„Ertu bú­inn að skella þér í tunn­una?“

„Infrarautt“ er mér mjög hugleikið þessa dagana; infrarautt jóga, infrarauðir …
„Infrarautt“ er mér mjög hugleikið þessa dagana; infrarautt jóga, infrarauðir fitnesstímar, infrarauð sána … Samsett mynd/Árni Sæberg/HUUM

Það er vand­lifað nú til dags og ef það á að heita „að vera maður með mönn­um“ þá er eins gott að stunda – alla­vega prófa – nýj­ung­arn­ar með mikl­um eld­móð, a.m.k er hægt að selja sér þá hug­mynd.

„Infrar­autt“ er mér mjög hug­leikið þessa dag­ana; infrar­autt jóga, infrar­auðir fit­n­ess­tím­ar, infrar­auð sána … Og er ég viss um að infrar­autt „virki“, ég bara finn það, eða kannski er ímynd­un­ar­aflið að taka þátt í tísk­unni?

Und­ir­rituð hef­ur stundað sund­laug­arn­ar frá því að hún man eft­ir sér og hef­ur prófað þær ófá­ar. All­ar nýj­ung­ar eru spenn­andi. Þegar köldu plast­kör­in spruttu upp hvert af öðru á sund­laug­ar­bakk­an­um var um að gera að dýfa sér ofan í eft­ir góðan sund­sprett.

Nú eru það infrar­auðu sán­urn­ar sem eru ómiss­andi og þá er eins gott að gleyma ekki auka hand­klæði til að setj­ast á – það er regla.

Þvílíkur unaður.
Því­lík­ur unaður. CRYSTALWEED canna­bis/​Unsplash

Og ég komst að því í heita pott­in­um að infrar­auði sánu­klef­inn í ónefndri sund­laug er kallaður „tunn­an“, enda er klef­inn hannaður eins og risa bjórt­unna.

„Ertu bú­inn að skella þér í tunn­una?“ spurði maður næsta mann í pott­in­um. „Nei, ég veit ekki hvort ég fari núna, kannski kíki ég á eft­ir,“ sem hljóm­ar nokk­urn veg­inn eins og að kíkja á bar­inn.

Kona kom gang­andi út úr tunn­unni. „Hvernig er tunn­an í dag?“ spurði pottamaður­inn glaður í bragði. „Jú, hún var ágæt en svaka­lega heit.“ Sán­an er víst svo mis­heit. Samt hafði frúnni tek­ist að snúa stundaglas­inu við tvisvar sinn­um.

Án djóks, ég hlustaði af at­hygli.

Sund og sána er allra meina bót.
Sund og sána er allra meina bót. J. Balla Photograp­hy/​Unsplash

Og sér­fræðing­arn­ir tjá sig

Ég rakst á frænku mína í sundi um dag­inn og ákvað að draga hana með mér í infrar­auðu sán­una. Ég lofaði virkni sán­unn­ar í há­stert – af því bara – á meðan við geng­um að tunn­unni.

Ein­hverra hluta vegna eru þess­ir infrar­auðu sána­klef­ar eins og atóm á stærð og oft ansi þétt setn­ir, eins og þarna þegar við kíkt­um inn og sáum að aðeins yrði pláss fyr­ir einn aft­ur­enda í viðbót.

„Far þú bara,“ sagði hún við mig með skelf­ing­ar­svip.

„Er það? Ókei, sjá­umst síðar.“

Ég tróð mér inn. Það verður ein­hver vand­ræðaleg þögn þegar hálfnakt­ir lík­am­ar sitja sam­an í svo litlu og lokuðu rými. All­ir svitna sam­an og ég lagði mig alla fram við að snerta ekki lærið á næsta manni. Gest­ir sán­unn­ar horfðu í öng­um sín­um á stundaglasið og biðu eft­ir að síðasta kornið félli niður.

Ímyndaðu þér að ganga inn í eina svona tunnu.
Ímyndaðu þér að ganga inn í eina svona tunnu. Steve Wrzeszczynski/​Unsplash

Þegar það hafði gerst hélt ég að einn væri að standa upp til þess að yf­ir­gefa sán­una og myndi þar með skapa meira pláss fyr­ir okk­ur hin. En nei, hann stóð upp til að snúa stundaglas­inu aft­ur við, því hann ætlaði sér að sitja þarna eitt­hvað leng­ur.

Ætlar hann að drepa sig, hugsaði ég og spurði svo: „Hvað á þessi sána að gera?“ Því ég hrein­lega hef ekki hug­mynd um það og ég hef ekki kynnt mér það, en mér finnst al­veg ljúft að fara í hana.

„Minnka bólg­ur,“ svaraði einn laf­móður.

„Ég verð betri í hnján­um. Svo sef­ur maður bara svo vel,“ sagði hinn.

Í infrarauðri sánu þarf a.m.k ekki að skvetta vatni á …
Í infrar­auðri sánu þarf a.m.k ekki að skvetta vatni á stein­anna. HUUM/​Unsplash

Ann­ar sér­fræðing­ur minnt­ist á hve gott væri að fara í kalda pott­inn eft­ir sán­una og enn ann­ar sér­fræðing­ur­inn sagðist alltaf fara í kalda pott­inn á und­an sán­unni.

„Og hvað á maður að sitja lengi hérna?“ spurði ég, því eitt­hvað hafa töl­urn­ar verið á reiki.

Einn sagði fimmtán mín­út­ur, ann­ar átján, hinn sagðist alltaf sitja a.m.k. tutt­ugu mín­út­ur og yf­ir­sér­fræðing­ur­inn, sá sem stóð upp til að laga stundaglasið, sagði þrjá­tíu mín­út­ur.

Svona að end­ingu, skipt­ir það ein­hverju máli svo lengi sem mér finnst sán­an virka? Hug­ur­inn og ímynd­un­ar­aflið fleyta mér a.m.k. hálfa leið hvað virkn­ina varðar.

Í sánaklefinn eða „tunnunni“ er barist um hvert pláss.
Í sána­klef­inn eða „tunn­unni“ er bar­ist um hvert pláss. Dyl­an Mc­Leod/​Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda