Hvernig veistu ef makinn stefnir í kulnun?

Kulnun er alvarlegt vandamál.
Kulnun er alvarlegt vandamál. Unsplash.com/Erfurt

Kulnun er orðið víðtækt vandamál hjá mörgum og getur læðst aftan að manni þegar síst skyldi. Vefritið Body&Soul tók saman nokkur merki þess að makinn stefni í kulnun.

1. Makinn virðist fjarlægur

„Síðustu misserin hefur þér fundist makinn vera tilfinningalega fjarlægur. Líkt og enginn sé heima. Kulnun getur haft áhrif á andlega virkni og fólk á oft erfitt með að einbeita sér að verkefnum eða fólkinu í kringum þá. Þá sækir fólk minna í samskipti og dregur sig í hlé.“

2. Minni gleði

„Það er eins og slokknað hafi á neistanum. Makinn var kannski áður alltaf fullur lífsorku en á nú erfitt með að taka þátt í því sem veitti honum gleði. Kulnun leiðir oft til einangrunar.“

3. Líkamleg einkenni

Kulnun hefur oft líkamleg einkenni í för með sér eins og langvarandi kvef, vöðvaspennu, þreytu og breytingar á svefnmynstri. Veitið athygli öllum einkennum sem eiga sér engar rökréttar útskýringar og tíðni þeirra.

4. Makanum líður illa í vinnunni

Ef um er að ræða kulnun vegna starfs þá gætu einkennin verið að makinn er æ meira gagnrýninn á vinnuna, óskipulagðari og skilar minnu af sér. Hann kennir vinnuálagi um eða erfiðum yfirmönnum.

5. Persónuleikabreytingar

Taktu eftir því hvort persónuleikinn sé sá sami á milli ára. Kannski var makinn alltaf jákvæður en talar nú meira á neikvæðum nótum, er pirraðri en venjulega og ekki spenntur fyrir framtíðinni. Þeir eru kannski að upplifa vonleysi enda getur kulnun vakið fram ýkt einkenni kvíða og þunglyndis. 

6. Vanrækja sig

Ef til vill tekurðu eftir því að makinn er farinn að hirða minna um sig. Hættur að fara í ræktina og sinnir lítt mataræðinu eða hlúir ekki að almennu hreinlæti. Þá gæti makinn farið að reiða sig meira á áfengi eða lyf sem hjálpartæki.

7. Forðast húsverk

Þegar við erum úrvinda þá getum við varla sinnt einföldustu verkum. Líkaminn er að spara alla orku til þess að lifa daginn af. Þeir sem eru í kulnun hafa varla getu til þess að gera neitt annað en það allra nauðsynlegasta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda