Ristilkrabbamein eykst hjá ungu fólki

„Ef fólk greinist á snemmstigum, stigi eitt til þrjú, þá …
„Ef fólk greinist á snemmstigum, stigi eitt til þrjú, þá eru batahorfur mjög góðar eða yfir 70-80% læknast,“ segir Jórunn Atladóttir, kviðarholsskurðlæknir á Landspítalanum, en hún sérhæfir sig í ristil- og endaþarmsskurðlækninum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er klárt að alls staðar þar sem þetta hef­ur verið skoðað á síðustu tíu árum, bæði í lönd­un­um í kring­um okk­ur og í fjar­læg­ari lönd­um, er hlut­fall þeirra sem eru að grein­ast yngri en 55 ára mun hærra en það var.“ Þetta seg­ir Jór­unn Atla­dótt­ir, kviðar­hols­skurðlækn­ir á Land­spít­al­an­um, um nýj­ar vend­ing­ar í grein­ing­um á ristil­krabba­meini.

„Við vit­um að þetta er að ger­ast hér líka þótt við höf­um ekki al­veg skýr­ar töl­ur ennþá, en við erum að skoða það.“

Hlut­fallið úr 10% í 20% á fimmtán árum

Ristil­krabba­mein, eins og flest önn­ur krabba­mein, er sjúk­dóm­ur eldra fólks. Þá er sjald­gæft að fólk und­ir fimm­tugu grein­ist með sjúk­dóm­inn en eft­ir það fer grein­ing­in línu­lega upp á við. Það er enn þannig í dag, þótt um­tals­verðar breyt­ing­ar séu í grein­ingu á sjúk­dómn­um, að sögn Jór­unn­ar. 

„Fyr­ir fimmtán árum voru þeir sem greind­ust yngri en 55 ára 10% af heild­ar­grein­ing­um en árið 2019 var hlut­fallið komið í 20%, svo að einn af hverj­um fimm sem grein­ist er und­ir 55 ára.“

Aukn­ing­in er mest hjá z, x, og alda­móta­kyn­slóðinni, að sögn Jór­unn­ar og hún varp­ar upp þeirri spurn­ingu hvað muni ger­ast þegar kyn­slóðin, sem í dag er 55 ára og yngri, verður eldri.

Jórunn Atladóttir hér fyrir miðju, ásamt skurðhjúkrunarfræðingunum f.v. Maríu Sif …
Jór­unn Atla­dótt­ir hér fyr­ir miðju, ásamt skurðhjúkr­un­ar­fræðing­un­um f.v. Maríu Sif Ingimars­dótt­ur og Telmu Gló­ey Jóns­dótt­ur. Eggert Jó­hann­es­son

Spurð um or­sök aukn­ing­ar­inn­ar seg­ir Jór­unn enga aug­ljósa skýr­ingu til staðar. „Þeir sem hafa greinst ung­ir hafa verið með bólgu­sjúk­dóma í görn­um, eins og sár­aristils­bólgu, sem er ekk­ert mjög al­geng­ur sjúk­dóm­ur en engu að síður eyk­ur áhætt­una. Því er eins farið með erfðir. Hins veg­ar er þessi nýja aukn­ing hjá al­gjör­lega heil­brigðu fólki: Fólki í fullu fjöri, fólki sem er að hreyfa sig, fólki í venju­leg­um vinn­um.“

Hún bæt­ir við að helstu áhættuþætt­ir fyr­ir ristil­krabba­mein séu t.a.m neysla á unn­um kjötvör­um og rauðu kjöti, að borða lítið af trefja­ríku fæði, hreyf­ing­ar­leysi og offita. Sterk fylgni sé milli þess­ara þátta og ristil­krabba­meins. Þó sé ekki vitað að þess­ir áhættuþætt­ir séu til staðar hjá þess­um unga hópi sem nú grein­ist. Ein­hver breyt­ing hafi átt sér stað síðustu tíu til fimmtán árin sem eigi þátt í að fleira yngra fólk grein­ist með ristil­krabba­mein. 

Hún nefn­ir dæmi um breytt um­hverfi, all­ir séu með síma, mat­ur hef­ur breyst og það sé al­mennt meiri streita hjá fólki. 

Aukning í greiningum á ristilkrabbameini er mest hjá z, x, …
Aukn­ing í grein­ing­um á ristil­krabba­meini er mest hjá z, x, og alda­móta­kyn­slóðinni, að sögn Jór­unn­ar. Eggert Jó­hann­es­son

Breyt­ing­ar á heimsvísu

Helstu ein­kenni sjúk­dóms­ins eru blóð í hægðum, hægðabreyt­ing­ar, breyt­ing á mat­ar­lyst og þreyta vegna blóðleys­is. Nokkuð al­gengt er að fólk með ógreint ristil­krabba­mein haldi að það sé með gyll­inæð.

Of­an­greind aukn­ing hjá fólki yngra en 55 ára er ekki ein­ung­is á Vest­ur­lönd­um held­ur á heimsvísu.

„Í fyrstu var talið að þetta væri aðeins vest­ræni heim­ur­inn. En það virðist vera að hvar sem þetta hef­ur verið skoðað, jafn­vel í Asíu og lönd­um í Afr­íku, þá erum við að sjá þessa breyt­ingu þar líka.“

Jór­unn seg­ir að fylgj­andi aukn­ing­unni hafi leiðbein­ing­um í fag­fé­lög­um í lönd­un­um í kring verið breytt. Til að mynda í Banda­ríkj­un­um, þar sem áður var mælt með ristil­skimun fyr­ir 50 ára og eldri, hafa ald­urs­mörk­in verið færð niður í 45 ára. „Og þar er verið að ræða hvort eigi að færa mörk­in neðar, niður í 40 ára.“

„Fyrir fimmtán árum voru þeir sem greindust yngri en 55 …
„Fyr­ir fimmtán árum voru þeir sem greind­ust yngri en 55 ára 10% af heild­ar­grein­ing­um en árið 2019 var hlut­fallið komið í 20%. 2019 var hlut­fallið komið í 20%, svo að einn af hverj­um fimm sem grein­ist er und­ir 55 ára.“ Eggert Jó­hann­es­son

Hér­lend­is eru að fara í gang reglu­bundn­ar skiman­ir fyr­ir ristil­krabba­meini. Byrjað verður á ald­urs­hópn­um 60-69 ára, með hægðaprófi, að sögn Jór­unn­ar.

„Þegar skimun­in fer á fullt þá verða ein­stak­ling­ar, sem eru 50 ára, boðaðir í spegl­un.“

Sam­hæf­ing­ar­stöð krabba­meins­skim­ana mun halda utan um reglu­bundn­ar ristil­skiman­ir og stýra þeim. Hins veg­ar ít­rek­ar Jór­unn að fólk sem finni fyr­ir ein­kenn­um fyrr leiti til lækn­is.

„Sjúk­dóm­ur­inn vex al­veg hægt og get­ur tekið tíma í að þró­ast og dreifa sér.“

Jórunn segir umhverfið ansi breytt en orsakavaldar aukningar á ristilkrabbameini …
Jór­unn seg­ir um­hverfið ansi breytt en or­saka­vald­ar aukn­ing­ar á ristil­krabba­meini hjá ungu fólki eru óþekkt­ir. Hún nefn­ir þó dæmi um breytt um­hverfi, all­ir séu með síma, mat­ur hef­ur breyst og að það sé al­mennt meiri streita hjá fólki. Eggert Jó­hann­es­son

Meðferð, bata­horf­ur og dán­artíðni

Jór­unn út­skýr­ir að í flest­um til­fell­um fari fólk sem grein­ist í skurðaðgerð, stund­um í lyfja- eða geislameðferð. „Ef fólk grein­ist á snemm­stig­um, stigi eitt til þrjú, þá eru bata­horf­ur mjög góðar eða yfir 70-80% lækn­ast. Á stigi fjög­ur eru færri sem lækn­ast og því er mik­il­vægt að greina sjúk­dóm­inn fyrr.“

Hún árétt­ar að öll stig­in geti verið ein­kenna­laus.

„Þar sem ristil­krabba­mein get­ur verið arf­gengt er mælt með sér­stöku eft­ir­liti fyr­ir þá sem eiga fyrstu gráðu ætt­ingja sem hafa greinst með ristil­krabba­mein. Fyrstu gráðu ætt­ingj­ar telj­ast til barna, systkina og for­eldra. Ein­stak­ling­ar í þeim áhættu­hópi ættu að fara í ristil­spegl­un á fimm ára fresti. Ein­stak­ling­ar þurfa sjálf­ir að óska eft­ir slíku eft­ir­liti, það er ekki skipu­lagt sjálf­krafa eins og er. Og ef þú átt for­eldri sem hef­ur greinst þá á að fara í ristil­spegl­un við 40 ára ald­ur og svo aft­ur á fimm ára fresti. Og fyr­ir þá sem eru með enga sér­staka áhættuþætti er mælt með skimun á tíu ára fresti.“

Ristil­krabba­mein er ör­lítið al­geng­ara hjá körl­um en ann­ars er mjög lít­ill mun­ur á milli kynja. Heilt yfir er þessi teg­und krabba­meins sú þriðja al­geng­asta, að sögn Jór­unn­ar, og því meiri fjöldi sem deyr úr sjúk­dómn­um. 

„Rúm­lega 200 manns grein­ast á ári. Að meðaltali deyja rúm­lega 60 manns úr sjúk­dómn­um. Horf­urn­ar eru frek­ar góðar miðað við önn­ur krabba­mein en af því þetta er svo al­gengt þá er þetta frek­ar al­geng dánar­or­sök.“

Erfitt er að sýna fram á hvað valdi aukn­ingu í grein­ing­um á ristil­krabba­meini en Jór­unn ít­rek­ar mik­il­vægi þess að fólk sé meðvitaðra um þetta. „Bæði al­menn­ing­ur og við í lækna­sam­fé­lag­inu. Til dæm­is ef ein­hver kem­ur inn, 35 ára, og er með ein­kenni sem geta sam­rýmst ristil­krabba þá verðum við að rann­saka það. Í dag er það nefni­lega ekk­ert svo ólík­legt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda