Áhrif breytingaskeiðsins á starfsframa

Um 72% þátttakenda, í könnun sem Halldóra Skúladóttir framkvæmdi, sögðu …
Um 72% þátttakenda, í könnun sem Halldóra Skúladóttir framkvæmdi, sögðu að einkenni breytingaskeiðsins hefðu neikvæð áhrif á líðan í vinnu. Kateryna Hliznitsova/Unsplash

Hall­dóra Skúla­dótt­ir, sjúkra­liði, markþjálfi og sér­fræðing­ur í fræðslu­stjórn­un, sér­hæf­ir sig í breyt­inga­skeiði kvenna og held­ur úti vefsíðunni Kvennaráð þar sem hún miðlar upp­lýs­ing­um frá sér­fræðing­um og veit­ir ráðgjöf til kvenna og fyr­ir­tækja um breyt­inga­skeiðið og líðan kvenna inni á vinnu­stöðum. 

„En ég er fyrst og fremst kona á miðju skeiði.“

Hall­dóra verður með er­indi á málþingi Líf styrkt­ar­fé­lags á morg­un, 12. mars, á Kjar­val. Málþing­inu er ætlað að vekja at­hygli á mik­il­vægi þess að kon­ur mæti í boðaðar krabba­meins­skoðanir og hvernig hægt er að stuðla að bættri kven­heilsu. Þar munu einnig taka til máls Dr. Birna G. Ásbjörns­dótt­ir, Sigrún Perla Böðvars­dótt­ir kven­sjúk­dóma­lækn­ir, Ásdís Ragna Ein­ars­dótt­ir, grasa­lækn­ir, Dr. Erla Björns­dótt­ir og Kol­brún Páls­dótt­ir kven­sjúk­dóma­lækn­ir.

Halldóra Skúladóttir heldur úti síðunni Kvennaráð sem stuðlar að upplýsingagjöf …
Hall­dóra Skúla­dótt­ir held­ur úti síðunni Kvennaráð sem stuðlar að upp­lýs­inga­gjöf og ráðgjöf til kvenna á breyt­inga­skeiðsaldri, sem og fyr­ir­tækja sem vilja taka meira til­lit til þeirra kvenna sem eru á þess­um erfiða tíma­bili í líf­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Niður­stöður slá­andi

Spurð seg­ir Hall­dóra að rann­sókn­ir um áhrif breyt­inga­skeiðs á vinnu­stöðum hafi að mestu verið fram­kvæmd­ar er­lend­is.

„Ég gerði könn­un í sept­em­ber á síðasta ári um viðfangs­efnið, þar sem voru um 1.100 þátt­tak­end­ur frá hinum ýmsu fyr­ir­tækj­um og niður­stöðurn­ar voru slá­andi.“

Um 72% þátt­tak­enda sögðu að ein­kenni breyt­inga­skeiðsins hefðu nei­kvæð áhrif á líðan í vinnu. Þá voru um 50% sem sögðu breyt­ing­ar hafa orðið á vinnu­til­hög­un sök­um breyt­inga­skeiðsins. Þær breyt­ing­ar fela m.a. í sér ein­fald­ari og ábyrgðam­inni vinnu, að ekki sé farið eft­ir stöðuhækk­un eða hrein­lega að láta af störf­um.

Þá vildi Hall­dóra einnig kanna áhrif breyt­inga­skeiðsins á aðra starfs­menn inni á vinnu­stöðum. Um 63% þátt­tak­enda sögðu ein­kenni breyt­inga­skeiðsins hjá öðrum sam­starfs­mönn­um hafa nei­kvæð áhrif á vinnustaðnum.

„Svo það er nokkuð ljóst að þetta er ekki bara einka­mál þess­ara kvenna.“ Breyt­inga­skeið kvenna hef­ur áhrif á sam­skipti, get­ur aukið álag á aðra starfs­menn, bitn­ar á verk­efna­stöðu og hef­ur áhrif á af­köst.

„Þessi niðurstaða hafði mest áhrif á mig,“ seg­ir Hall­dóra um keðju­verk­andi áhrif inni á vinnu­stöðum.

„Kon­ur detta út af vinnu­markaði til lengri eða skemmri tíma, safna þá ekki rétt­ind­um sem ýtir und­ir mun á rétt­ind­um þegar þær fara á eft­ir­laun, eða þetta svo­kallaða „retirement gap.“

„Konur eru oft um fertugt þegar þær finna að þær …
„Kon­ur eru oft um fer­tugt þegar þær finna að þær séu að keyra sig í þrot.“ Yichen Wang/​Unsplash

Horm­óna­breyt­ing­ar upp úr 35 ára aldri

Hall­dóra bend­ir á að kon­ur þurfi að huga að hugs­an­leg­um áhrif­um breyt­inga­skeiðsins fyrr en þær grun­ar.

„Leik­regl­urn­ar breyt­ast hjá okk­ur upp úr 35 ára. Á þeim aldri geta horm­óna­breyt­ing­ar byrjað þótt við tök­um ekki alltaf eft­ir þeim. Þá þurf­um við að byrja að huga bet­ur að okk­ur. Marg­ar kon­ur gera það ekki, þar er ég meðtal­in. Og það get­ur bara keyrt okk­ur í kaf og endað í kuln­un.“ 

Þá seg­ir Hall­dóra að tengsl eru á milli horm­óna­breyt­inga og kuln­un­ar, rann­sókn­ir sýni fram á það. „Kon­ur eru oft um fer­tugt þegar þær finna að þær séu að keyra sig í þrot.“

Fyrsta horm­ónið sem fell­ur hjá kon­um á breyt­inga­skeiðsaldri er prógesterón, en það horm­ón er vörn gegn streitu. „Þegar það er farið að minnka þá eig­um við erfiðara með að halda öll­um bolt­un­um á lofti.“

Viðfangs­efnið er víðfeðmt og það eru ekki ein­ung­is kon­urn­ar sem þurfa að huga að þess­um erfiða tíma.

Halldóra segir fyrirtækin þurfa að kafa dýpra og skoða betur …
Hall­dóra seg­ir fyr­ir­tæk­in þurfa að kafa dýpra og skoða bet­ur hvað þau geti gert til að koma til móts við kon­ur á breyt­inga­skeiðsaldri og aðra starfs­menn. Arlingt­on Rese­arch/​Unsplash

Vinnustaðir verði þátt­tak­end­ur

„Vinnustaðir verða að gera ráðstaf­an­ir fyr­ir heild­ar­upp­lif­un hjá sér,“ seg­ir Hall­dóra, en hún hef­ur haldið fyr­ir­lestra inni í fyr­ir­tækj­um síðan 2022 og finnst áhug­inn hafa auk­ist með tím­an­um. 

„Þó finnst mér vanta að fyr­ir­tæk­in haldi mál­inu til streitu svo þetta gleym­ist ekki. Það er eins og vanti þessa fram­halds­vinnu.“

Hall­dóra seg­ir fyr­ir­tæk­in þurfa að kafa dýpra og skoða bet­ur hvað þau geti gert til að koma til móts við kon­ur á breyt­inga­skeiðsaldri og aðra starfs­menn. Ekki sé ein lausn á reiðum hönd­um því hún geti verið mis­mun­andi eft­ir eðli starf­sem­inn­ar. 

„Vit­und­ar­vakn­ing­in er góð, en það vant­ar fram­haldið,“ seg­ir Hall­dóra og bæt­ir við að það geti verið gríðarleg­ur kostnaður fyr­ir fyr­ir­tæki að missa starfs­mann í veik­inda­leyfi, þar tap­ist jafn­vel margra ára reynsla og hug­vit.

Að lok­um bend­ir Hall­dóra á töl­ur frá Trygg­inga­stofn­un og Öryrkja­banda­lag­inu. Sam­kvæmt Trygg­inga­stofn­un er stefn­an að rann­saka af hverju stærsti hluti bótaþega á ör­orku­líf­eyri séu kon­ur á aldr­in­um 50 ára og eldri.

Í ör­orku­spá Öryrkja­banda­lags­ins seg­ir að lík­leg­ast sé að kon­ur á aldr­in­um fjöru­tíu og upp úr séu lík­leg­ast­ar til að enda á ör­orku­bót­um.

„Það er svo mik­il­vægt að við styðjum við kon­ur í gegn­um erfiðasta tím­ann sem nær jafn­vel yfir nokk­ur ár, þar til þær ná jafn­vægi. Þannig fáum við sterk­ari kon­ur þegar þær hafa kom­ist úr mesta öldu­gang­in­um. Það er lang­hag­stæðast fyr­ir alla.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda