Morgunrútína Arons Can er fyrir þá hörðustu

Aron hefur tileinkað sér heilsusamlegan lífsstíl.
Aron hefur tileinkað sér heilsusamlegan lífsstíl. Skjáskot/Instagram

Tón­list­armaður­inn Aron Can Gul­tek­in lif­ir heilsu­sam­legu lífi og deil­ir hluta þess iðulega með fylgj­end­um sín­um á sam­fé­lags­miðlin­um In­sta­gram. Á dög­un­um sýndi hann frá morg­un­rútín­unni á föstu­degi sem er ekki fyr­ir þá sem kjósa að hlífa sjálf­um sér. Þeir sem hafa hins veg­ar ætlað sér að taka lífs­stíl­inn í gegn gætu tekið rútínu Arons til fyr­ir­mynd­ar.

Dag­ur Arons hófst klukk­an 5:30 með víta­mín- og steinefna­drykk og síðan hressti hann and­litið við með stuttu klakabaði. Aron blandaði sér svo sterk­um espresso-bolla og skellti sér á æf­ingu.

Eft­ir æf­ing­una hélt hann heim og gerði morg­un­mat fyr­ir sig og son sinn og fór í kjöl­farið í vinn­una.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Aron Can Gul­tek­in (@aroncang)

Aflit­un og valentínus­ar­rós

Mynd­skeiðið hélt áfram og sýndi hann nýrri skrif­stofu og stúd­íói sem hann er að gera upp. Árna Pál Árna­syni, bet­ur þekkt­um sem Herra Hnetu­smjör, brá ör­lítið fyr­ir. Eft­ir vinnu fór hann í klipp­ingu þar sem hann aflitaði á sér hárið og af­henti kær­ustu sinni, Ernu Maríu Björns­dótt­ur, valentínus­ar­rós. Þá tók við sum­ar­bú­staðarferð með góðum vin­um, nauta­kjöti og bernaise-sósu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda