Áhrif breytingaskeiðsins á starfsframa

Um 72% þátttakenda, í könnun sem Halldóra Skúladóttir framkvæmdi, sögðu …
Um 72% þátttakenda, í könnun sem Halldóra Skúladóttir framkvæmdi, sögðu að einkenni breytingaskeiðsins hefðu neikvæð áhrif á líðan í vinnu. Kateryna Hliznitsova/Unsplash

Hall­dóra Skúla­dótt­ir, sjúkra­liði, markþjálfi og sér­fræðing­ur í fræðslu­stjórn­un, sér­hæf­ir sig í breyt­inga­skeiði kvenna og held­ur úti vefsíðunni Kvennaráð þar sem hún miðlar upp­lýs­ing­um frá sér­fræðing­um og veit­ir ráðgjöf til kvenna og fyr­ir­tækja um breyt­inga­skeiðið og líðan kvenna inni á vinnu­stöðum. 

„En ég er fyrst og fremst kona á miðju skeiði.“

Hall­dóra verður með er­indi á málþingi Líf styrkt­ar­fé­lags á morg­un, 12. mars, á Kjar­val. Málþing­inu er ætlað að vekja at­hygli á mik­il­vægi þess að kon­ur mæti í boðaðar krabba­meins­skoðanir og hvernig hægt er að stuðla að bættri kven­heilsu. Þar munu einnig taka til máls Dr. Birna G. Ásbjörns­dótt­ir, Sigrún Perla Böðvars­dótt­ir kven­sjúk­dóma­lækn­ir, Ásdís Ragna Ein­ars­dótt­ir, grasa­lækn­ir, Dr. Erla Björns­dótt­ir og Kol­brún Páls­dótt­ir kven­sjúk­dóma­lækn­ir.

Halldóra Skúladóttir heldur úti síðunni Kvennaráð sem stuðlar að upplýsingagjöf …
Hall­dóra Skúla­dótt­ir held­ur úti síðunni Kvennaráð sem stuðlar að upp­lýs­inga­gjöf og ráðgjöf til kvenna á breyt­inga­skeiðsaldri, sem og fyr­ir­tækja sem vilja taka meira til­lit til þeirra kvenna sem eru á þess­um erfiða tíma­bili í líf­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Niður­stöður slá­andi

Spurð seg­ir Hall­dóra að rann­sókn­ir um áhrif breyt­inga­skeiðs á vinnu­stöðum hafi að mestu verið fram­kvæmd­ar er­lend­is.

„Ég gerði könn­un í sept­em­ber á síðasta ári um viðfangs­efnið, þar sem voru um 1.100 þátt­tak­end­ur frá hinum ýmsu fyr­ir­tækj­um og niður­stöðurn­ar voru slá­andi.“

Um 72% þátt­tak­enda sögðu að ein­kenni breyt­inga­skeiðsins hefðu nei­kvæð áhrif á líðan í vinnu. Þá voru um 50% sem sögðu breyt­ing­ar hafa orðið á vinnu­til­hög­un sök­um breyt­inga­skeiðsins. Þær breyt­ing­ar fela m.a. í sér ein­fald­ari og ábyrgðam­inni vinnu, að ekki sé farið eft­ir stöðuhækk­un eða hrein­lega að láta af störf­um.

Þá vildi Hall­dóra einnig kanna áhrif breyt­inga­skeiðsins á aðra starfs­menn inni á vinnu­stöðum. Um 63% þátt­tak­enda sögðu ein­kenni breyt­inga­skeiðsins hjá öðrum sam­starfs­mönn­um hafa nei­kvæð áhrif á vinnustaðnum.

„Svo það er nokkuð ljóst að þetta er ekki bara einka­mál þess­ara kvenna.“ Breyt­inga­skeið kvenna hef­ur áhrif á sam­skipti, get­ur aukið álag á aðra starfs­menn, bitn­ar á verk­efna­stöðu og hef­ur áhrif á af­köst.

„Þessi niðurstaða hafði mest áhrif á mig,“ seg­ir Hall­dóra um keðju­verk­andi áhrif inni á vinnu­stöðum.

„Kon­ur detta út af vinnu­markaði til lengri eða skemmri tíma, safna þá ekki rétt­ind­um sem ýtir und­ir mun á rétt­ind­um þegar þær fara á eft­ir­laun, eða þetta svo­kallaða „retirement gap.“

„Konur eru oft um fertugt þegar þær finna að þær …
„Kon­ur eru oft um fer­tugt þegar þær finna að þær séu að keyra sig í þrot.“ Yichen Wang/​Unsplash

Horm­óna­breyt­ing­ar upp úr 35 ára aldri

Hall­dóra bend­ir á að kon­ur þurfi að huga að hugs­an­leg­um áhrif­um breyt­inga­skeiðsins fyrr en þær grun­ar.

„Leik­regl­urn­ar breyt­ast hjá okk­ur upp úr 35 ára. Á þeim aldri geta horm­óna­breyt­ing­ar byrjað þótt við tök­um ekki alltaf eft­ir þeim. Þá þurf­um við að byrja að huga bet­ur að okk­ur. Marg­ar kon­ur gera það ekki, þar er ég meðtal­in. Og það get­ur bara keyrt okk­ur í kaf og endað í kuln­un.“ 

Þá seg­ir Hall­dóra að tengsl eru á milli horm­óna­breyt­inga og kuln­un­ar, rann­sókn­ir sýni fram á það. „Kon­ur eru oft um fer­tugt þegar þær finna að þær séu að keyra sig í þrot.“

Fyrsta horm­ónið sem fell­ur hjá kon­um á breyt­inga­skeiðsaldri er prógesterón, en það horm­ón er vörn gegn streitu. „Þegar það er farið að minnka þá eig­um við erfiðara með að halda öll­um bolt­un­um á lofti.“

Viðfangs­efnið er víðfeðmt og það eru ekki ein­ung­is kon­urn­ar sem þurfa að huga að þess­um erfiða tíma.

Halldóra segir fyrirtækin þurfa að kafa dýpra og skoða betur …
Hall­dóra seg­ir fyr­ir­tæk­in þurfa að kafa dýpra og skoða bet­ur hvað þau geti gert til að koma til móts við kon­ur á breyt­inga­skeiðsaldri og aðra starfs­menn. Arlingt­on Rese­arch/​Unsplash

Vinnustaðir verði þátt­tak­end­ur

„Vinnustaðir verða að gera ráðstaf­an­ir fyr­ir heild­ar­upp­lif­un hjá sér,“ seg­ir Hall­dóra, en hún hef­ur haldið fyr­ir­lestra inni í fyr­ir­tækj­um síðan 2022 og finnst áhug­inn hafa auk­ist með tím­an­um. 

„Þó finnst mér vanta að fyr­ir­tæk­in haldi mál­inu til streitu svo þetta gleym­ist ekki. Það er eins og vanti þessa fram­halds­vinnu.“

Hall­dóra seg­ir fyr­ir­tæk­in þurfa að kafa dýpra og skoða bet­ur hvað þau geti gert til að koma til móts við kon­ur á breyt­inga­skeiðsaldri og aðra starfs­menn. Ekki sé ein lausn á reiðum hönd­um því hún geti verið mis­mun­andi eft­ir eðli starf­sem­inn­ar. 

„Vit­und­ar­vakn­ing­in er góð, en það vant­ar fram­haldið,“ seg­ir Hall­dóra og bæt­ir við að það geti verið gríðarleg­ur kostnaður fyr­ir fyr­ir­tæki að missa starfs­mann í veik­inda­leyfi, þar tap­ist jafn­vel margra ára reynsla og hug­vit.

Að lok­um bend­ir Hall­dóra á töl­ur frá Trygg­inga­stofn­un og Öryrkja­banda­lag­inu. Sam­kvæmt Trygg­inga­stofn­un er stefn­an að rann­saka af hverju stærsti hluti bótaþega á ör­orku­líf­eyri séu kon­ur á aldr­in­um 50 ára og eldri.

Í ör­orku­spá Öryrkja­banda­lags­ins seg­ir að lík­leg­ast sé að kon­ur á aldr­in­um fjöru­tíu og upp úr séu lík­leg­ast­ar til að enda á ör­orku­bót­um.

„Það er svo mik­il­vægt að við styðjum við kon­ur í gegn­um erfiðasta tím­ann sem nær jafn­vel yfir nokk­ur ár, þar til þær ná jafn­vægi. Þannig fáum við sterk­ari kon­ur þegar þær hafa kom­ist úr mesta öldu­gang­in­um. Það er lang­hag­stæðast fyr­ir alla.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda