggju þar sem of­uráhersla er lögð á að besta niður­stöður tækj­anna í stað þess að stefna að góðri hvíld og vellíðan.“ Svefnþrá­hyggja eða ort­hosomnia lýs­ir sér svipað og nær­ing­arþrá­hyggja þar sem áhersla er lögð á rétta nær­ing­ar­inn­töku.

Í til­felli svefns get­ur slík of­uráhersla á gögn og töl­fræði brot­ist út í kvíða sem fer að hafa áhrif á svefn og þannig haft öfug áhrif.

„Sér­fræðing­ar eru al­mennt sam­mála um að hinn full­komni svefn sé ekki til. Þess vegna er svo mik­il­vægt að nýta þessi tæki á skyn­sam­leg­an hátt, lang­mik­il­væg­ast er að við hlust­um á eig­in lík­ama og nýt­um tæk­in til að hjálpa okk­ur í því.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda