Af hverju er svona erfitt að losna við svepp?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu er varðar lang­tíma­af­leiðing­ar af svepp á nögl­um á fæti.

Góðan dag,

Hverj­ar eru lang­tíma­af­leiðing­ar af svepp á nögl­um á fæti? Virka þessi lyf sem eru í boði, eins og Nailner frá Al­votech? Af hverju er svona erfitt að losna við svepp­inn? Ég hef reynt margt, lyf, lökk, en hann kem­ur aft­ur og aft­ur.

Kveðja og takk fyr­ir,

G.

Sæl

Af hverju fær fólk sveppa­sýk­ing­ar?

Á húð okk­ar lifa millj­ón­ir bakt­ería og sveppa í sátt og sam­lyndi við okk­ur. Yf­ir­leitt valda þess­ar ör­ver­ur eng­um skaða, en geta þó fjölgað sér úr hófi og þá farið að valda ein­kenn­um. Dæmi um þetta eru fót­svepp­ir, sem eru með al­geng­ustu sýk­ing­um sem koma fyr­ir hjá mann­fólki. Ef álag er á húðinni og það mynd­ast sár eða sprung­ur eiga svepp­irn­ir greiðari leið með að valda sýk­ingu. Fólk er samt sem áður mis­mót­tæki­legt fyr­ir að sýkj­ast og þótt einn ein­stak­ling­ur í fjöl­skyldu sé með fót­sveppi er ekki víst að all­ir fjöl­skyldumeðlim­ir séu smitaðir, þótt áhætt­an sé vissu­lega meiri. 

Svepp­ir þríf­ast best í hita og raka, enda eru sveppa­sýk­ing­ar á fót­um al­geng­ar hjá íþrótta­fólki, þeim sem stunda mikið sund og fólki sem geng­ur í þétt­um, lokuðum skóm. Sveppa­sýk­ing­ar smit­ast annaðhvort við beina snert­ingu sýkts svæðis eða við snert­ingu hlut­ar sem inni­held­ur húðfrum­ur með svepp­um t.d. skór, sokk­ar, sturtu­botn­ar, bún­ings­her­bergi og um­hverfi sund­lauga.

Rann­sókn­ir sýna að fót­svepp­ir eru gríðarlega al­geng­ir og ís­lensk rann­sókn sýndi að 42% karla og 35% kvenna eru sýkt. Nagl­svepp­ir eru al­geng­ari hjá eldra fólki og fólki sem hef­ur verið með langvar­andi fót­sveppi og skaðaðar negl­ur eru einnig mót­tæki­legri fyr­ir að sýkj­ast. Fót­svepp­ir koma oft aft­ur þó að meðferð skili ár­angri og þess vegna er mik­il­vægt að hafa fyr­ir­byggj­andi meðferðir í huga til að forðast end­ursmit. 

Yf­ir­leitt byrja húðein­kenni fyrst og síðan kem­ur smit í tánegl­ur og til að fyr­ir­byggja nagl­sveppi er mik­il­vægt að meðhöndla húðein­kenn­in sem fyrst. Oft er sýk­ing bæði í nögl­um og húð en al­geng­ara er að um sé bara að ræða ann­an fót­inn. Marg­ir finna ein­kenn­andi táfýlu af sveppa­sýkt­um fót­um.

Til eru 3 meg­in­ein­kenni fót­sveppa:  

  • Klæj­andi, flagn­andi, „soðnar“ rauðar eða hvít­ar breyt­ing­ar milli tánna og þá helst milli fjórðu og fimmtu táar.
  • Hreist­ur sem nær yfir alla il­ina og jafn­vel upp á rist­ina, gjarn­an með sprung­um á hæl­um og við tær.
  • Blöðrumynd­un og bólg­in vess­andi sár, þá yf­ir­leitt á innri hluta ilj­ar.

Al­geng­ast er að stóra tánögl­in sýk­ist

Tánegl­ur sem eru sýkt­ar með svepp eru gjarn­an þykk­ar og með lita­breyt­ing­um. Oft­ast sést gul eða hvít lita­breyt­ing en stund­um brún eða rauð. Stund­um verða sveppa­sýkt­ar negl­ur laus­ar og geta jafn­vel dottið af. Al­geng­ast er að stóra tánögl­in sýk­ist.

Hvaða meðferðir er hægt að nota við sveppa­sýk­ingu í nögl­um?

Ef meðferð er haf­in snemma er oft­ast hægt að ráða við sveppa­sýk­ing­una með krem­um sem fást án lyf­seðils í apó­tek­um. Þetta á þó ekki við um nagl­sveppi nema að sýk­ing­in sé fremst í nögl­inni, en ekki kom­in niður í nagl­rót­ina. Ef sýk­ing­in er fremst í nögl­un­um get­ur meðferð með naglalakki sem inni­held­ur amorolfin hjálpað til og þá er það borið á negl­urn­ar x2 í viku í minnst 6 mánuði. Fæst í öll­um apó­tek­um. Ef sýk­ing­in hverf­ur ekki eða kom­inn er nagl­svepp­ur niður í nagl­rót­ina þarf að fá aðstoð heim­il­is­lækn­is eða húðlækn­is.

Yf­ir­leitt eru notaðar Ter­binafin-töfl­ur en sú meðferð get­ur tekið 3-4 mánuði eða leng­ur. Við meðferð nagl­sveppa er mik­il­vægt að klippa reglu­lega sýktu negl­urn­ar eins stutt og hægt er. Einnig er gott að þjala þær niður ef þær eru þykk­ar. Þetta flýt­ir fyr­ir að meðferðin skili ár­angri.

Al­mennt virka meðferðirn­ar vel en end­ursmit er al­gengt og því nauðsyn­legt að huga að fyr­ir­byggj­andi aðgerðum:

  1. Haltu fót­un­um hrein­um og þurrkaðu vel milli táa eft­ir sturtu- og baðferðir
  2. Þvoðu hand­klæði eft­ir hverja notk­un á 60°C hita því að svepp­ir lifa af við lægri hita
  3. Skiptu um sokka dag­lega og notaðu helst bóm­ull­ar­sokka sem má þvo á 60°C hita
  4. Þrífðu reglu­lega sturtu­botn­inn og baðkarið
  5. Vertu í skóm sem lofta vel um fæt­urna og forðastu að vera lengi í heit­um, lokuðum skóm
  6. Skiptu um skó dag­lega þannig að þeir nái að þorna vel á milli notk­un­ar og skiptu út göml­um íþrótta­skóm eða skóm sem lykta illa
  7. Notaðu baðtöffl­ur í bún­ings­klef­um og sturt­um sund­lauga og íþrótta­húsa
  8. Notaðu púður sem dreg­ur í sig raka á fæt­urn­ar eða sveppa­drep­andi púður (pevaryl púður). Þetta á sér­stak­lega við um fólk sem fær end­ur­tekn­ar sýk­ing­ar
  9. Notaðu Lam­isil krem 1x í viku í fyr­ir­byggj­andi skyni ef fót­svepp­irn­ir eru mjög þrálát­ir og end­ur­tekn­ir.

Kær kveðja,

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda