Trefjar eru mikilvægar til að viðhalda góðri heilsu

Sara Davíðsdóttir.
Sara Davíðsdóttir. Ljósmynd/Egill Árni

Sara Davíðsdótt­ir, einkaþjálf­ari og sam­fé­lags­miðlastjarn­an, veit svo sann­ar­lega hvað hún syng­ur þegar kem­ur að holl­um og nær­ing­ar­rík­um mat og hreyf­ingu.

Í nýrri færslu á In­sta­gram fjall­ar hún um mik­il­vægi trefja.

„Svind­blað: Trefja­rík fæða

Smá „friend­ly rem­ind­er“ er að borða nóg af trefj­um dags­dag­lega!

Alltof marg­ir falla í þá gryfju að vera með of mik­inn fókus á þætti eins og til dæm­is prótein og hita­ein­ing­ar (sem skipt­ir að sjálf­sögðu máli) en eiga það til að gleyma trefj­un­um á móti - sem get­ur haft slæm­ar af­leiðing­ar til lengri tíma.

Trefja­rík fæða = holl­ur og nær­ing­ar­rík­ur mat­ur sem þú ætt­ir að inn­leiða í mataræðið þitt dag­lega.

Trefjar eru gríðarlega mik­il­væg­ur part­ur af hollu mataræði en í grunn­inn hjálpa trefjarn­ar melt­ing­unni okk­ar að virka rétt. Auk þess að hjálpa til við melt­ing­una, halda trefjar blóðsykr­in­um stöðugum sem get­ur minnkað hættu t.d. á syk­ur­sýki.

Að borða nægi­legt magn af trefj­um, sem má finna í ávöxt­um, græn­meti, baun­um og heil­hveiti, er því eins og gef­ur að skilja mjög mik­il­vægt til að viðhalda góðri heilsu. Gott viðmið er að borða að lág­marki 25 gr af trefj­um á dag,“ skrif­ar Sara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda