„Ég vil einungis sjá fólk upplifa þessa litlu persónulegu sigra“

Finnur Orri Margeirsson og Indíana Nanna Jóhannsdóttir.
Finnur Orri Margeirsson og Indíana Nanna Jóhannsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Þegar blaðamaður sló á þráðinn til þjálf­ar­ans og meðeig­anda æf­inga­stöðvar­inn­ar GoMo­ve Ice­land í Kópa­vogi, Indíönu Nönnu Jó­hanns­dótt­ur, eft­ir há­degi á þriðju­dag var hún stödd í sínu nátt­úru­lega um­hverfi, ef svo má að orði kom­ast, í rækt­inni, að hita upp á hlaupa­brett­inu, en það mátti ekki heyra á rödd henn­ar. Hún var ekki móð og más­andi líkt og blaðamaður er eft­ir fimm mín­út­ur á hlaupa­brett­inu, held­ur hress og meira en til í smá spjall um æf­inga- og dek­ur­ferðir sem hún og eig­inmaður henn­ar, Finn­ur Orri Mar­geirs­son, standa fyr­ir dag­ana 4. til 6. apríl næst­kom­andi.

Indí­ana Nanna lýs­ir ferðunum sem full­kom­inni blöndu af hreyf­ingu og slök­un.

„Já, þetta er ynd­is­legt og virki­lega gott fyr­ir alla. Við erum með eina ferð sem er ein­ung­is ætluð kon­um og aðra sem er hugsuð fyr­ir pör og/​eða vina­hópa. Hugs­un­in með þess­um ferðum er að taka gott frí frá hvers­dags­leik­an­um, inn­an­lands, ekki langt frá höfuðborg­inni, og kúpla sig út, njóta slök­un­ar og koma end­ur­nærður til baka eft­ir dá­sam­lega dvöl í ein­stöku um­hverfi og góðum fé­lags­skap.“

Indíana Nanna býr yfir margra ára reynslu í þjálfun.
Indí­ana Nanna býr yfir margra ára reynslu í þjálf­un. Ljós­mynd/​Aðsend

Þátt­tak­end­ur mega bú­ast við ein­stakri upp­lif­un, fé­lags­legri teng­ingu og sér­stakri stemn­ingu, en bæði Indí­ana Nanna og Finn­ur Orri búa yfir mik­illi og fjöl­breyttri reynslu í þjálf­un.

„Þegar við byrjuðum að skipu­leggja dag­skrána þá var fyrsta hugs­un að þetta yrði að vera full­kom­in blanda af hreyf­ingu og slök­un. Við erum búin að sjóða sam­an al­veg frá­bæra dag­skrá sem inni­held­ur fjöl­breytt­ar styrkt­ar- og út­hald­sæfing­ar, aðlagaðar að hverj­um og ein­um, úti­veru, dek­ur, góm­sæt­ar máltíðir og fleira skemmti­legt.“

Hent­ar þetta byrj­end­um sem og lengra komn­um?

„Já, það er eitt­hvað í boði fyr­ir alla. Ég sem þjálf­ari til margra ára hef sér­hæft mig í að styrkja sjálfs­traust hjá iðkend­un­um mín­um og ávallt hvatt alla til að gera eins vel og þeir geta. Ég ætl­ast ekki til neins ann­ars. Ég vil ein­ung­is sjá fólk upp­lifa þessa litlu per­sónu­legu sigra.“

Hvert er ferðinni heitið?

„Við för­um á Foss­hót­el Reyk­holt í Borg­ar­f­irði, það er heimsklassa staður og full­kom­inn fyr­ir ferð af þess­um toga. Þarna er auðvelt að kúpla sig út og bara njóta.“

Af hverju var Foss­hót­el Reyk­holt fyr­ir val­inu?

„Spa-ið fyrst og fremst er æðis­legt, engu öðru líkt, og þarna er líka bara margt í boði, gott úti­svæði, heit­ir og kald­ir pott­ar, þurrgufa, ró­legt svæði sem er punkt­ur­inn yfir i-ið í svona ferð. Aðstaðan og and­rúms­loftið þarna er bara full­komið, það verður eng­inn svik­inn, ég lofa því.”

Indíana Nanna hélt sams konar námskeið á Fosshótel Reykholti seint …
Indí­ana Nanna hélt sams kon­ar nám­skeið á Foss­hót­el Reyk­holti seint á síðasta ári sem heppnaðist ein­stak­lega vel. Ljós­mynd/​Aðsend

Blaðamaður for­vitnaðist aðeins í lok­in um hvað sé að ger­ast í heilsu­rækt­ar­heim­in­um núna.

„Gleði og að til­heyra hvetj­andi sam­fé­lagi eða hóp er alltaf stór, ef ekki stærsti, þátt­ur­inn í að fólk hald­ist í hreyf­ingu. Ég er líka ánægð með aukna umræðu og vit­und­ar­vakn­ingu um mik­il­vægi styrkt­arþjálf­un­ar, sér­stak­lega fyr­ir kon­ur. Það er auðvitað alltaf dá­sam­legt að fara í göngu­túra en mik­il­vægi styrkt­arþjálf­un­ar er nú al­gjör­lega sannað og mér finnst alltaf fleiri og fleiri vera meðvitaðir um það, sem er auðvitað frá­bært!’’

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda