Ættir þú að „hlífa“ þér við álagi með aldrinum?

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar skrifar um heilsurækt.
Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar skrifar um heilsurækt. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Ágústa John­son fram­kvæmda­stjóri Hreyf­ing­ar skrif­ar um vöðvamassa og vöðvatap í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi. Hver er gald­ur­inn á bak við góða heilsu þegar ald­ur­inn fær­ist yfir?

Ald­ur­inn er ekki óvin­ur okk­ar – frek­ar viðhorfið sem við höf­um til hans. Það eru for­rétt­indi að eiga af­mæli ár hvert og ekki sjálfsagt. Snilld­in er að við höf­um sjálf fjöl­margt um það að segja hvort okk­ur beri gæfa til að viðhalda orku okk­ar og lífsþrótti á síðari hluta æv­inn­ar. Þróun lækna­vís­inda og auk­in þekk­ing á lífs­stíl og heilsu hef­ur opnað okk­ur auk­in tæki­færi til að stuðla sjálf að lengra lífi, heil­brigðari ævi­ár­um og betri lífs­gæðum en áður. Við eig­um þess raun­veru­lega kost að eld­ast bet­ur en kyn­slóðin á und­an okk­ur, tak­ist okk­ur að taka meðvitaðar ákv­arðanir um lífs­stíl okk­ar og fram­fylgja þeim.

Það er spenn­andi og vald­efl­andi að fylgj­ast með rann­sókn­um og auk­inni þekk­ingu verða til um grund­vall­ar mik­il­vægi heil­brigðs lífs­stíls sem for­vörn gegn lífs­stíl­stengd­um sjúk­dóm­um og hve ótal margt við get­um sjálf gert til að bæta al­hliða heilsu okk­ar og líðan.

All­ir vita að hvers kyns heilsu­rækt hef­ur áhrif. En það hef­ur vakið at­hygli ný­verið að sí­fellt fleiri leiðandi sér­fræðing­ar á sviði heilsu leggja áherslu á styrkt­arþjálf­un sem lyk­ilþátt í lang­lífi og aukn­um lífs­gæðum á efri árum, sér í lagi með þyngd­um. Enn­frem­ur hef­ur and­leg seigla fengið meira pláss í umræðunni ásamt auðvitað því sí­gilda, sem aldrei er of oft kveðið, að inn­leiða í líf okk­ar hnit­miðaða hreyf­ing­ar- og nær­ingaráætl­un til að há­marka heilsu okk­ar alla ævi, ekki síst eft­ir miðjan ald­ur.

Vöðvamassi, lyk­ill­inn að orku, lífs­gæðum og lang­lífi

Vöðvatap er eitt stærsta vanda­málið sem fylg­ir hækk­andi aldri. Gabrielle Lyon, lækn­ir sem sér­hæf­ir sig í vöðvaeðlis­fræði og for­vörn­um gegn öldrun, seg­ir að við þurf­um að átta okk­ur á að með hækk­andi aldri rýrna vöðvar og þess vegna hætt­ir okk­ur til að safna á okk­ur auk­inni lík­ams­fitu en ekki öf­ugt. Minni vöðvamassi teng­ist enn­frem­ur auk­inni hættu á bein­brot­um, syk­ur­sýki, hjarta- og æðasjúk­dóm­um og jafn­vel heila­bil­un. Meira mitt­is­mál með hækk­andi aldri er alls ekki lög­mál ef mark­visst er hugað að því að viðhalda vöðvamassa lík­am­ans og vita­skuld vandað valið í mat og drykk. Á því leik­ur eng­inn vafi að til mik­ils er að vinna að taka reglu­lega og ræki­lega í lóðin.

Það er göm­ul mýta að þeir sem stunda lyft­ing­ar verði fljótt að vöðvafjalli og slík iðja sé ein­ung­is fyr­ir íþrótta­fólk. Sem bet­ur fer eru flest­ir bet­ur upp­lýst­ir í dag, þó und­ir­rituð verði því miður enn vör við að sum­ar kon­ur forðast þungu lóðin af þess­um sök­um. Reglu­leg styrkt­arþjálf­un með lóðum er grund­vall­ar­mál fyr­ir alla. Heils­u­sér­fræðing­ar um heim all­an sam­mæl­ast um að styrkt­arþjálf­un sé und­ir­staða heil­brigðrar öldrun­ar. Sýnt hef­ur verið fram á með óyggj­andi hætti að styrkt­arþjálf­un bæt­ir beinþéttni, eyk­ur efna­skipti og viðheld­ur hreyfigetu, sem skipt­ir sköp­um fyr­ir lífs­gæði á efri árum.

Gjarn­an hef­ur fólki verið ráðlagt að „hlífa“ sér við álagi með aldr­in­um, en sú nálg­un get­ur gert illt verra að mati Jor­d­an Shallow (The Muscle Doc) kírópraktor og sér­fræðings í þjálf­un­ar vís­ind­um, sem tal­ar um að ein helsta ástæða fyr­ir meiðslum á efri árum sé hreyf­ing­ar­leysi og skort­ur á styrkt­arþjálf­un. Hann legg­ur áherslu á að virkja lík­amann rétt með mark­vissri hreyf­ingu og forðast kyrr­setu að mestu.

Lík­am­inn er hannaður til að hreyfa sig, en hvað ger­um við flest? Sitj­um stór­an hluta dags við tölvu, í bíl eða í sóf­an­um. Með reglu­legri hreyf­ingu og æf­inga­áætl­un mun­um við bæta liðleika, jafn­vægi og styrk, sem allt stuðlar að því að lifa síðara ævi­skeiðið hraust­ari, hress­ari og án meiðsla. Það er aldrei of seint að byrja! Styrkt­ar- og jafn­væg­isæfing­ar hafa mik­il áhrif, jafn­vel hjá ein­stak­ling­um yfir 75 ára. Skyn­sam­legt er ávallt að leita ráðlegg­inga hjá fag­fólki og fá æf­inga­áætl­un sem er sér­sniðin að getu og þörf­um hvers og eins.

And­leg seigla og heilsu­sam­leg­ur lífs­stíll – lyk­ill að betri „seinni hálfleik“

Vita­skuld er það ekki aðeins lík­am­leg heilsa sem skipt­ir máli – and­leg seigla og já­kvætt viðhorf hafa einnig bein áhrif á lang­lífi. And­leg heilsa er ekki leng­ur feimn­is­mál. Áhuga­vert er að hlusta á sér­fræðinga á því sviði sem bera út sinn boðskap m.a. í ýms­um hlaðvörp­um og fyr­ir­lestr­um. Vís­inda­menn hafa kom­ist að því að heil­inn og lík­am­inn eru samof­in og ljóst er að streita, svefn­leysi og kvíði geta haft lík­am­leg áhrif á heilsu okk­ar. And­legri heilsu okk­ar ætt­um við að hlúa að með ýms­um hætti t.d. með því að rækta sterka fé­lags­leg tengsl, þjálfa hug­ann með ýms­um áskor­un­um, aldrei hætta að læra nýja hluti og viðhalda ávallt til­gangi í líf­inu. Það er marg sannað að reglu­leg hreyf­ing er ein öfl­ug­asta nátt­úru­lega meðferðin gegn þung­lyndi og kvíða, sem oft á tíðum eykst með aldri.

Hreyf­ing fyr­ir alla ald­urs­hópa – hvað virk­ar best?

Ekki reyna að telja þér trú um að þú sért of gam­all til að byrja því það er aldrei of seint.
Vel sam­sett­ar styrktaræf­ing­ar sem virkja marga vöðva­hópa í einu, skila mest­um ár­angri og þarf ekki að taka lang­an tíma að gera.

Hér er dæmi um áhrifa­rík­ar og ein­fald­ar grunnæf­ing­ar sem eru góð byrj­un:

  • Styrktaræf­ing­ar – 2-3x í viku, með áherslu á lyft­ur s.s. hné­beygj­ur, rétt­stöðulyftu og bekkpressu.
  • Liðleika- og jafn­væg­isþjálf­un – dag­leg­ar æf­ing­ar sem bæta hreyfigetu og koma í veg fyr­ir stíf­leika og meiðsli.
  • Þolþjálf­un fyr­ir hjarta- og æðakerfi – reglu­leg­ar göngu­ferðir eða létt skokk sem styrkja hjarta og lungu.
  • End­ur­heimt og svefn – næg­ur svefn og meðvitaðar end­ur­heimta aðferðir eins og djúpönd­un, teygj­ur og létt hreyf­ing.

Svefn og end­ur­heimt

Svefn er ein af und­ir­stöðum lang­líf­is. Skert­ur svefn teng­ist aukn­um bólg­um í lík­am­an­um, auk­inni hættu á hjarta­sjúk­dóm­um, offitu og and­leg­um veik­ind­um. Mælt er með því að for­gangsraða svefni, minnka skjá­tíma fyr­ir svefn og skapa góða rútínu sem styður góða næt­ur­hvíld.

Lyk­ill­inn að ár­angri – sjálf­bær­ar venj­ur sem end­ast

Þó okk­ur sé tamt að vilja stytta okk­ur leið í ýms­um verk­efn­um lífs­ins get­um við verið viss um að betri heilsa næst ekki með ”skyndi­lausn­um” held­ur dag­leg­um og staðföst­um venj­um. Til­einkaðu þér holl­ar venj­ur smám sam­an, allt tel­ur. Gakktu dag­lega í a.m.k. 15- 20 mín. Lyftu lóðum 2-3x sinn­um í viku, borðaðu óunna fæðu að mestu, gættu þess að fá nægi­legt prótein í fæðunni og gættu hófs í neyslu á sæt­ind­um og skyndi­bita. For­gangsraðaðu svefni og gefðu þér tíma fyr­ir slök­un og sam­veru með vin­um og fjöl­skyldu. Með tím­an­um verða þess­ar venj­ur sjálf­sagðar og þú munt upp­skera ávinn­ing­inn fljótt og njóta ríku­lega á efri árum.

Að lok­um

Mun­ur­inn á góðum og slæm­um efri árum ligg­ur sjaldn­ast í heppni. Margt bend­ir til þess að þyngst vegi þar okk­ar meðvituðu ákv­arðanir sem við tök­um á hverj­um degi, oft á dag. Með því að viðhalda vöðvamassa, æfa reglu­lega, setja svefn í for­gang, vanda mat­ar­venj­ur og rækta and­lega heilsu, get­um við lifað leng­ur og bet­ur en kyn­slóðirn­ar á und­an okk­ur. Ákvörðunin um að breyta, staðfest­an að gef­ast ekki upp og vilj­inn til að ganga skref­in er það sem mun skila þér ár­angr­in­um.

Það er aldrei of seint að byrja, og eft­ir engu að bíða. Taktu ákvörðun í dag að fjár­festa í eig­in framtíð og bættu við heil­brigðari ævi­ár­um í líf þitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda