Líkaminn þarf á æfingu að halda

Heilsan er miklu meira en það að fara á æfingu …
Heilsan er miklu meira en það að fara á æfingu klukkustund á dag að mati Söru Snædísar.

Sara Snæ­dís Ólafs­dótt­ir tel­ur sig hafa hitt á hár­rétta tíma­setn­ingu þegar hún stofnaði heilsu­og æf­ingasíðuna Withs­ara.com. Æfing­arn­ar geta farið fram hvar sem er í heim­in­um og eru viðskipta­vin­ir henn­ar alþjóðleg­ur hóp­ur kvenna.

„Þetta eru heil­næm­ar æf­ing­ar sem henta öll­um, sama hvar þú ert í þínu lífi, í hvaða formi sem þú ert eða á hvaða aldri. Þetta er í raun­inni fyr­ir alla,“ seg­ir Sara Snæ­dís um heilsu- og æf­ingasíðuna Withs­ara.com. Í heims­far­aldr­in­um stofnaði hún fyr­ir­tækið og bjóst ekki við því að þetta yrði at­vinn­an henn­ar fimm árum síðar. Viðtök­urn­ar komu veru­lega á óvart. Viðskipta­vini má finna úti um all­an heim sem geta valið úr yfir fimm hundruð æf­ing­um allt frá pila­tes, bar­re, jóga og önd­un­aræf­ing­um til teygju- og styrktaræf­inga svo eitt­hvað sé nefnt.

„Ég held að tíma­setn­ing skipti al­veg ótrú­lega miklu máli. Við byrjuðum þegar verið var að loka stöðvum og fólk al­mennt í vand­ræðum með hvar og hvernig það átti að æfa. Ég kem akkúrat inn á þeim tíma. Ég bjóst aldrei við þessu, hélt ég myndi aðeins fá nokkr­ar kon­ur en þetta var ótrú­legt. Ég bjóst ekk­ert endi­lega við að vera að gera þetta fimm árum síðar,“ seg­ir Sara Snæ­dís.

Stór hóp­ur kvenna hef­ur verið viðskipta­vin­ir al­veg frá upp­hafi.

„Það er dýr­mætt og sýn­ir að það er hægt að byggja upp góða rútínu heima hjá sér. Þú get­ur auðvitað æft hvar sem er, heima hjá þér, í út­lönd­um eða farið í rækt­ina og gert æf­ing­arn­ar. Af því að ég er að bjóða upp á nýj­ar æf­ing­ar í hverri viku, nýj­ar áætlan­ir og æf­inga­plön þá er hægt að halda svaka­lega góðum dampi, byggja upp gott form, heilsu, út­hald og líða svaka­lega vel.”

Sara Snæ­dís kenn­ir í kring­um 90% af öll­um æf­ing­um sem eru inni á síðunni en hef­ur fengið kenn­ara víða að til að halda nám­skeið. Þetta eru hug­leiðslu-, önd­un­ar- og styrktaræf­ing­ar meðal ann­ars en upp­á­halds­nám­skeið Söru Snæ­dís­ar er nám­skeið sem var ár í þróun. „Þetta er svona „cycle-zinc­ing“-nám­skeið. Þetta er í raun í formi viðtals þar sem við töl­um um mik­il­vægi þess að lifa í takt við tíðahring­inn sinn. Jen, sem kenn­ir þetta með mér, er ótrú­lega fróð um horm­óna­heilsu kvenna og mataræði sem er gott fyr­ir kon­ur að fylgja á tíðahringn­um og öll­um stig­um svo hún kom með góða vitn­eskju inn í nám­skeiðið,“ seg­ir hún.

Sara Snædís hefur alltaf hugsað vel um heilsuna og ætlar …
Sara Snæ­dís hef­ur alltaf hugsað vel um heils­una og ætl­ar að halda áfram að hafa áfhrif á heilsu kvenna um all­an heim.

Lifðu eins og í draumi á Spáni

Þegar hún stofnaði Withs­ara var hún bú­sett ásamt fjöl­skyldu sinni í Svíþjóð. Eft­ir viðkomu á Suður-Spáni eru þau flutt heim og hafa komið sér vel fyr­ir.

Hvað varð til þess að þið fluttuð heim?

„Það var alltaf planið að koma heim en svo fór svo vel um okk­ur í Svíþjóð að við tímd­um ekki að koma heim strax. Upp­haf­lega flutt­um við til að fara í nám fyr­ir um sjö árum en svo, eins og lífið er, þá breytt­ust aðstæður. Ég stofnaði fyr­ir­tæki og maður­inn minn var með fyr­ir­tæki sjálf­ur úti líka svo við dutt­um aðeins í ann­an gír en við byrjuðum í. Þá var orðið erfiðara að flytja heim og vor­um ekki til­bú­in í það strax. Stelp­urn­ar okk­ar elskuðu að búa þarna og okk­ur leið svo vel. Við hugsuðum: af hverju að rífa okk­ur úr aðstæðum sem okk­ur líður vel í? En hug­ur­inn leitaði alltaf heim og við viss­um að við mynd­um leita heim á end­an­um,“ seg­ir Sara Snæ­dís.

„Fyr­ir rúmu ári ætluðum við að kaupa okk­ur hús­næði í Svíþjóð en ákváðum áður en við keypt­um að eyða ári ann­ars staðar. Syst­ur mín­ar bjuggu báðar á Spáni og við ákváðum að flytja þangað áður en við mynd­um fjár­festa í eign í Stokk­hólmi. Við fór­um þangað og átt­um al­gjört drauma­ár með stelp­un­um, systr­um mín­um og fjöl­skyld­um. Eft­ir á er þetta eins og að hafa lifað í ein­hverj­um draumi.“

Fjar­lægðin frá Stokk­hólmi og tím­inn með fjöl­skyld­unni fékk hjón­in til að hugsa sig bet­ur um áður en þau keyptu sér hús­næði. „Eldri dótt­ir okk­ar var að verða tíu ára og við ætluðum alltaf heim. Svo það var annaðhvort að kaupa í Stokk­hólmi og vera þar eða prófa að fara heim. Við ákváðum að fara heim og sjá­um ekki eft­ir því. Við fund­um dá­sam­legt hús og það fer ótrú­lega vel um okk­ur,“ seg­ir hún.

Hún get­ur unnið hvar sem er í heim­in­um.

„Það er nátt­úr­lega það þægi­lega við þetta. Það er ákveðinn lúx­us sem fylg­ir því að vera í eig­in rekstri sem er al­gjör­lega á net­inu. Ég get tekið upp tím­ana alls staðar í heim­in­um og er ekki bund­in við eitt stúd­íó. Maður­inn minn hef­ur svo unnið með mér í Withs­ara síðustu ár sem gerði okk­ur til dæm­is kleift að fara til Spán­ar með stutt­um fyr­ir­vara. Hann hef­ur verið í þessu með mér hingað til en er í sín­um eig­in verk­efn­um líka eft­ir að við kom­um heim. Við skipt­um þessu svo­lítið upp.“

Sara Snæ­dís seg­ist brenna fyr­ir að styðja við heilsu kvenna. „Mig lang­ar að halda áfram að bjóða upp á framúrsk­ar­andi æf­ing­ar sem virka vel fyr­ir all­ar kon­ur, halda áfram að veita inn­blást­ur að heilsu, minna kon­ur á hvað heils­an er dýr­mæt og að við þurf­um að sinna henni vel. Við verðum að gefa okk­ur tíma og meg­um ekki taka heils­unni sem sjálf­sögðum hlut.“

Fylg­ir eng­um öfg­um

Öfgar og ýkj­ur séu ekki það sem eigi að bú­ast við frá henni.

„Ég fylgi eng­um öfg­um og hef aldrei gert. Það eru eng­in svaka­leg matar­plön og eng­inn að segja að þú þurf­ir að æfa í klukku­stund á dag til að ná ár­angri. Þetta snýst um að hlúa vel að sér á hverj­um degi og vilja líða sem best í eig­in skinni. Æfing­arn­ar eru þannig byggðar upp, sum­ar eru aðeins fimm til tíu mín­út­ur og eng­in er lengri en þrjá­tíu mín­út­ur. Þú get­ur alltaf fundið æf­ingu sem hent­ar þér frá degi til dags, stund­um höf­um við ekki lengri tíma en það er alltaf betra að taka tíu mín­út­ur en að sleppa því. Lík­am­inn þarf á æf­ingu að halda á hverj­um degi, bara mis­mikið,“ seg­ir hún.

Eru marg­ar ís­lensk­ar kon­ur að æfa með Withs­ara?

„Já, ég er með ótrú­lega stór­an og trygg­an ís­lensk­an hóp sem mér þykir svo vænt um sem hef­ur verið með mér frá upp­hafi. Ég bjó auðvitað í Svíþjóð, var að kenna þar og var kom­in með stórt net þarna úti. Áður en ég flutti út var ég að kenna í Hreyf­ingu svo ég var með minn hóp, en með tíð og tíma breyt­ast aðstæður. Maður veit aldrei en það hafa verið kon­ur með mér frá upp­hafi og hafa líka bæst við á síðustu árum. Það sýn­ir sig líka þegar ég held viðburði, þeir fyll­ast fljótt og það er ótrú­lega gam­an. Ég held því áfram hér á Íslandi.“

Tek­urðu eft­ir nýj­um tísku­bylgj­um í heilsu?

„Ég fagna því að það sem ég hef reynt að koma út er að verða al­geng­ara. Þetta snýst ekki leng­ur um að brenna sig út í æf­ingu, brenna eins mörg­um kal­orí­um og hægt er eða svitna eins mikið og maður get­ur. Þetta snýst um að æfa til lengri tíma, eng­ar skamm­tíma­lausn­ir og það sýn­ir sig í mataræði og æf­ing­um. Skamm­tíma­lausn­ir eru ekki lyk­ill­inn að heil­brigðu líferni. Þetta snýst um sam­ræmi í æf­ingu og mataræði og ég vona svo inni­lega að þetta haldi áfram að blómstra í sam­fé­lag­inu og á meðal fólks. Þetta er lang­tíma­verk­efni,“ seg­ir hún.

„Svo eru skemmti­leg­ar lausn­ir eins og rauðljósa­tísk­an sem mér finnst frá­bær og heit og köld þerapía sem er bráðholl fyr­ir okk­ur. Það er eng­in nýj­ung í raun og veru en það er það fyr­ir stór­um hópi. Nú er al­menn­ing­ur far­inn að sinna þessu meira, sem ég fagna. Heilsa er miklu meira en að fara á æf­ingu í klukku­tíma á dag og vera á sér­stöku mataræði. Heilsa er líka gæði svefns og þetta er svo fjölþætt. Mér líður eins og við séum svo­lítið á leið í þessa átt.“

Mik­ill hraði í sam­fé­lag­inu

Hvað ætl­ar þú að gera á nýju ári?

„Nýir kafl­ar finnst mér mik­il­væg­ir. Það er nýr kafli í byrj­un árs, mér finnst vera nýr kafli í byrj­un sept­em­ber og stund­um eru mánu­dag­ar líka nýr kafli. Að byrja fersk finnst mér mik­il­vægt. Ég horfi til baka, þannig læri ég og get bætt úr því sem ég vil gera bet­ur. Ég fer yfir gamla árið, skoða mynd­ir og punkta hjá mér hvað ég lærði á ár­inu, hverju ég er stolt af og hvað ég hefði viljað gera bet­ur. Ég nota það til að byrja nýtt ár fyr­ir sjálfa mig,“ seg­ir Sara Snæ­dís.

Árið ætl­ar hún að hefja með fjög­urra vikna janú­ar­áskor­un sem hundruð kvenna um all­an heim taka þátt í. „Til að byrja árið á sem besta og heil­næm­asta hátt. All­ir geta tekið þátt í henni sem vilja byrja árið vel, byggja upp lík­amann og kom­ast í góða rútínu fyr­ir kom­andi ár.“

Hún ætl­ar þó að reyna að hægja á sér.

„Við flutt­um til Íslands frá Spáni og ís­lenska sam­fé­lagið er svo­lítið hratt. Það er mikið í gangi og ég datt í þann takt. Ég var svo meðvituð um það, ætlaði ekki að gera það. En ég ætla að fara inn í nýtt ár meðvituð; þótt ég búi á Íslandi og þótt ég sé í þessu sam­fé­lagi þá þurfi það ekki að þýða að maður sé í þess­um för­um. Það má stíga skref til baka, hlúa að sér og hlusta á lík­amann. Ég hef alltaf gert það og það er mottó í mínu lífi. Sama hvað geng­ur á er heils­an ekki sjálf­sagður hlut­ur og ég verð að hugsa vel um mig. Stund­um er það í formi góðrar æf­ingar­útínu, hugsa vel um svefn­inn eða drekka vel af vatni. Þetta kem­ur í alls kon­ar formi og ég hlusta á hvað ég þarf hverju sinni.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda