Ástand sem um 80% kvenna eru sagðar upplifa

Eitt hamlandi ástand, sem um 80% kvenna er sagðar upplifa, …
Eitt hamlandi ástand, sem um 80% kvenna er sagðar upplifa, er enn sveipað leynd og misskilningi. charlesdeluvio/Unsplash

Það hef­ur ekki farið fram hjá mörg­um hve mikið umræðan um breyt­inga­skeið kvenna hef­ur auk­ist síðustu ár. Þó er eitt hamlandi ástand, sem um 80% kvenna eru sagðar upp­lifa, enn sveipað leynd og mis­skiln­ingi. 

Sam­kvæmt ný­legri grein Polly Hudson á The Guar­di­an hafa stjörn­ur á borð við Michelle Obama, fyrr­um for­setafrú Banda­ríkj­anna og leik­kon­urn­ar Salma Hayek og Gwyneth Paltrow all­ar verið op­in­ská­ar varðandi breyt­inga­skeiðið og hvatt aðrar kon­ur til að skamm­ast sín ekki fyr­ir þenn­an líf­fræðilega gang lík­am­ans.

Hins veg­ar vant­ar enn upp á umræðuna og það varðar leg­gangaþurrk.

Ef­laust eru ein­hverj­ir sem líta á leg­gangaþurrk sem minni hátt­ar óþæg­indi sem hafi helst áhrif á kyn­líf og verði leyst með góðu sleipi­efni, seg­ir Hudson í grein sinni. Því er þó öðru­vísi farið.

Misskilningur felst í að telja leggangaþurrk einungis hamla konum í …
Mis­skiln­ing­ur felst í að telja leg­gangaþurrk ein­ung­is hamla kon­um í kyn­lífi, seg­ir Hudson. Ayla Mein­berg/​Unsplash

Leg­gangaþurrk­ur hjá 60-80% kvenna

Sjón­varps­kon­an Dav­ina McCall ákvað að varpa ljósi á þessi svo­kölluðu „óþæg­indi“, sem hún sjálf hafði upp­lifað. „Ég var með mik­inn þurrk, svo al­var­leg­an að þegar ég reyndi að þurrka mér eft­ir að hafa farið á sal­ernið þurfti ég að nota tvenns kon­ar blautþurrk­ur,“ sagði McCall í heim­ild­ar­mynd sinni Sex, Myths and Menaupose frá 2021.

Sam­kvæmt rann­sókn­um er leg­gangaþurrk­ur sagður hrjá 60-80% kvenna á breyt­inga­skeiðinu og staf­ar hann af lækkuðu estrógenmagni sem veld­ur því að vef­ur í leggöng­un­um þynn­ist og verður minna teygj­an­leg­ur.

Þá hafa rann­sókn­ir einnig sýnt að þriðjung­ur kvenna sem kljást við þetta vanda­mál beri það ekki upp við lækn­inn sinn. Haitham Hamoda, ráðgjaf­andi kven­sjúk­dóma­lækn­ir, seg­ir ástæðuna m.a. vegna þess að kon­ur ein­fald­lega skammist sín fyr­ir þetta.

Lækkað estrógenmagn veldur því að vefur í leggöngunum þynnist og …
Lækkað estrógenmagn veld­ur því að vef­ur í leggöng­un­um þynn­ist og verður minna teygj­an­leg­ur, sem or­sak­ar leg­gangaþurrk. We-Vibe Toys/​Unsplash

Hún seg­ir einnig að í ein­hverj­um til­fell­um geti kon­ur ekki klæðst nær­bux­um, enn aðrar þola ekki neina snert­ingu á svæðinu. Í verstu til­fell­un­um er ein­fald­lega óþægi­legt að sitja og ganga. Þá get­ur þurrk­ur­inn valdið ann­ars kon­ar óþæg­ind­um eins og þvag­færa­sýk­ing­um.

Dr. Renée Hoend­erka­mp, heim­il­is­lækn­ir sem sér­hæf­ir sig í breyt­inga­skeiði kvenna, seg­ir að breyt­inga­skeiðið hafi ólík­ar mynd­ir meðal kvenna. „Fyr­ir sum­ar kon­ur verður leg­gangaþurrk­ur eitt af fyrstu ein­kenn­um, mjög snemma, jafn­vel áður en blæðing­ar hætta. Aðrar kon­ur upp­lifa ekki leg­gangaþurrk fyrr en í blá­enda breyt­inga­skeiðsins. Þetta er mjög ein­stak­lings­bundið.“

Leggangaþurrkur er ekki einungis tengdur breytingaskeiði kvenna.
Leg­gangaþurrk­ur er ekki ein­ung­is tengd­ur breyt­inga­skeiði kvenna. Nati­onal Cancer Institu­te/​Unsplash

Ekki ein­ung­is tengt breyt­inga­skeiðinu

Hún bend­ir einnig á að ekki megi ein­göngu tengja leg­gangaþurrk við breyt­inga­skeiðið en hann geti komið upp hjá t.d. kon­um með börn á brjósti í leng­ur en sex mánuði.

Dr. Paula Briggs, ráðgjafi í kyn- og frjó­sem­is­heil­brigði, seg­ir að kon­ur geti gjarn­an fengið ranga grein­ingu varðandi leg­gangaþurrk og að ómeðhöndlaður leg­gangaþurrk­ur versni með tím­an­um og gangi þá hæg­ar til baka. Að henn­ar mati ættu all­ar kon­ur und­ir 45 ára aldri sjálf­krafa að fá estrógen um leggöng. 

Dr. Hoend­erka­mp bend­ir á að þetta sé ekki vanda­mál sem hverfi á einni nóttu, öllu held­ur geti þetta orðið ævi­löng meðferðarskuld­bind­ing við leggöng­in. 

Niðurstaðan er skýr, seg­ir Hudson í grein­inni: Ef konu finnst hún óþægi­lega þurr ætti hún ekki að þjást í hljóði. Þetta sé eitt­hvað sem hægt er að meðhöndla og í það minnsta að draga úr.

The Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda