Sálfræðingurinn og kynlífsfræðingurinn Laura Lee, segir í pistli sínum á Body&Soul, eftirfarandi stellingar góðar fyrir konur. Sérstaklega þegar þær eru á vissum stað í tíðahringnum.
Þeir sem upplifa mikla uppþembu eða vindgang, annað hvort vegna tíðaverkja eða magavandamála vita að best sé að forðast allan beinan þrýsting á magasvæðið. Þess vegna er skeiðin mjög góð stelling í kynlífinu. Sú stelling hvetur til mjúkra hreyfinga og virkar slakandi. Þá er skeiðin talin góð stelling til þess að minnka hausverk.
Þetta er þegar konan er klofvega ofan á en snýr í burtu frá þeim sem er undir. Þessi stelling hlífir viðkvæmum brjóstum en sumar konur verða mjög aumar í brjóstunum í kringum blæðingar. Í þessari stellingu getur sá sem er undir ekki stolist til þess að grípa eða kreista brjóstin viðkvæmu.
Það léttir á túrverkjum með því að auka blóðflæði fyrir neðan kvið sem svo slakar á vöðvum. Þannig léttir á verkjum. Fullnægingar geta einnig minnkað túrverki. Gott er að velja þá stellingu sem auka líkur á fullnægingu. Margir mæla með trúboðastellingunni og halda fótunum á lofti t.d. með kodda til þess að minnka þrýsting á neðansvæðið.
Gott kynlíf leysir úr læðingi vellíðunarhormón líkamans sem hafa jákvæð áhrif á alla vöðva og liði líkamans. Sérfræðingar mæla með hundastellingunni en fyrir viðkvæma er gott að setja kodda undir hnéin.