Björn Skúlason eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands hefur vakið athygli fyrir frísklegt útlit. Hann er heilsukokkur og eigandi fyrirtækisins Just Björn sem selur collagen og fleiri heilsuvörur.
Á dögunum birti Björn 30 daga sjálfsástaráskorun á Instagram-síðunni Just Björn þar sem finna má framúrskarandi hugmyndir um það hvernig hægt er að hafa það betra. Listinn er skemmtilega samansettur. Flestir ættu að geta gefið sér tíu mínútur á dag eða jafnvel klukkutíma til að huga að sjálfinu.
Hér má sjá plan Björns:
- Dagur 1 - 10 mínútna hugleiðsla.
- Dagur 2 - Hringdu í vin.
- Dagur 3 - Lestu í klukkutíma.
- Dagur 4 - Taktu þér frí frá stafrænum heimi.
- Dagur 5 - Taktu til í skúffum.
- Dagur 6 - Undirbúðu máltíðir fram í tímann.
- Dagur 7 - Farðu út í göngutúr.
- Dagur 8 - Horfðu aftur á uppáhaldskvikmyndina þína.
- Dagur 9 - Smakkaðu eitthvað sem þú hefur ekki smakkað áður.
- Dagur 10 - Skrifaðu dagbók.
- Dagur 11 - Gefðu af þér.
- Dagur 12 - Prófaðu nýja uppskrift.
- Dagur 13 - Taktu til í ísskápnum.
- Dagur 14 - Farðu klukkutíma fyrr í háttinn.
- Dagur 15 - Reyndu að leysa krossgátu.
- Dagur 16 - Kláraðu verkefni á verkefnalistanum þínum.
- Dagur 17 - Hrósaðu einhverjum.
- Dagur 18 - Vertu heima og slakaðu á.
- Dagur 19 - Leggðu bílnum langt í burtu frá áfangastaðnum.
- Dagur 20 - Búðu til heilsusamlegan þeyting.
- Dagur 21 - Farðu út að borða.
- Dagur 22 - Farðu í heitt bað.
- Dagur 23 - Gerðu þakklætislista.
- Dagur 24 - Prófaðu að setja á þig andlitsmaska sem inniheldur collagen.
- Dagur 25 - Gefðu þér litla gjöf.
- Dagur 26 - Bættu 10 mínútum við æfinguna þína.
- Dagur 27 - Taktu til í einu herbergi.
- Dagur 28 - Farðu í jógatíma eða farðu á matreiðslunámskeið.
- Dagur 29 - Fáðu þér nýja hárgreiðslu.
- Dagur 30 - Drekktu fullt glas af vatni um leið og þú vaknar.
Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason eigandi Just Björn.
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason á Bessastöðum á dögunum.
mbl.is/Karítas
Brynhildur Guðjónsdóttir, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason.
Ljósmynd/Owen Fiene
Halla Tómasdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Björn Skúlason og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir.