Gefa saunu í tilefni af Eurovision

Freyja Auðunsdóttir, markaðsstjóri Trefja.
Freyja Auðunsdóttir, markaðsstjóri Trefja.

Trefjar í Hafnar­f­irði ætla að taka þátt í Eurovisi­on-fjör­inu og bjóða fylgj­end­um sín­um að giska á það í hvaða sæti sænska lagið Bara bada bastu lend­ir og eiga mögu­leika á að vinna saunu.

„Sví­arn­ir vita hvað þeir syngja. Það er eng­in til­vilj­un að þjóðir sem eiga ríka sögu um saunu­böð eru jafn­framt þær ham­ingju­söm­ustu. Við get­um með sanni tekið und­ir text­ann sem gæti út­lagst: „Nú för­um við í saunu og los­um alla streitu, för­um bara í saunu, för­um bara í saunu,“ seg­ir Freyja Auðuns­dótt­ir, markaðsstjóri Trefja, sem er rót­gróið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki í Hafnar­f­irði.

Sví­um er spáð sigri í Eurovisi­on í Basel á laug­ar­dag hjá veðbönk­um en margt get­ur gerst þegar á hólm­inn er komið og víst er að það er spenn­andi laug­ar­dags­kvöld framund­an. Íslend­ing­ar munu flest­ir sitja límd­ir við skjá­inn þar sem VÆB bæður munu stíga á sviðið á úr­slita­kvöld­inu.

Á laug­ar­dag­inn kem­ur svo í ljós hverj­ir kom­ast í pott­inn.

„Já eða saun­una," bæt­ir Freyja við og hlær.

„Við drög­um út vinn­ings­hafa úr hópi þeirra sem giskuðu á rétt sæti og sá eða sú fær að gjöf for­láta saunu sem ber nafnið Luma, gæðasaunu frá hinum virta fram­leiðanda Auroom í Eistlandi.“

Hún seg­ist að sjálf­sögðu fylgj­ast spennt með VÆB-bræðrum eins og öll þjóðin á laug­ar­dags­kvöldið. „Við vit­um að þeir láta ekk­ert stoppa sig af, eins og seg­ir í lag­inu. Áfram Ísland!“

Sví­arn­ir hafa vakið at­hygli ekki bara fyr­ir lagið held­ur einnig sviðsfram­kom­una og klæðaburðinn. Söngv­ar­arn­ir þrír eru í hallæris­leg­ustu jakka­föt­um sem sést hafa og bind­in eru eitt­hvað annað. Dans­ar­arn­ir eru í hand­klæðakjól­um og með sána­hatta sem hafa slegið í gegn að sögn Freyju.

„Við höf­um verið með svona hatta í sölu hjá okk­ur og þeir seld­ust upp en við eig­um von á ann­arri send­ingu. Svo verðum við klár­lega að fara að flytja inn svona kjóla eins og sænsku dans­ar­arn­ir eru í á sviðinu. Það er næsta mál á dag­skrá,“ seg­ir Freyja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda