Hvernig veistu ef makinn stefnir í kulnun?

Kulnun er alvarlegt vandamál.
Kulnun er alvarlegt vandamál. Unsplash.com/Erfurt

Kuln­un er orðið víðtækt vanda­mál hjá mörg­um og get­ur læðst aft­an að manni þegar síst skyldi. Vef­ritið Body&Soul tók sam­an nokk­ur merki þess að mak­inn stefni í kuln­un.

1. Mak­inn virðist fjar­læg­ur

Síðustu miss­er­in hef­ur þér fund­ist mak­inn vera til­finn­inga­lega fjar­læg­ur. Líkt og eng­inn sé heima. Kuln­un get­ur haft áhrif á and­lega virkni og fólk á oft erfitt með að ein­beita sér að verk­efn­um eða fólk­inu í kring­um það. Þá sæk­ir fólk minna í sam­skipti og dreg­ur sig í hlé.

2. Minni gleði

Það er eins og slokknað hafi á neist­an­um. Mak­inn var kannski áður alltaf full­ur lífs­orku en á nú erfitt með að taka þátt í því sem veitti hon­um gleði. Kuln­un leiðir oft til ein­angr­un­ar.

3. Lík­am­leg ein­kenni

Kuln­un hef­ur oft lík­am­leg ein­kenni í för með sér eins og langvar­andi kvef, vöðvaspennu, þreytu og breyt­ing­ar á svefn­mynstri. Veitið at­hygli öll­um ein­kenn­um sem eiga sér eng­ar rök­rétt­ar út­skýr­ing­ar og tíðni þeirra.

4. Mak­an­um líður illa í vinn­unni

Ef um er að ræða kuln­un vegna starfs þá gætu ein­kenn­in verið að mak­inn er æ meira gagn­rýn­inn á vinn­una, óskipu­lagðari og skil­ar minna af sér. Hann kenn­ir vinnu­álagi um eða erfiðum yf­ir­mönn­um.

5. Per­sónu­leika­breyt­ing­ar

Taktu eft­ir því hvort per­sónu­leik­inn sé sá sami á milli ára. Kannski var mak­inn alltaf já­kvæður en tal­ar nú meira á nei­kvæðum nót­um, er pirraðri en venju­lega og ekki spennt­ur fyr­ir framtíðinni. Hann er kannski að upp­lifa von­leysi enda get­ur kuln­un vakið fram ýkt ein­kenni kvíða og þung­lynd­is. 

6. Van­rækja sig

Ef til vill tek­urðu eft­ir því að mak­inn er far­inn að hirða minna um sig. Hætt­ur að fara í rækt­ina og sinn­ir lítt mataræðinu eða hlú­ir ekki að al­mennu hrein­læti. Þá gæti mak­inn farið að reiða sig meira á áfengi eða lyf sem hjálp­ar­tæki.

7. Forðast hús­verk

Þegar við erum úr­vinda þá get­um við varla sinnt ein­föld­ustu verk­um. Lík­am­inn er að spara alla orku til þess að lifa dag­inn af. Þeir sem eru í kuln­un hafa varla getu til þess að gera neitt annað en það allra nauðsyn­leg­asta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda