Sérfræðingar vara við nýrnabilun vegna fylliefna

Þetta er ekki sama konan, þetta er ekki gervigreind, þetta …
Þetta er ekki sama konan, þetta er ekki gervigreind, þetta eru fylliefni. Gabby Dawn Allen, Nicole Samuel og Harriett Mae Blackmore hafa allar tekið þátt í raunveruleikaþáttunum Love Island. Samsett mynd/Instagram

Sér­fræðing­ar lýsa yfir áhyggj­um sín­um vegna lítt þekktra fylgi­kvilla af vin­sæl­um fylli­efn­um. Þúsund­ir kvenna flykkj­ast inn á snyrti­stof­ur ár­lega til að láta eyða fín­um lín­um, mýkja and­lits­lín­ur og viðhalda eða bæta fyll­ingu í and­litið, eins og var­ir og kinn­ar.

Tísku­fyr­ir­brigðið er að ein­hverju leyti drifið áfram af áhrifa­völd­um og raun­veru­leika­sjón­varpi, eins og þátt­un­um Love Is­land. Þetta kem­ur fram á Daily Mail.

Fylli­efni í vör­um eru svo vin­sæl meðal þátt­tak­enda í Love Is­land að upp­blásn­ar var­ir hafa fengið nafnið Love Is­land-var­ir.

Love Island-varir.
Love Is­land-var­ir. Sam Mog­hadam/​Usplash

Það skipt­ir máli hver spraut­ar fylli­efn­um

Nú hafa banda­rísk­ir vís­inda­menn upp­götvað að fylli­efni geta valdið ban­væn­um bólg­um í nýr­um. Slík­ur fylgi­kvilli er sagður sjald­gæf­ur og „lítt þekkt­ur“ og hef­ur ein­ung­is verið skjalfest­ur í ör­fá­um lækn­is­fræðileg­um skýrsl­um.

Rann­sókn­in leiddi í ljós að nýrna­vanda­mál hafa orðið a.m.k þrem­ur ein­stak­ling­um með fylli­efni að ald­ur­tila og gætu fylgi­kvill­arn­ir komið fram á þrem­ur klukku­stund­um eft­ir að fylli­efn­inu er sprautað und­ir húð.

Dr. August­in Posso frá Har­vard-há­skóla kynnti niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar á árs­fundi American Society for Aesthetic Plastic Sur­gery í Aust­in, Texas. Hann sagði að „óhugn­an­leg­ur“ fjöldi leyf­is­lausra „sér­fræðinga“ sem fram­kvæma fylli­efnaaðgerðir hafi aukið veru­lega á hætt­una á nýrna­vanda­mál­um.

Fylliefni geta valdið banvænum bólgum í nýrum.
Fylli­efni geta valdið ban­væn­um bólg­um í nýr­um. Di­ana Polek­hina/​Usplash

„Þetta und­ir­strik­ar þörf­ina á ströng­um regl­um og fræðslu til að tryggja að fegr­un­araðgerðir séu fram­kvæmd­ar af hæfu fag­fólki.“

Áhyggj­ur vegna þessa juk­ust veru­lega eft­ir að fimm barna móðir lést eft­ir að fylli­efni hafði verið sprautað í rasskinn­arn­ar á henni. Hin 33 ára Alice Webb er sögð hafa fengið meðferð hjá sjálf­skipuðum fylli­efnasnyrti­fræðingi, Jor­d­an Par­ker, einnig þekkt­um sem The Lip King, áður en hún lést í sept­em­ber.

Skurðlæknar vara við aukningu yngri kvenna sem þurfa að fara …
Skurðlækn­ar vara við aukn­ingu yngri kvenna sem þurfa að fara í and­lits­lyft­ingu með skurðaðgerð vegna þess að út­lit þeirra hef­ur verið eyðilagt eft­ir margra ára meðferðir með fylli­efn­um. Olga Konon­en­ko/​Unsplash

And­lits­lyft­ing með skurðaðgerð vegna fylli­efna

Rann­sak­end­ur komust að því að al­geng­asti fylgi­kvill­inn er lang­vinn­ur nýrna­sjúk­dóm­ur sem hafði áhrif á yfir helm­ing sjúk­linga í rann­sókn­inni. Nýrun missa getu til að sía úr­gangs­efni úr blóðinu sem leiðir til upp­söfn­un­ar eit­ur­efna svo sjúk­ling­ur­inn eigi erfiðara með að tæma þvag­blöðruna. 

Sum­ir sjúk­ling­ar þurfa að gang­ast und­ir skil­un, blóðhreins­andi meðferð, sem krefst nokk­urra sjúkra­hús­ferða á viku.

Niður­stöður sýndu að það tók nýrna­tengda fylgi­kvilla að meðaltali fimm ár að koma fram, en í einu til­viki var til­kynnt um þá aðeins þrem­ur klukku­stund­um eft­ir fylli­efnameðferð.

Er ekki hægt að líta í spegil og vera bara …
Er ekki hægt að líta í speg­il og vera bara sátt­ur? Elisa Photograp­hy/​Unsplash

„Til að nýrna­fylgi­kvill­ar verði þarf fylli­efnið að hafa kom­ist inn í og frá­sog­ast af lík­am­an­um, frek­ar en að sitja þar sem því var sprautað,“ seg­ir Dr. Nora Nu­g­ent, for­seti bresku lýta­lækna­sam­tak­anna. „Það gæti líka hafa inni­haldið viðbót­ar­efni sem gætu hugs­an­lega hafa skaðað nýrun.“

Breski lýta­lækn­ir­inn Pat­rick Mallucci seg­ir þetta því miður ger­ast á ódýr­ari enda markaðar­ins, þar sem ein­stak­ling­ar reyni að spara pen­inga.

Þá hafa sér­fræðing­ar einnig lýst yfir áhyggj­um þess efn­is að fylli­efni flytj­ist og fest­ist á svæðum í and­lit­inu árum eft­ir að þau áttu að leys­ast upp. Skurðlækn­ar vara við aukn­ingu yngri kvenna sem þurfa að fara í and­lits­lyft­ingu með skurðaðgerð vegna þess að út­lit þeirra hef­ur verið eyðilagt eft­ir margra ára meðferðir með fylli­efn­um.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda