Er hægt að fá ofnæmi fyrir vinnunni?

Á barmi kulnunar. Mikil vanlíðan fylgir langvarandi sjúklegri streitu og …
Á barmi kulnunar. Mikil vanlíðan fylgir langvarandi sjúklegri streitu og fólk getur verið mjög lengi að ná sér. Lj+osmynd ThinkStock/Getty Images.

Það hef­ur löng­um þótt eðli­leg til­finn­ing að nenna ekki í vinn­una en hvað ef til­hugs­un­in að mæta fyll­ir mann kvíða eða ótta? Eða ef kvíðinn var­ir löngu eft­ir að vinnu­deg­in­um lýk­ur?

Kvíði er eðli­leg­ur ef það er stórt verk­efni framund­an í vinn­unni eða ef vakta­mynstrið er óheppi­legt eða hrein­lega ef manni lang­ar að standa sig. En stund­um get­ur óheil­brigt vinnu­um­hverfi haft áhrif á heilsu fólks. Sum­ir fá jafn­vel út­brot, upp­lifa hár­missi eða maga­k­veis­ur sem erfitt er að út­skýra.

Til­vilj­ana­kennd ein­kenni

„Við höld­um oft að streit­an hreiðri bara um sig í hug­an­um en staðreynd­in er að lík­am­inn fær oft­ar en ekki að kenna á henni. Þegar streit­an verður krón­ísk þá fer lík­am­inn að mót­mæla,“ seg­ir Beth Hope, vinnustaðasál­fræðing­ur í viðtali við The Styl­ist. Hope seg­ir að al­gengt sé að fólk finni fyr­ir til­vilj­ana­kennd­um kvill­um á borð við svefn­leysi, melt­ing­ar­trufl­an­ir, haus­verki, út­brot, vöðvaspennu, stífni í kjálk­um, hósta, kvef og önn­ur flensu­ein­kenni. „Þetta eru rauðu flögg­in. Þegar streit­an magn­ast þá bregst tauga­kerfið við og biður þig um að taka eft­ir og bregðast við.“

Hræðileg vinnustaðamenn­ing

Elise er 45 ára og vinn­ur á aug­lýs­inga­stofu. Hún upp­lifði mikla streitu í starfi þar sem henni kom oft sam­an við yf­ir­mann sinn. Þá var vinnu­álagið mikið og starf sem henni fannst skemmti­legt í fyrstu varð að lif­andi mar­tröð.

„Vinnustaðamenn­ing­in var hræðileg. Það var ekk­ert nógu gott. Ef maður var í vinn­unni frá sjö að morgni og langt fram á kvöld þá var manni sagt að maður legði ekki nógu hart að sér. Vellíðan manns skipti engu máli. Það átti bara að græða,“ seg­ir Elise.

„Ég fór í vinn­una alla daga með kvíðahnút í mag­an­um. Ég var lík­am­lega veik um leið og ég gekk inn um dyrn­ar. Hvert bein í lík­am­an­um var að segja mér að hætta. En ég gat það ekki. Mér leið eins og ég væri föst. Ég sagði eng­um frá þessu en þegar það leið yfir mig í vinn­unni þurfti ég að taka á mál­un­um.“

„Ég talaði við eig­in­mann minn sem hvatti mig til þess að segja upp strax dag­inn eft­ir. Ég gerði það. En svo þrátt fyr­ir að vera kom­in í annað starf sem var ró­legra þá fóru ein­kenn­in ekki. Lík­am­inn var enn þjak­inn eft­ir margra ára kvíða og streitu. Ég fann stöðugt til ein­hvers sárs­auka og tveim­ur árum síðar var ég greind með MS sjúk­dóm­inn.“

„Ég held að álagið hafi gert mig veika. Ég leyfði lík­am­an­um að þola hreint hel­víti og þegar ég lít til baka þá voru ein­kenn­in upp­hafið af þess­um krón­ísk­um veik­ind­um.“

Ekk­ert eðli­legt við þetta

„Vanda­málið er að það er orðið svo eðli­legt að fólki líði svona á vinnustað. Að vera alltaf þreytt­ur, á þönum og út­keyrður. Næst­um eins og maður eigi að fá orðu fyr­ir það. Svo þegar lík­am­leg ein­kenni fara að dúkka upp á yf­ir­borðið þá hunds­um við þau.“

„Þegar við sitj­um löng­um stund­um fyr­ir fram­an tölv­ur og hreyf­um okk­ur lítið þá miss­um við tengsl­in við lík­amann og tauga­kerfið. Svo er vont að maður klífi met­orðastig­ann en gleym­ir að for­gangsraða sjálf­an sig. Sam­fé­lagið hef­ur kennt okk­ur að fórna heilsu og ham­ingju, setja eng­in mörk og bera ekki virðingu fyr­ir sjálf­um sér til þess að virðast vera vinnuþjark­ur á upp­leið.“

„Því meira sem við leiðum hjá okk­ur ein­kenn­in því sterk­ari verða þau þar til við brenn­um út. Það að læra að hlusta á lík­amann er ekki veik­leiki held­ur viska. Það gef­ur okk­ur tæki­færi til þess að safna kröft­um og end­ur­hlaða batte­rí­in. Lík­am­inn seg­ir manni alltaf sann­leik­ann. Maður þarf bara að læra að hlusta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda