30 daga sjálfsástaráskorun Björns Skúlasonar vekur hrifningu

Björn Skúlason heilsukokkur og eigandi Just Björn býður upp á …
Björn Skúlason heilsukokkur og eigandi Just Björn býður upp á 30 daga heilsuáskorun. Ljósmynd/Aðsend

Björn Skúla­son eig­inmaður Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands hef­ur vakið at­hygli fyr­ir frísk­legt út­lit. Hann er heilsu­kokk­ur og eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins Just Björn sem sel­ur colla­gen og fleiri heilsu­vör­ur.

Á dög­un­um birti Björn 30 daga sjálfs­ást­ar­áskor­un á In­sta­gram-síðunni Just Björn þar sem finna má framúrsk­ar­andi hug­mynd­ir um það hvernig hægt er að hafa það betra. List­inn er skemmti­lega sam­an­sett­ur. Flest­ir ættu að geta gefið sér tíu mín­út­ur á dag eða jafn­vel klukku­tíma til að huga að sjálf­inu. 

Hér má sjá plan Björns: 

  • Dag­ur 1 - 10 mín­útna hug­leiðsla.
  • Dag­ur 2 - Hringdu í vin. 
  • Dag­ur 3 - Lestu í klukku­tíma. 
  • Dag­ur 4 - Taktu þér frí frá sta­f­ræn­um heimi. 
  • Dag­ur 5 - Taktu til í skúff­um. 
  • Dag­ur 6 - Und­ir­búðu máltíðir fram í tím­ann. 
  • Dag­ur 7 - Farðu út í göngu­túr. 
  • Dag­ur 8 - Horfðu aft­ur á upp­á­haldskvik­mynd­ina þína. 
  • Dag­ur 9 - Smakkaðu eitt­hvað sem þú hef­ur ekki smakkað áður. 
  • Dag­ur 10 - Skrifaðu dag­bók. 
  • Dag­ur 11 - Gefðu af þér. 
  • Dag­ur 12 - Prófaðu nýja upp­skrift. 
  • Dag­ur 13 - Taktu til í ís­skápn­um. 
  • Dag­ur 14 - Farðu klukku­tíma fyrr í hátt­inn. 
  • Dag­ur 15 - Reyndu að leysa kross­gátu. 
  • Dag­ur 16 - Kláraðu verk­efni á verk­efna­list­an­um þínum. 
  • Dag­ur 17 - Hrósaðu ein­hverj­um. 
  • Dag­ur 18 - Vertu heima og slakaðu á. 
  • Dag­ur 19 - Leggðu bíln­um langt í burtu frá áfangastaðnum. 
  • Dag­ur 20 - Búðu til heilsu­sam­leg­an þeyt­ing. 
  • Dag­ur 21 - Farðu út að borða. 
  • Dag­ur 22 - Farðu í heitt bað. 
  • Dag­ur 23 - Gerðu þakk­læt­islista. 
  • Dag­ur 24 - Prófaðu að setja á þig and­lits­maska sem inni­held­ur colla­gen. 
  • Dag­ur 25 - Gefðu þér litla gjöf. 
  • Dag­ur 26 - Bættu 10 mín­út­um við æf­ing­una þína. 
  • Dag­ur 27 - Taktu til í einu her­bergi. 
  • Dag­ur 28 - Farðu í jóga­tíma eða farðu á mat­reiðslu­nám­skeið. 
  • Dag­ur 29 - Fáðu þér nýja hár­greiðslu. 
  • Dag­ur 30 - Drekktu fullt glas af vatni um leið og þú vakn­ar. 
Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason eigandi Just Björn.
Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands og Björn Skúla­son eig­andi Just Björn. Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason á Bessastöðum á dögunum.
Halla Tóm­as­dótt­ir og Björn Skúla­son á Bessa­stöðum á dög­un­um. mbl.is/​Karítas
Brynhildur Guðjónsdóttir, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason.
Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir, Halla Tóm­as­dótt­ir og Björn Skúla­son. Ljós­mynd/​Owen Fiene
Halla Tómasdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Björn Skúlason og Ingibjörg Ösp …
Halla Tóm­as­dótt­ir, Magnús Geir Þórðar­son, Björn Skúla­son og Ingi­björg Ösp Stef­áns­dótt­ir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda