Hvaða krem hentar fyrir 16 ára stúlku?

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands.
Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir, húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá mömmu sem velt­ir fyr­ir sér hvaða krem sé best fyr­ir dótt­ur sína sem er með viðkvæma húð.

Sæl Jenna Huld. 

Með hvernig kremi mæl­ir þú með fyr­ir 16 ára stúlku með viðkvæma og þurra húð?

Kveðja, 

Mamm­an.

Sæl.

Það koma mörg krem til greina en það sem ég hef sjálf mælt með í svona til­fell­um er t.d. Cicaplast frá LaRoche Posay ef mjög þurr húð, Toleraine Dou­ble Repa­ir Face Moist­urizer frá sama merki sem inni­held­ur bæði cerami­de og niac­inami­de sem eru mik­il­væg efni fyr­ir varn­ar­lag húðar­inn­ar eða rakakremið frá Cera­Ve sem inni­held­ur líka ein­mitt mikið af ceramidum. Einnig get­ur verið mjög áhrifa­ríkt að nota tvö­fald­an raka, þá hyaluronic sýru ser­um frá t.d. SkinCeutcials eða LaRoche Posay fyrst og setja svo rakakremið yfir. Passið bara ef hún er með viðkvæma húð að þetta sé hreint hyaluronic ser­um með eng­um öðrum virk­um efn­um í, gæti þá ert. Alltaf erfitt að gefa ráðgjöf án þess að sjá viðkom­andi en ég vona að þetta hjálpi eitt­hvað.

Kær kveðja,

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir, húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni og Húðvakt­inni.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda