Svona eykur Gummi Emil testósterónið

Gummi Emil gefur fylgjendum sínum ráð til að auka orku …
Gummi Emil gefur fylgjendum sínum ráð til að auka orku og ýta undir náttúrulega testosterónframleiðslu. mbl.is/Eyþór

Áhrifa­vald­ur­inn og einkaþjálf­ar­inn, Guðmund­ur Emil Jó­hanns­son, bet­ur þekkt­ur sem Gummi Emil, deildi á dög­un­um ít­ar­leg­um lista á In­sta­gram þar sem hann gef­ur fylgj­end­um sín­um ráð til að auka orku og ýta und­ir nátt­úru­lega testosterón­fram­leiðslu.

Gummi Emil hef­ur notið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lags­miðlum fyr­ir fjöl­breytt heil­ræði. Þar leyn­ist margt sniðugt sem fólk get­ur til­einkað sér, þótt sumt megi taka með fyr­ir­vara. Til að mynda þurfti lög­regla að fjar­lægja hann af Suður­lands­vegi í fyrra eft­ir sveppa­ferðalag sem fór úr bönd­un­um.

Hver eru heil­ræðin fjög­ur?

Svefn, nær­ing, hreyf­ing og þakk­læti eru fjög­ur heil­ræði Gumma Em­ils til að auka orku og efla nátt­úru­lega testosterón­fram­leiðslu.

Fyr­ir þau sem eiga börn, eru í fullu starfi og þurfa að sinna hefðbundn­um heim­il­is­störf­um gætu litið á þenn­an lista og hugsað:

„Guð minn al­mátt­ug­ur, hver hef­ur tíma fyr­ir þetta?“

Hafðu þá í huga að ráðin eru ekki hönnuð fyr­ir hinn dæmi­gerða jafn­væg­is­lífs­stíl, held­ur fyr­ir fólk eins og Gumma Emil sem hef­ur at­vinnu af því að vera í topp­formi og miðla alls kyns heil­ræðum. Lestu list­ann og settu fókus á það sem hent­ar þér og gæti bætt líf þitt í stað þess að reyna að fram­kvæma allt í einu. Gott jafn­vægi held­ur þér á réttri braut en öfg­ar geta fært þig út af henni.

Svefn­inn er lyk­ill­inn 

Rann­sókn­ir sýna að svefn­inn skipti sköp­um fyr­ir bæði orku og horm­óna­jafn­vægi. Gummi hvet­ur þig til að sofa sjö til átta klukku­stund­ir á nóttu og nota gler­augu sem eru með blá­geislavörn þrjá til fjóra tíma fyr­ir hátt­inn. 

Hann tek­ur magnesí­um bis­glyc­ina­te á kvöld­in, forðast mat þrjá klukku­tíma fyr­ir svefn­inn og slepp­ir vökva tvo klukku­tíma fyr­ir svefn. Hann bann­ar skjá­tíma fyr­ir svefn­inn, les frek­ar bók og nýt­ur síðustu mín­útn­anna í hug­leiðslu eða djúpönd­un.

Íslenskt kjöt, sard­ín­ur og sex egg

„Þú ert það sem þú borðar“ er gam­all máls­hátt­ur sem Gummi hef­ur til­einkað sér. Hann legg­ur til að um 60–70 % mataræðis­ins sé dýra­af­urðir og þá helst ís­lenskt kjöt. Einnig mæl­ir hann með sex eggj­um á dag, þorska­lýsi, lif­ur eða sard­ín­um til að fá dag­lega omega-3 fitu­sýru­skammt­inn og auk ávaxta fyr­ir hraðvirk kol­vetni.

Gummi fær sér allt að þrjár te­skeiðar af sjáv­ar­salti á dag og mæl­ir með því að drekka vatn 10-30 mín­út­um eft­ir máltíðir til að styðja við melt­ing­una.

Lyfta, þolæf­ing­ar, mörg þúsund skref og kaldi pott­ur­inn

Flest­ir vita að reglu­leg hreyf­ing eyk­ur orku og vellíðan, en Gummi legg­ur áherslu á lyft­ing­ar þris­var til sex sinn­um í viku, spretti tvisvar í viku, tíu til fimmtán þúsund skref dag­lega og þolæf­ing­ar þris­var í viku í 45 mín­út­ur, þar sem púsl­inn er við 120 -140 bpm. Svo má alls ekki gleyma að dýfa sér í kalda pott­inn eða sjó­sund til að auka af­kasta­getu lík­ama og sál­ar.

Guð og þakk­læti 

Að lok­um minn­ir Gummi á mik­il­vægi þakk­læt­is. Á hverj­um degi þakk­ar hann Guði fyr­ir styrk­inn, fjöl­skyldu sína og vini, frelsið, friðinn og hinn dýr­lega til­gang. Hann hvet­ur fylgj­end­ur sína til að gera slíkt hið sama og hækka þannig tíðnina í eig­in lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda