Söfnunarárátta oft tengd miklum áföllum

Söfnunarárátta er skilgreind klínískt sem þrálátt erfiði við að losa …
Söfnunarárátta er skilgreind klínískt sem þrálátt erfiði við að losa sig við hluti eða skilja við eigur vegna eigin hugmynda um að þurfa að geyma. Mick Haupt/Unsplash

Áföll sem fela í sér missi geta leitt til söfn­un­ar­áráttu sem fel­ur í sér ör­vænt­ingu til að halda í eitt­hvað, skrif­ar Suz­anne B. Phillips, dr. í sál­fræði, í nýrri grein á Psychology Today.

Söfn­un­ar­árátta er skil­greind klín­ískt sem þrálátt erfiði við að losa sig við hluti eða skilja við eig­ur vegna eig­in hug­mynda um að þurfa að geyma. Til­raun­ir til að skilja við eig­ur skapa van­líðan og leiða af sér ákv­arðanir um að bjarga hlut­un­um.

Það sem minna er vitað um er or­sök­in fyr­ir því af hverju fólk hafi söfn­un­ar­áráttu.

Fyr­ir 2013 var söfn­un­ar­árátta tal­in und­ir­teg­und áráttu-þrá­hyggjurösk­un­ar (OCD). Þótt hún sé enn tal­in skyld rösk­un er hún frá­brugðin OCD að því leyti að hamstr­ar­ar hafa ekki uppáþrengj­andi, end­ur­tekn­ar hugs­an­ir í ætt við OCD. Það sem ein­kenn­ir söfn­un­ar­áráttu eru erfiðleik­ar við að sleppa taki á eig­um, óhóf­leg öfl­un nýrra hluta og van­hæfni til að koma í veg fyr­ir óreiðu.

Fyrir 2013 var söfnunarárátta talin undirtegund áráttu-þráhyggjuröskunar (OCD).
Fyr­ir 2013 var söfn­un­ar­árátta tal­in und­ir­teg­und áráttu-þrá­hyggjurösk­un­ar (OCD). Al­ex­and­er Schimmeck/​Unsplash

Hvað ef söfn­un­ar­áráttu megi rekja til áfalls?

Niður­stöður úr rann­sókn sem var birt í Journal of Anx­iety Disor­ders eft­ir Landau, Lervolino og fleiri (2011) sýna að söfn­un­ar­árátta er aðskil­in rösk­un frá OCD sem staf­ar af reynslu af áföll­um og streitu­vald­andi at­b­urðum í líf­inu. 

Vís­inda­menn­irn­ir Cromer, KR, Schmidt NB og Murp­hy DL (2007) skoðuðu áföll í tengsl­um við söfn­un­ar­áráttu og komust að því að ein­stak­ling­ar með OCD og söfn­un­ar­áráttu voru 24% lík­legri til að hafa greint frá a.m.k einu áfalli á lífs­leiðinni. Ein­stak­ling­ar með söfn­un­ar­áráttu og sem lent höfðu í áfalli voru með enn sterk­ari ein­kenni árátt­unn­ar en þeir sem sögðust ekki hafa lent í neinu áfalli.

Í rann­sókn á söfn­un­ar­áráttu og tengsl­um henn­ar við at­b­urði í líf­inu komust Tol­in, DF, Meunier, Frost, ROI, Steketee og G. (2010) að því að streita og áföll voru al­geng í kjöl­far breyt­inga í sam­bönd­um og að of­beldi í sam­bönd­um hafði sterka teng­ingu við tíma­bil í lífi fólks þar sem það hamstraði hlut­um og ein­kenni söfn­un­ar­áráttu versnuðu.

Ofbeldi í samböndum hafði sterka tengingu við tímabil í lífi …
Of­beldi í sam­bönd­um hafði sterka teng­ingu við tíma­bil í lífi fólks þar sem það hamstraði hlut­um og ein­kenni söfn­un­ar­áráttu versnuðu. Al­ex­and­er Schimmeck/​Unsplash

Söfn­un­ar­árátta sem van­virk lausn við áfalli

Áföll fela alltaf í sér missi, líkt og dr. Phillips grein­ir frá og bend­ir hún á að söfn­un­ar­árátta komi inn til að vega á móti skyndi­legu tjóni. 

„Til að end­ur­spegla per­sónu­leg­an missi safn­ar fólk oft hlut­um sem hafa mik­il­væga til­finn­inga­lega þýðingu, minn­ing­um um ham­ingju­sam­ari tíma, ástkært fólk og gælu­dýr. Þannig hef­ur jafn­vel mann­legri teng­ingu verið skipt út fyr­ir hluti.“

Hlut­ir skapi jafn­vel ör­ygg­is­til­finn­ingu sem gæti virkað sterk­ari en tengsl við annað fólk.

„Þeir sem hafa söfn­un­ar­áráttu reyna oft ár­ang­urs­laust að ná stjórn. Þeir geta ekki stjórnað dag­leg­um at­höfn­um, fresta hlut­um eða verða upp­tekn­ir við hluti sem skipta engu máli í stóra sam­heng­inu. Þeir eiga í erfiðleik­um með að taka ákv­arðanir vegna ótta um að þær séu mis­tök eða valdi tapi á ein­hverju sem hefði getað orðið.“

Að lok­um seg­ir dr. Phillips að með því að skilja bet­ur marg­breyti­leika fólks er hægt að fær­ast nær því að skilja hegðun­ina bak við söfn­un­ar­áráttu og þannig geta vin­ir og ætt­ingj­ar tekið skref í átt­ina að þeim sem ekki geta stigið á móti. 

„Til að endurspegla persónulegan missi safnar fólk oft hlutum sem …
„Til að end­ur­spegla per­sónu­leg­an missi safn­ar fólk oft hlut­um sem hafa mik­il­væga til­finn­inga­lega þýðingu, minn­ing­um um ham­ingju­sam­ari tíma, ástkært fólk og gælu­dýr. Þannig hef­ur jafn­vel mann­legri teng­ingu verið skipt út fyr­ir hluti.“ Lucia Sor­rent­ino/​Unsplash

Psychology Today

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda