Svona huga sérfræðingar að lifrarheilsu

Lifrin þolir ekki mikið magn áfengis. Sama hvernig áfengi.
Lifrin þolir ekki mikið magn áfengis. Sama hvernig áfengi. mbl.is/Colourbox

„Þetta er lík­lega þraut­seig­asta líf­færið í lík­am­an­um en við hugs­um ekki um vel­ferð þess fyrr en eitt­hvað fer úr­skeiðis,“ seg­ir Angad Dhillon, lækn­ir sem sér­hæf­ir sig í melt­ing­ar­kerf­inu í viðtali við The Styl­ist.

„Lifr­in er stöðugt að störf­um að vinna úr öllu því sem þú neyt­ir og fram­leiða mik­il­væg pró­tín og viðhalda efna­skipt­um lík­am­ans í lagi.

Ein­kenni lifr­ar­sjúk­dóma geta oft farið fram­hjá fólki. „Ef lifr­in verður stöðugt fyr­ir ein­hverj­um eitr­un­ar­áhrif­um yfir lang­an tíma þá nær hún ekki að bregðast við og veikist. Al­geng­asta or­sök lifra­sjúk­dóma er óhóf­leg áfeng­isneysla eða offita.“

„Þeir sem eru t.d. með skorpu­lif­ur vita ekki af því fyrr en of seint. Þá eru ein­kenn­in gula, vökv­asöfn­un í kviðar­holi eða fót­um og óút­skýrt vöðvatap.“

Ráðlegg­ing­ar frá sér­fræðing­um til að stuðla að lifr­ar­heilsu:

Hús­ráðin virka ekki

„Það að passa að borða áður en maður drekk­ur fullt af áfengi eða að drekka fullt af vatni fyr­ir svefn­inn get­ur kannski minnkað timb­ur­menni en þessi gömlu hús­ráð gera ekk­ert til þess að vernda lifr­ina. Ekk­ert get­ur dregið úr skaðsemi of mik­ill­ar drykkju. Þó maður geti kannski leyft sér að fara á fylle­rí endr­um og eins þá get­ur það reynst hættu­legt að gera það of oft.“

Byrj­ar hvern dag á kaffi­bolla

„Sum­ar rann­sókn­ir benda til þess að ein­hver tengsl séu á milli hóf­legr­ar kaffi­drykkju og minni lík­ur á skorpu­lif­ur,“ seg­ir Dr. Dhillon. „Það er lík­legt að andoxun­ar­efni í kaff­inu stuðli að heil­brigðri lif­ur. Þess vegna byrja ég alla morgna á kaffi­bolla.“

Drekk­ur aldrei tvo daga í röð

„Það er mik­il­vægt að leyfa tveim­ur til þrem­ur dög­um að líða á milli áfeng­is­drykkju svo að lifr­in fái tæki­færi til þess að jafna sig. Þetta minnk­ar lík­urn­ar á lang­tíma skaða.“

Áfengis­teg­und­in skipt­ir ekki öllu

„Það er auðvelt að halda að hreint vod­ka í sóda­vatn sé holl­ast fyr­ir lifr­ina frek­ar en sykraður kokteill eða bjór. En þetta er mýta. Það sem er skaðleg­ast lifr­inni er magn áfeng­is, hversu marg­ar ein­ing­ar af áfengi maður inn­byrðir og hversu oft. Ekki áfengis­teg­und­in. Drekktu bara það sem þú elsk­ar að drekka en hugaðu að magn­inu og tíðninni.“

Stattu upp 

„Það get­ur haft nei­kvæð áhrif á efna­skipti lík­am­ans ef maður sit­ur löng­um stund­um. Það er mik­il­vægt að minna sig á að standa upp og hreyfa sig. Því oft­ar því betra. Það er ekki bara gott fyr­ir stoðkerfið og alla al­menna heilsu held­ur líka lifr­ina.“

Forðast unn­in mat­væli

„Ég forðast unn­in mat­væli eins og kost­ur er. Það er í lagi endr­um og eins að borða óhollt en það besta fyr­ir lifr­ina er að borða óunn­inn mat alltaf þegar kost­ur gefst,“ seg­ir dr. Dhillon.

Huga að flór­unni

Rann­sókn­ir benda til þess að tengsl séu á milli góðrar flóru í melt­ing­ar­kerf­inu og lifr­ar­virkni. Það er því skyn­sam­legt að neyta fæðu sem stuðlar að góðum bakt­erí­um í melt­ing­unni. „Ég reyni að borða mikið af kimchi og kef­ir. Þá get­ur jafn­vel verið skyn­sam­legt að taka acidophilus töfl­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda