Fagnaði 49 ára afmælinu með átta kílómetra hlaupi

Berglind Guðmundsdóttir kíkti líka í sánu, enda er mikilvægt að …
Berglind Guðmundsdóttir kíkti líka í sánu, enda er mikilvægt að dekra við sig á afmælisdaginn. Skjáskot/Instagram

Berg­lind Guðmunds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og markþjálfi, gerði sér lítið fyr­ir og hljóp átta kíló­metra um­hverf­is Víf­ilsstaðavatn ásamt hlaupa­hópi Mari Järsk og það á af­mæl­is­dag­inn sinn, en Berg­lind fagnaði 49 ára af­mæli sínu í gær.

Hlaupa­fé­lag­ar Berg­lind­ar tóku vel á móti henni og sungu af­mæl­is­söng­inn áður en lagt var af stað.

Berg­lind gaf skemmti­lega inn­sýn í af­mæl­is­dag­inn á In­sta­gram-síðu sinni í morg­un og ef marka má mynd­ir þá átti hún ansi góðan og heilsu­efl­andi dag, en hún byrjaði dag­inn á lyft­ingaæf­ingu og endaði hann á gufug­usu. 

„Æji hvað þetta var nú af­skap­lega fal­leg­ur af­mæl­is­dag­ur.

Það hef­ur skap­ast sú hefð að annað hvert ár haldi ég risa heimapartý þar sem gleðin er við völd, en hitt árið þá er það lág­stemmd­ara. Í ár var sem sagt komið að lág­stemmda af­mæl­inu.

Ef ég hefði spáð frek­ar í orðinu lág­stemmt sem er: Ekki há­vær og læt­ur lítið fyr­ir sér fara, þá hefði ég lík­leg­ast áttað mig á því að þetta orð og ég eigi enga sam­leið.

En þessi dag­ur var að minnsta kosti lág­stemmd­ur að hætti Berg­lind­ar - þó að ég hafi að sjálf­sögðu séð til þess að það færi ekki fram hjá nein­um að ég væri af­mæl­is­stelpa.

Á þess­um lág­stemmdu af­mæl­is­dög­um vil ég bara eitt­hvað ein­falt og nær­andi,“ skrifaði Berg­lind meðal ann­ars við færsl­una. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by lifs­gled­in (@lifs­gled­in)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda