Morgunrútína Arons Can er fyrir þá hörðustu

Aron hefur tileinkað sér heilsusamlegan lífsstíl.
Aron hefur tileinkað sér heilsusamlegan lífsstíl. Skjáskot/Instagram

Tón­list­armaður­inn Aron Can Gul­tek­in lif­ir heilsu­sam­legu lífi og deil­ir hluta þess iðulega með fylgj­end­um sín­um á sam­fé­lags­miðlin­um In­sta­gram. Á dög­un­um sýndi hann frá morg­un­rútín­unni á föstu­degi sem er ekki fyr­ir þá sem kjósa að hlífa sjálf­um sér. Þeir sem hafa hins veg­ar ætlað sér að taka lífs­stíl­inn í gegn gætu tekið rútínu Arons til fyr­ir­mynd­ar.

Dag­ur Arons hófst klukk­an 5:30 með víta­mín- og steinefna­drykk og síðan hressti hann and­litið við með stuttu klakabaði. Aron blandaði sér svo sterk­um espresso-bolla og skellti sér á æf­ingu.

Eft­ir æf­ing­una hélt hann heim og gerði morg­un­mat fyr­ir sig og son sinn og fór í kjöl­farið í vinn­una.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Aron Can Gul­tek­in (@aroncang)

Aflit­un og valentínus­ar­rós

Mynd­skeiðið hélt áfram og sýndi hann nýrri skrif­stofu og stúd­íói sem hann er að gera upp. Árna Pál Árna­syni, bet­ur þekkt­um sem Herra Hnetu­smjör, brá ör­lítið fyr­ir. Eft­ir vinnu fór hann í klipp­ingu þar sem hann aflitaði á sér hárið og af­henti kær­ustu sinni, Ernu Maríu Björns­dótt­ur, valentínus­ar­rós. Þá tók við sum­ar­bú­staðarferð með góðum vin­um, nauta­kjöti og bernaise-sósu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda