Fréttamaðurinn María Sigrún Hilmarsdóttir, sem starfar á fréttastofu RÚV, slasaðist á fjallaskíðum á Snæfellsnesi um páskana. María Sigrún segir frá því að hún muni verða í gifsi í átta vikur.
„Ég slasaðist á fjallaskíðum á Snæfellsjökli á föstudaginn langa. Margbraut á mér ökklann og sleit liðband og krossband í hné. Gifs í 8 vikur og svo verður gerð aðgerð á hnénu seint í sumar eða haust þegar ökklinn er orðinn góður. Þá koma aftur vikur á hækjum. Það er sumsé langt bataferli og endurhæfing fram undan. Góðu fréttirnar eru að þetta lagast og það er margt verra. Ég er tímabundið óvinnufær og mjög ósjálfbjarga. En ég er heppin að eiga svo góða að sem hjálpa mér með börnin og heimilið. Blessunarlega er ég frekar fótsterk fyrir og létt í lund svo það hjálpar í þessu eins og öðru. Nú fæ ég tíma til að lesa bækur, raða hugsunum mínum, skrifa, spjalla við gott fólk og plana hvað ég geri skemmtilegt þegar þetta er búið. Tek glöð við heimsóknum,- en þið verðið að hita kaffið sjálf,“ segir María Sigrún í færslu á Facebook-síðu sinni.
Smartland óskar Maríu Sigrúnu velfarnaðar!