Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá mömmu sem veltir fyrir sér hvaða krem sé best fyrir dóttur sína sem er með viðkvæma húð.
Sæl Jenna Huld.
Með hvernig kremi mælir þú með fyrir 16 ára stúlku með viðkvæma og þurra húð?
Kveðja,
Mamman.
Sæl.
Það koma mörg krem til greina en það sem ég hef sjálf mælt með í svona tilfellum er t.d. Cicaplast frá LaRoche Posay ef mjög þurr húð, Toleraine Double Repair Face Moisturizer frá sama merki sem inniheldur bæði ceramide og niacinamide sem eru mikilvæg efni fyrir varnarlag húðarinnar eða rakakremið frá CeraVe sem inniheldur líka einmitt mikið af ceramidum. Einnig getur verið mjög áhrifaríkt að nota tvöfaldan raka, þá hyaluronic sýru serum frá t.d. SkinCeutcials eða LaRoche Posay fyrst og setja svo rakakremið yfir. Passið bara ef hún er með viðkvæma húð að þetta sé hreint hyaluronic serum með engum öðrum virkum efnum í, gæti þá ert. Alltaf erfitt að gefa ráðgjöf án þess að sjá viðkomandi en ég vona að þetta hjálpi eitthvað.
Kær kveðja,
Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR.