Nota AI-spjallmenni í stað sálfræðings

ChatGPT og önnur byltingarkennd spjallmenni eru notuð fyrir andlegan stuðning …
ChatGPT og önnur byltingarkennd spjallmenni eru notuð fyrir andlegan stuðning í stað sálfræðings. AFP/Kirill Kudryavtsev

Notk­un gervi­greind­ar (AI), sér­stak­lega spjall­menna á borð við Chat­G­PT, í sál­fræðileg­um til­gangi fer stöðugt vax­andi. Fólk not­ar þessa tækni til að fá ráðgjöf varðandi ýmis vanda­mál, hvort sem er í vinnu, skóla eða einka­lífi. Á und­an­förn­um mánuðum hef­ur umræðan um að nýta spjall­menni sem ókeyp­is sál­fræðiaðstoð blossað upp á sam­fé­lags­miðlum, en í kjöl­farið lýsa sér­fræðing­ar yfir áhyggj­um sín­um. Þótt tækn­in geti verið gagn­leg í ákveðnum til­fell­um fylgja notk­un henn­ar ýms­ar hætt­ur og tak­mark­an­ir.

1 af hverj­um 4 lík­legri til að velja spjall­menni en sál­fræðing

Á TikT­ok má finna fjöl­mörg dæmi um unga not­end­ur sem lýsa reynslu sinni af því að nýta spjall­menni til sál­fræðilegs stuðnings. Í mars síðastliðnum voru tæp­lega 17 millj­ón mynd­bönd birt um þetta umræðuefni.

Sam­kvæmt ný­legri banda­rískri könn­un frá Tebra kem­ur fram að einn af hverj­um fjór­um Banda­ríkja­mönn­um væri lík­legri til að ræða vanda­mál sín við gervi­greind frek­ar en að fara til sál­fræðings. Not­end­ur nefna oft kostnaðar- og aðgeng­isþætti sem ástæður, en spjall­menni eru ókeyp­is, alltaf til­tæk og gagn­rýna ekki eða dæma.

Sér­fræðing­ar hafa áhyggj­ur

Geðheil­brigðis­sér­fræðing­ar hafa í aukn­um mæli varað við því að fólk líti á gervi­greind sem staðgengil fyr­ir menntaðan meðferðaraðila. Dr. Kojo Sar­fo, geðheil­brigðis­sér­fræðing­ur sem prófað hef­ur að nota Chat­G­PT, seg­ir í viðtali við Fox News að spjall­menni geti vissu­lega veitt ákveðinn stuðning en skorti mann­leg­an skiln­ing og getu til að meta aðstæður.

„For­ritið get­ur veitt stuðning og jafn­vel gefið fólki til­finn­ingu fyr­ir því að ein­hver hlusti en það kem­ur aldrei í stað sérþjálfaðs meðferðaraðila sem hjálp­ar þér í gegn­um flókn­ari vanda­mál,“ seg­ir Sar­fo. Hann bend­ir einnig á að spjall­menni geti hvorki greint geðrask­an­ir, ávísað lyfj­um né brugðist við al­var­leg­um krís­um.

Þrátt fyr­ir þess­ar áhyggj­ur viður­kenna sér­fræðing­ar að und­ir ákveðnum kring­um­stæðum geti spjall­menni verið gagn­leg viðbót. Til dæm­is get­ur gervi­greind hjálpað fólki við að und­ir­búa sig fyr­ir heim­sókn til lækn­is með því að lista ein­kenni og áhyggj­ur sem hægt er að ræða bet­ur á fund­in­um sjálf­um.

En sér­fræðing­ar vara sér­stak­lega við að nota spjall­menni til að leita ráða við al­var­leg­um geðræn­um vanda­mál­um. Tækn­in get­ur mis­skilið aðstæður og grein­ir ekki endi­lega hvort um neyðar­til­vik sé að ræða eða ekki.

Fínn plást­ur en eng­in lausn

Hversu gagn­leg eða skaðleg reyn­ist notk­un spjall­menna fyr­ir geðheilsu er ennþá óljóst. Fyrstu rann­sókn­ir benda til þess að áhrif­in séu mis­jöfn. Í ný­legri rann­sókn þar sem rætt var við 19 ein­stak­linga sem höfðu notað spjall­menni í stað sál­fræðings, lýsti meiri­hluti þátt­tak­enda já­kvæðum áhrif­um eins og bætt­um sam­skipt­um við aðra, hjálp við að vinna úr áföll­um og al­mennt betri líðan.

Hins veg­ar voru ekki all­ir á eitt sátt­ir. Einn 27 ára þátt­tak­andi lýsti því að þegar kvíðaköst­in voru verst hefði spjall­mennið reynst ónot­hæft.

Gagn­rýn­end­ur líkja spjall­menn­um við plást­ur sem get­ur stöðvað blæðingu tíma­bundið og jafn­vel auðveldað fólki að taka fyrsta skrefið í átt að frek­ari aðstoð. En að lok­um sé þörf á mennskri hjálp til að veita dýpri og viðeig­andi meðferð.

Með öðrum orðum geta spjall­menni eins og Chat­G­PT verið gagn­legt fyrsta skref eða viðbótar­úr­ræði, sér­stak­lega fyr­ir þá sem hika við að leita hjálp­ar strax. Þau eru alltaf til­tæk, gagn­rýna ekki og geta gefið góð ráð. Þó er ljóst að þau koma ekki í stað menntaðs meðferðaraðila þegar um al­var­leg geðheil­brigðis­vanda­mál er að ræða.

Hér að neðan má sjá nokk­ur TikT­ok-mynd­bönd varðandi umræðuefnið:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda