Grenntist á offitulyfi og missti vini

Lucy Cavendish grenntist og vinirnir ygldu sig.
Lucy Cavendish grenntist og vinirnir ygldu sig. Skjáskot/Instagram

Lucy Ca­vend­ish, pistla­höf­und­ur The Daily Mail, seg­ist hafa misst vini sína þegar hún fór að grenn­ast.

„Um dag­inn var ég úti að borða með vin­konu þegar hún spurði allt í einu hvert rass­inn minn hefði farið. „Þú hef­ur grennst svo mikið. Ég held að þú sért orðin of grönn. Þú ætt­ir að hætta núna,“ sagði hún. Sjálf er vin­kon­an mjög grönn (hún not­ar bresku fata­stærðina 8 á meðan ég er kom­in í fata­stærð 12.). Ég hefði því átt að spyrja hana á móti hvort henni þætti hún sjálf vera of grönn. Já ég hef lést tölu­vert á sex mánuðum eða um 19 kg. En þar sem ég var mjög feit til að byrja með þá er ég enn mjög vel í hold­um. Vin­kona mín var kannski að vera vin­gjarn­leg en ég upp­lifði þetta sem gagn­rýni,“ seg­ir Ca­vend­ish.

Vin­irn­ir ollu von­brigðum

„Og það er það sem kom mér einna helst á óvart í þess­ari veg­ferð minni og olli mér tölu­verðum von­brigðum. Það hvernig vin­ir mín­ir brugðust við. Jafn­vel þótt þeir viti að ég er heil­brigðari og ham­ingju­sam­ari þá vilja þeir helst að ég þyng­ist aft­ur. Svo tek ég eft­ir því hvernig þau fylgj­ast stöðugt með því sem ég læt ofan í mig og eru sí­fellt að ota meiri mat að mér.

Sum­ir hafa gengið svo langt að fylla á disk­inn minn ein­hverju gríðar­magni af kart­öfl­um. Þetta gera þeir vin­irn­ir þrátt fyr­ir að vita að mag­inn minn hafi ekki pláss fyr­ir meira. Borði ég of mikið þá verð ég veik.

Þetta er næst­um eins og að vera um­kringd ölk­um þegar maður er sjálf­ur hætt­ur að drekka. Fólk með fíkni­sjúk­dóm lík­ar það ekki þegar maður breyt­ir um stefnu í neyslu sinni. Eitt sinn hætti ég tíma­bundið að drekka og einn vin­ur laumaði áfengi í drykk­inn minn. Á end­an­um hætti ég að segja frá því að ég væri hætt að drekka. Ég væri bara á bíl.

Sama gild­ir um mat. Ég hef oft grennst og þyngst á víxl en aldrei upp­lifað svona slæm viðbrögð. Ég held að það stafi af for­dóm­um í garð offitu­lyfs­ins sem ég tek. Það heit­ir Mounjaro og er svipað og Ozempic. Það hef­ur áhrif á los­un insúlí­ns og stýr­ir blóðsykr­in­um og minnk­ar mat­ar­lyst­ina.“

For­dóm­ar gagn­vart lyfj­um

„Eina viðtekna leiðin til að grenn­ast er að hreyfa sig mikið og líma munn­inn sam­an. Ég hef reynt alla kúra og þyng­ist bara aft­ur jafnóðum. Það ríkja mikl­ir for­dóm­ar gagn­vart lyfj­um og stuðar grannt fólk sér­stak­lega mikið. Hvernig dirf­ast þeir að grenn­ast án þess að þurfa að hafa fyr­ir því? Hugs­ar granna fólkið.

Sum­ir hafa gengið svo langt og spurt hvort mér líði ekki eins og ég sé að svindla! En fólk bara get­ur ekki sett sig í mín spor. Og hvað það er mik­ill létt­ir að vera ekki stöðugt að hugsa um mat. Sum­um finnst líka eins og ég hafi svikið þá. Marg­ir vilja grenn­ast en þora ekki að taka lyf. Ég skil það en mín reynsla er góð. Svo líta marg­ir á þetta sem keppni og finna til gremju gagn­vart mér.

Verst er þegar fólk læt­ur eins og það taki ekki eft­ir því að ég hafi grennst. Það er mjög greini­legt og af­hverju ekki að minn­ast á það? Er það kurt­eisi? Kannski og kannski eru þau eitt­hvað ósátt. Eða er þetta öf­und?

Al­vöru áskor­un að hefjast

„Ég er að nálg­ast draumaþyngd­ina og þá hefst al­vöru áskor­un­in. Að viðhalda þyngd­inni án lyfj­anna. Marg­ar kon­ur kjósa að vera á litl­um skammti til þess að viðhalda þyngd­inni en lækn­ir­inn tel­ur að ég muni ekki þyngj­ast því að mag­inn hef­ur skroppið sam­an og ég er ekki að fylla disk­ana mína af mat. Ég er líka að vona að heil­inn hugsi öðru­vísi um mat en ég er ekki al­veg sann­færð.“

„Ég er mun viðkvæm­ari fyr­ir þyngd­inni þegar ég lít í speg­il. Áður var ég bara mjúk kona en nú tek ég eft­ir hverju grammi. Ég held að ég muni vera meira á varðbergi ef ég fer að fitna og fer þá bara aft­ur að taka inn lyfið. Ég vona bara að vin­irn­ir láti sig ekki al­veg hverfa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda