Góð ráð fyrir unga og viðkvæma húð

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá móður tán­ings­drengs sem vill fá upp­lýs­ing­ar um bestu hreinsi­vör­urn­ar.

Sæl Jenna

Son­ur minn er að verða 13 ára á ár­inu og húðin hans er að breyt­ast og farn­ar að koma litl­ar horm­óna­ból­ur. Mig langaði til að for­vitn­ast hvað væri best að nota til að hreinsa húðina? Mig lang­ar ekki að hann noti hvað sem er fyr­ir svona unga og viðkvæma húð sem er enn að þrosk­ast.

Bestu kveðjur,

Komið þið sæl, mæðgin.

Það er mjög eðli­legt að 13 ára dreng­ur sé far­inn að fá fílapensla og ból­ur þar sem androgen-horm­ón­in hækka í kynþrosk­an­um og húðin verður meira ol­íu­kennd. Sem bet­ur fer kemst aft­ur jafn­vægi á þetta en það get­ur tekið nokk­ur ár. Það er margt hægt að gera til að halda bólu­sjúk­dómn­um niðri.

Hér koma nokk­ur góð ráð húðlækn­is:

  • Komdu því inn í rútín­una þína að nota sól­ar­vörn dag­lega eða dag­krem með sól­ar­vörn.
  • Passaðu þig á að kaupa sól­ar­vörn sem er ætluð fyr­ir and­lit og forðastu feit­ar sól­ar­varn­ir með olíu því þær eiga það til að stífla kirtla og jafn­vel valda ból­um.
  • Þrífðu and­litið kvölds og morgna því sviti, húðfita, óhrein­indi og meng­un ýta und­ir að svita­hol­ur og kirtl­ar lok­ist. Notaðu þá gjarn­an húðhreinsa sem inni­halda salicýl­sýru, glycolic­sýru eða aðrar ávaxta­sýr­ur en sýr­urn­ar hjálpa til við að fjar­lægja dauðar húðfrum­ur og húðfitu og halda kirtl­un­um opn­um og hrein­um.
  • Notaðu krem sem inni­halda retinóíða. Retinóíðar hafa marg­vís­leg áhrif á húðina m.a. að minnka fitu­mynd­un og minnka áber­andi svita­hol­ur eða fitukirtla. Auk þess eru retinóíðar kjörmeðferð við ból­um og hrukk­um og örva kolla­gen-ný­mynd­un í húð. Hægt er að kaupa væg retinól án lyf­seðils en ef þau duga ekki til þá þarf að fá lyf­seðil fyr­ir Dif­fer­in-geli eða Tret­in­o­in-kremi hjá heim­il­is­lækn­in­um þínum eða hjá húðlækni.

Gangi ykk­ur vel!

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni og Húðvakt­inni.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda