„Ég geri helst ekki matarprógramm fyrir fólk“

Heilsa
Heilsa Ljósmynd/Magdalena Lukasiak

„Mér finnst nær­ingar­pró­grömm mjög mis­vís­andi!“ seg­ir Guðrún Sara Reyn­is­dótt­ir, einkaþjálf­ari, dans­kenn­ari og sam­fé­lags­miðlaráðgjafi.

Guðrún Sara er 23 ára og kláraði rétt­ind­in til einkaþjálf­ara er­lend­is frá enda hreyf­ing stór part­ur af henn­ar lífi. Þess utan seg­ir hún að sér hafi aldrei gengið neitt sér­stak­lega vel í skóla og verið „öm­ur­leg“ í að taka próf og því hafi hið hefðbundna há­skóla­nám ekki beint höfðað til henn­ar.

„Ég er mun betri á verk­lega sviðinu og hef alltaf verið.“ Hún seg­ir sjálf­stæðan hugs­un­ar­hátt vera ein­kenn­andi fyr­ir sig og hafði alltaf þann draum að vinna sjálf­stætt. Í dag rek­ur hún sitt eigið fyr­ir­tæki og held­ur úti fjarþjálf­un­ar­app­inu SARAFIT. Að auki kenn­ir hún dans hjá Eríal Pole og er einkaþjálf­ari hjá Kötlu Fit­n­ess, áður Re­book Fit­n­ess.

Heilsa
Heilsa Ljós­mynd/​Magda­lena Lukasiak

Mark­miðasetn­ing og hreyf­ing

Spurð um heilsuráð og mark­miðasetn­ingu fyr­ir árið 2025 stend­ur ekki á svari: „Að ein­blína á einn hlut í einu.“

Það er of mikið að ákveða að á ein­um tíma­punkti verði gerð al­gjör lífs­breyt­ing, út­skýr­ir Guðrún Sara. „Að hætta al­veg að borða sæl­gæti, hreyfa sig á hverj­um degi, lesa á hverju kvöldi, fara alltaf snemma að sofa o.s.frv.“ Það sé vart raun­hæft og dæmt til að verða tíma­bundið.

Þess í stað ætti að ein­blína á einn hlut í einu og nefn­ir Guðrún Sara dæmi um að auka prótein­inn­töku. „Það er miklu auðveld­ara að skipta út ein­um vond­um áv­ana fyr­ir einn góðan og þannig koll af kolli.“

Annað sem Guðrúnu Söru finnst áber­andi hjá fólki, sem hægt er að taka til um­hugs­un­ar, er að vera of mikið í sím­an­um á æf­ingu. „Á meðan þú hreyf­ir þig þá er sím­inn lagður til hliðar,“ seg­ir hún.

„Ef mann­eskja er t.d. á teygju­svæðinu í rækt­inni að „þykjustu­teygja“ á meðan skrollað er á TikT­ok, get­ur viðkom­andi al­veg eins sleppt því að teygja.“ Með hug­ann í sím­an­um sé ár­angri ekki náð og bend­ir Guðrún Sara á að hreyf­ing og teygj­ur hafi til­gang og snú­ist sá til­gang­ur ekki um að rýna í skjá­inn.

Hvað með hvíld­ar­dag­ana?

„Hvíld­ar­dag­ar þurfa ekki að snú­ast um að liggja upp í sófa og úða í sig sæl­gæti. Það er mis­skiln­ing­ur. Hvíld­ar­dag­ar mega al­veg inni­halda t.d. létta hreyf­ingu.“

Heilsa
Heilsa Ljós­mynd/​Magda­lena Lukasiak

Mataræðið

„Ég geri helst ekki matar­pró­gramm fyr­ir fólk,“ seg­ir Guðrún Sara. Að henn­ar mati er miklu ár­ang­urs­rík­ara að skoða hvernig mataræði viðskipta­vin­ar­ins er sam­sett í dag, hvað hann er að borða og hvernig hægt sé að breyta því í holl­ari kosti.

Hún vill ekki um­turna mataræði fólks og seg­ir það hrein­lega vera skrýtið því alla jafna end­ist fólk ekki lengi ef því er sagt að borða á ein­hvern hátt sem það er ekki vant.

„Svo er fólk t.d. með fjöl­skyldu og börn og það þarf að taka til­lit til þess. Ég fæ stund­um til mín mömm­ur sem lang­ar að taka mataræðið í gegn, en þær eru með börn og mann og þá get­ur verið ein­fald­ara að gera mataræði heim­il­is­ins bara ögn holl­ara, held­ur en að hún fari að borða eitt­hvað allt annað en all­ir hinir.“ Það geti orðið óraun­hæft að ætla að púsla því sam­an og hrein­lega of flókið.

Að lok­um bend­ir Guðrún Sara á að ef fólki finnst erfitt að koma sér af stað eða viti ekki hvernig eigi að bera sig að, gæti verið gott að tala við þjálf­ara, þótt ekki væri nema stutt spjall. Hún seg­ir að það geti verið upp­lýs­andi að fylgja öðrum á sam­fé­lags­miðlum: “Ein­hverj­um sem vita hvað þeir tala um.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda