„Kolvetni eru bensínið sem líkaminn kýs“

Ragnhildur Þórðardóttir er kölluð Ragga nagli.
Ragnhildur Þórðardóttir er kölluð Ragga nagli.

Sál­fræðing­ur­inn og heilsug­úrú­inn Ragn­hild­ur Þórðardótt­ir, lands­mönn­um bet­ur þekkt sem Ragga nagli, fjall­ar um mik­il­vægi kol­vetna í nýj­asta pistli sín­um sem hún birti á Face­book-síðu sinni í gær­dag.

„Kol­vetni hjálpa þér eins og mis­kunn­sami sam­verj­inn“

„Kol­vetni hafa rang­lega verið stimpluð und­an­farna ára­tugi sem syn­ir Satans og dæt­ur Djöf­uls­ins og við átt­um að forðast eins og hóst­andi mann í flug­vél.

En þessi mýta get­ur nú dáið drottni sín­um fyr­ir fullt og allt.

Kol­vetni eru besti vin­ur AÐAL hjá þeim sem rífa í járn og vilja byggja kjöt á grind.

Kol­vetni hjálpa þér eins og mis­kunn­sami sam­verj­inn við að breyta lík­ams­sam­setn­ing­unni.

Minna af fitu og meira af vöðvum.

Hvernig þá?

Kol­vetni skor­in við nögl leiðir oft til lé­legr­ar frammistöðu á æf­ing­um.

Kol­vetni eru bens­ínið sem lík­am­inn kýs og þegar við gúll­um nóg af þeim þá get­um við gefið allt í botn á æf­ing­um.

Meiri ákefð þýðir meira af vöðvum.

Meira af vöðvum í lík­am­an­um þýðir breytt og bætt út­lit.

Auk­in frammistaða leiðir til betra og ung­legra horm­óna­kerf­is því vöðvar eru æsku­brunn­ur­inn sem við bergj­um af.

Þegar við hefl­um niður hita­ein­ing­ar úr kol­vetn­um verður auk­in vökv­asöfn­un í lík­am­an­um. Lík­lega vegna þess að fitu­frum­urn­ar draga í sig vökva í varn­ar­skyni. Sem þýðir að ásýnd­in verður jafn­vel verri en þegar fleiri hita­ein­ing­ar og meiri kol­vetni voru í par­tí­inu.

Þegar við hefl­um niður hita­ein­ing­ar úr kol­vetn­um verður auk­in vökv­asöfn­un í lík­am­an­um. Lík­lega vegna þess að fitu­frum­urn­ar draga í sig vökva í varn­ar­skyni. Sem þýðir að ásýnd­in verður jafn­vel verri en þegar fleiri hita­ein­ing­ar og meiri kol­vetni voru í partý­inu.

Aukn­ing á kol­vetn­um eyk­ur glýkógen í vöðvum. Orðið vetni í kol­vetni þýðir vatn. Kol­vetni binda vökva í lík­am­an­um. Því hærri glýkógenbirgðirn­ar í vöðvum, því meiri vökvi, þeir fá meiri fyll­ingu og auk­inn sam­drátt­ur, frammistaða og út­hald vöðvans eykst.

Þegar hita­ein­inga­neysla er á pari við mataræði spör­fugls sjá­um við aukn­ingu kort­isóls í lík­am­an­um sem leiðir til vökv­asöfn­un­ar, fitu­söfn­un­ar á kvið og mik­ill­ar þreytu, og bæld­ara ónæmis­kerf­is.

Þegar við keyr­um upp kol­vetni sjá­um við þessa hluti ganga til baka.

Ekk­ert keyr­ir kort­isól jafn hratt niður og kol­vetni eft­ir æf­ingu.

Við vilj­um hefja viðgerðarferli og pró­tín­mynd­un sem allra fyrst eft­ir æf­ingu svo vöðvarn­ir stækki og styrk­ist og við mæt­um með fít­onskraft í átök á næstu æf­ingu.

Eft­ir æf­ingu er pró­tín og hraðlos­andi kol­vetni besti vin­ur AÐAL.

Ein­föld kol­vetni skila sér hratt út í blóðrás, insúlínið fer upp í hæstu hæðir sem hjálp­ar til við að þrýsta pró­tíni á ógn­ar­hraða inn í hungraða vöðva sem eru eins og svamp­ar á þess­um tíma­punkti og soga það í sig. Þannig stuðlum við að pró­tín­mynd­un og viðgerð á vöðvun­um hefj­ist hratt og ör­ugg­lega til að þeir bæti sig fyr­ir næstu æf­ingu.

Mun þessi nálg­un virk­ar fyr­ir alla?

Nei ör­ugg­lega ekki, bara eins og með allt.

Ein stærð hent­ar ekki öll­um í mataræði.

En ef þú snæðir ör­eind­ir af kol­vetn­um og æfir sam­visku­sam­lega af krafti án þess að sjá snef­il af ár­angri, get­ur verið að meiri kol­vetni séu lyk­ill­inn þinn að ár­angri.

Prófaðu að kúpla inn meira af kart­öfl­um, hrís­grjón­um, kúskús, rót­argræn­meti, hrís­kök­um, haframjöli, byggi, og skoðaðu hvort þú haf­ir ekki meiri orku, sof­ir bet­ur, get­ir sett meira fútt í æf­ing­ar og jafn­ir þig hraðar.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda