„Draumastarfið gerði mig að alka“

Dorothy Herson þurfti að endurhugsa starfsval sitt.
Dorothy Herson þurfti að endurhugsa starfsval sitt. Skjáskot/Instagram

Dorot­hy Her­son seg­ist hafa orðið háð áfengi eft­ir að hafa landað drauma­starf­inu. Þetta kem­ur fram í pistli henn­ar í The Daily Mail. 

„Þetta var um miðja nótt þegar ég áttaði mig á að mér var ekki ætlað að vera fyr­ir­tækjalög­fræðing­ur. Ég var í vinn­unni og stjörf yfir ein­hverju excel skjali. Ég var hætt að sofa, vann fram á nótt og með hnút í mag­an­um af kaffi­drykkju og streitu­horm­ón­um. Frammi heyrði ég í starfsnema að gubba í kló­settið. Ég var búin að vinna 50 klukku­stund­ir og það var bara miðviku­dag­ur,“ seg­ir Her­son.

„Venju­lega fór ég heim um fjög­ur að morgni. Svaf í þrjá tíma og mætti svo aft­ur til vinnu. Kaffi og Adder­al fyr­ir há­degi og Beta blocker­ar eft­ir há­degi. Svo tók ég inn Xan­ax sem kvíðastill­andi sem og áfengi. Fyr­ir svefn­inn tók ég svefn­töfl­ur til þess að ná að sofna al­menni­lega.“

„Þetta var líf sem ég hafði und­ir­búið mig fyr­ir í fleiri ár og nú var ég að leita leiða til þess að losna. Þetta var eitt­hvað sem ég hafði þráð svo lengi. Ég var háð dópa­mín sæl­unni sem fór um mann þegar maður náði ár­angri í vinn­unni. Að vera best. Ég þráði viður­kenn­ingu og ég fékk hana. Eft­ir allt puðið var ég kom­in í há­launa starf.“

„En þegar þangað var komið þá var ég allt í einu um­kringd fólki sem vann leng­ur og lagði harðar að sér en ég átti að venj­ast. Virði manns miðast út frá þeim tím­um sem maður get­ur rukkað. Þetta var kapp­hlaup sem eng­inn gat unnið. Ég hætti að sofa og lifði á orku­drykkj­um. Ég fór að gera mis­tök og svo komu pill­urn­ar.“

„Ég get ekki kennt nein­um öðrum um en sjálfri mér. Eng­inn rétti mér pill­ur og vod­ka. Ég gerði þetta sjálf til þess að ná ár­angri. Ég hafði meðtekið ákveðna vinnu­menn­ingu þar sem virði manns ræðst út frá fram­legð og það var aðeins hægt að ná þeim af­köst­um með því að vaka og reyna að gera eng­in mis­tök.“

„Ein jól­in borðaði ég ekk­ert held­ur drakk eina freyðivíns­flösku, tók svefn­pill­ur og datt út í sól­ar­hring. Ég hafði misst allt og lifði á sparnaði mín­um. Svo sagði ein sem ég bjó hjá mér frá því að hún væri í tólfspora kerf­inu og ég varð for­vit­in. Ég lét til leiðast tveim­ur mánuðum síðar en viður­kenni að ég varð ekki edrú strax. Þetta tók tíma. Nú er ég 32 ára og hef lært að ég þarf ekki að lifa hátt eða sanna mig til þess að mega vera til.“

„Nú hef ég skrifað bók um reynslu mína og vinn með ungu fólki sem á erfitt með að fóta sig í líf­inu og á við and­leg veik­indi að stríða.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda