María Sigrún slasaðist á fjallaskíðum

María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona á RÚV.
María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona á RÚV. Ljósmynd/Aðsend

Fréttamaður­inn María Sigrún Hilm­ars­dótt­ir, sem starfar á frétta­stofu RÚV, slasaðist á fjalla­skíðum á Snæ­fellsnesi um pásk­ana. María Sigrún seg­ir frá því að hún muni verða í gifsi í átta vik­ur. 

„Ég slasaðist á fjalla­skíðum á Snæ­fells­jökli á föstu­dag­inn langa. Marg­braut á mér ökkl­ann og sleit liðband og kross­band í hné. Gifs í 8 vik­ur og svo verður gerð aðgerð á hnénu seint í sum­ar eða haust þegar ökkl­inn er orðinn góður. Þá koma aft­ur vik­ur á hækj­um. Það er sum­sé langt bata­ferli og end­ur­hæf­ing fram und­an. Góðu frétt­irn­ar eru að þetta lag­ast og það er margt verra. Ég er tíma­bundið óvinnu­fær og mjög ósjálf­bjarga. En ég er hepp­in að eiga svo góða að sem hjálpa mér með börn­in og heim­ilið. Bless­un­ar­lega er ég frek­ar fót­sterk fyr­ir og létt í lund svo það hjálp­ar í þessu eins og öðru. Nú fæ ég tíma til að lesa bæk­ur, raða hugs­un­um mín­um, skrifa, spjalla við gott fólk og plana hvað ég geri skemmti­legt þegar þetta er búið. Tek glöð við heim­sókn­um,- en þið verðið að hita kaffið sjálf,“ seg­ir María Sigrún í færslu á Face­book-síðu sinni. 

Smart­land ósk­ar Maríu Sigrúnu velfarnaðar! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda