Arna Vilhjálmsdóttir gekkst undir bráðaaðgerð

Arna Vilhjálmsdóttir er á batavegi.
Arna Vilhjálmsdóttir er á batavegi. Skjáskot/Instagram

Arna Vil­hjálms­dótt­ir, sam­fé­lags­miðlastjarna og einn af sig­ur­veg­ur­um Big­gest Loser Ísland, er á bata­vegi eft­ir að hafa geng­ist und­ir bráðaaðgerð.

Hún greindi frá þessu á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag.

„Eft­ir venju­leg­an, djúp­an keilu­sk­urð fór ég heim að jafna mig. 4 klukku­stund­um eft­ir að ég kom heim rofnaði á slagæð og úr henni púlsaði í góðar 40 mín­út­ur þangað til ég áttaði mig á að þetta var ekki venju­leg blæðing.

Við hringd­um í sjúkra­bíl, eft­ir að ég náði sam­bandi við kvenna­deild­ina sem leist ekki á blik­una, þar sem allt var í blóði, ég og baðher­bergið, og mig farið að svima og verða óglatt. Farið var með mig í for­gangi beint upp á bráðamót­töku kvenna og hlaup­andi inn á skurðstofu. Ég man bara eft­ir að hafa sagt; neiiii þetta er upp­á­halds Nike-peys­an mín, ekki klippa hana. Ann­ars var ég gubb­andi og líðandi út af áður en ég var svæfð aft­ur. Ég fór lóðbeint í aðra aðgerð, fékk neyðarblóð og var svo und­ir eft­ir­liti á spít­al­an­um í 36 tíma. Það gekk vel að loka fyr­ir og núna er bara að ná upp ork­unni en þessi þreyta eft­ir svona mik­inn blóðmissi er eitt­hvað annað level af þreytu fyr­ir mig.

Núna erum við á sjúkra­hót­eli þar sem þau vildu ekki að við fær­um vest­ur strax og erum hér í mjög góðu yf­ir­læti og ég næ að hvíla mig vel. Þetta eru síðustu dag­ar í mjög stuttu máli og mig langaði bara að segja takk fyr­ir ÖLL skila­boðin. Er ekki enn þá búin að vinna mig í gegn­um þau öll, en ég fer líka enn þá að gráta þegar ég hugsa um hvað gerðist og hversu al­var­legt þetta var - svo ég er bara ekki al­veg til­bú­in í að skoða öll skila­boðin, þá græt ég bara meira Elsku, knús og bar­áttu­knús frá einni sem neit­ar að gef­ast upp,” skrifaði hún við færsl­una.

Smart­land ósk­ar Örnu góðs bata!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda