Hvernig veistu ef makinn stefnir í kulnun?

Kulnun er alvarlegt vandamál.
Kulnun er alvarlegt vandamál. Unsplash.com/Erfurt

Kuln­un er orðið víðtækt vanda­mál hjá mörg­um og get­ur læðst aft­an að manni þegar síst skyldi. Vef­ritið Body&Soul tók sam­an nokk­ur merki þess að mak­inn stefni í kuln­un.

1. Mak­inn virðist fjar­læg­ur

Síðustu miss­er­in hef­ur þér fund­ist mak­inn vera til­finn­inga­lega fjar­læg­ur. Líkt og eng­inn sé heima. Kuln­un get­ur haft áhrif á and­lega virkni og fólk á oft erfitt með að ein­beita sér að verk­efn­um eða fólk­inu í kring­um það. Þá sæk­ir fólk minna í sam­skipti og dreg­ur sig í hlé.

2. Minni gleði

Það er eins og slokknað hafi á neist­an­um. Mak­inn var kannski áður alltaf full­ur lífs­orku en á nú erfitt með að taka þátt í því sem veitti hon­um gleði. Kuln­un leiðir oft til ein­angr­un­ar.

3. Lík­am­leg ein­kenni

Kuln­un hef­ur oft lík­am­leg ein­kenni í för með sér eins og langvar­andi kvef, vöðvaspennu, þreytu og breyt­ing­ar á svefn­mynstri. Veitið at­hygli öll­um ein­kenn­um sem eiga sér eng­ar rök­rétt­ar út­skýr­ing­ar og tíðni þeirra.

4. Mak­an­um líður illa í vinn­unni

Ef um er að ræða kuln­un vegna starfs þá gætu ein­kenn­in verið að mak­inn er æ meira gagn­rýn­inn á vinn­una, óskipu­lagðari og skil­ar minna af sér. Hann kenn­ir vinnu­álagi um eða erfiðum yf­ir­mönn­um.

5. Per­sónu­leika­breyt­ing­ar

Taktu eft­ir því hvort per­sónu­leik­inn sé sá sami á milli ára. Kannski var mak­inn alltaf já­kvæður en tal­ar nú meira á nei­kvæðum nót­um, er pirraðri en venju­lega og ekki spennt­ur fyr­ir framtíðinni. Hann er kannski að upp­lifa von­leysi enda get­ur kuln­un vakið fram ýkt ein­kenni kvíða og þung­lynd­is. 

6. Van­rækja sig

Ef til vill tek­urðu eft­ir því að mak­inn er far­inn að hirða minna um sig. Hætt­ur að fara í rækt­ina og sinn­ir lítt mataræðinu eða hlú­ir ekki að al­mennu hrein­læti. Þá gæti mak­inn farið að reiða sig meira á áfengi eða lyf sem hjálp­ar­tæki.

7. Forðast hús­verk

Þegar við erum úr­vinda þá get­um við varla sinnt ein­föld­ustu verk­um. Lík­am­inn er að spara alla orku til þess að lifa dag­inn af. Þeir sem eru í kuln­un hafa varla getu til þess að gera neitt annað en það allra nauðsyn­leg­asta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda