Söfnunarárátta oft tengd miklum áföllum

Söfnunarárátta er skilgreind klínískt sem þrálátt erfiði við að losa …
Söfnunarárátta er skilgreind klínískt sem þrálátt erfiði við að losa sig við hluti eða skilja við eigur vegna eigin hugmynda um að þurfa að geyma. Mick Haupt/Unsplash

Áföll sem fela í sér missi geta leitt til söfnunaráráttu sem felur í sér örvæntingu til að halda í eitthvað, skrifar Suzanne B. Phillips, dr. í sálfræði, í nýrri grein á Psychology Today.

Söfnunarárátta er skilgreind klínískt sem þrálátt erfiði við að losa sig við hluti eða skilja við eigur vegna eigin hugmynda um að þurfa að geyma. Tilraunir til að skilja við eigur skapa vanlíðan og leiða af sér ákvarðanir um að bjarga hlutunum.

Það sem minna er vitað um er orsökin fyrir því af hverju fólk hafi söfnunaráráttu.

Fyrir 2013 var söfnunarárátta talin undirtegund áráttu-þráhyggjuröskunar (OCD). Þótt hún sé enn talin skyld röskun er hún frábrugðin OCD að því leyti að hamstrarar hafa ekki uppáþrengjandi, endurteknar hugsanir í ætt við OCD. Það sem einkennir söfnunaráráttu eru erfiðleikar við að sleppa taki á eigum, óhófleg öflun nýrra hluta og vanhæfni til að koma í veg fyrir óreiðu.

Fyrir 2013 var söfnunarárátta talin undirtegund áráttu-þráhyggjuröskunar (OCD).
Fyrir 2013 var söfnunarárátta talin undirtegund áráttu-þráhyggjuröskunar (OCD). Alexander Schimmeck/Unsplash

Hvað ef söfnunaráráttu megi rekja til áfalls?

Niðurstöður úr rannsókn sem var birt í Journal of Anxiety Disorders eftir Landau, Lervolino og fleiri (2011) sýna að söfnunarárátta er aðskilin röskun frá OCD sem stafar af reynslu af áföllum og streituvaldandi atburðum í lífinu. 

Vísindamennirnir Cromer, KR, Schmidt NB og Murphy DL (2007) skoðuðu áföll í tengslum við söfnunaráráttu og komust að því að einstaklingar með OCD og söfnunaráráttu voru 24% líklegri til að hafa greint frá a.m.k einu áfalli á lífsleiðinni. Einstaklingar með söfnunaráráttu og sem lent höfðu í áfalli voru með enn sterkari einkenni áráttunnar en þeir sem sögðust ekki hafa lent í neinu áfalli.

Í rannsókn á söfnunaráráttu og tengslum hennar við atburði í lífinu komust Tolin, DF, Meunier, Frost, ROI, Steketee og G. (2010) að því að streita og áföll voru algeng í kjölfar breytinga í samböndum og að ofbeldi í samböndum hafði sterka tengingu við tímabil í lífi fólks þar sem það hamstraði hlutum og einkenni söfnunaráráttu versnuðu.

Ofbeldi í samböndum hafði sterka tengingu við tímabil í lífi …
Ofbeldi í samböndum hafði sterka tengingu við tímabil í lífi fólks þar sem það hamstraði hlutum og einkenni söfnunaráráttu versnuðu. Alexander Schimmeck/Unsplash

Söfnunarárátta sem vanvirk lausn við áfalli

Áföll fela alltaf í sér missi, líkt og dr. Phillips greinir frá og bendir hún á að söfnunarárátta komi inn til að vega á móti skyndilegu tjóni. 

„Til að endurspegla persónulegan missi safnar fólk oft hlutum sem hafa mikilvæga tilfinningalega þýðingu, minningum um hamingjusamari tíma, ástkært fólk og gæludýr. Þannig hefur jafnvel mannlegri tengingu verið skipt út fyrir hluti.“

Hlutir skapi jafnvel öryggistilfinningu sem gæti virkað sterkari en tengsl við annað fólk.

„Þeir sem hafa söfnunaráráttu reyna oft árangurslaust að ná stjórn. Þeir geta ekki stjórnað daglegum athöfnum, fresta hlutum eða verða uppteknir við hluti sem skipta engu máli í stóra samhenginu. Þeir eiga í erfiðleikum með að taka ákvarðanir vegna ótta um að þær séu mistök eða valdi tapi á einhverju sem hefði getað orðið.“

Að lokum segir dr. Phillips að með því að skilja betur margbreytileika fólks er hægt að færast nær því að skilja hegðunina bak við söfnunaráráttu og þannig geta vinir og ættingjar tekið skref í áttina að þeim sem ekki geta stigið á móti. 

„Til að endurspegla persónulegan missi safnar fólk oft hlutum sem …
„Til að endurspegla persónulegan missi safnar fólk oft hlutum sem hafa mikilvæga tilfinningalega þýðingu, minningum um hamingjusamari tíma, ástkært fólk og gæludýr. Þannig hefur jafnvel mannlegri tengingu verið skipt út fyrir hluti.“ Lucia Sorrentino/Unsplash

Psychology Today

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda