Áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn, Sunneva Eir Einarsdóttir, birti nýverið vinsælt myndband á TikTok þar sem hún sýnir hvernig hún býr til hið vinsæla súpermódel-millimál sem bandaríska fyrirsætan og leikkonan Bethenny Frankel deildi fyrst fyrir nokkrum vikum.
Frankel, sem er mjög virk á samfélagsmiðlum, hefur skapað sér nafn fyrir að miðla einföldum uppskriftum og ráðum sem eiga að gera það auðveldara að viðhalda grönnum lífsstíl.
Uppskriftin, sem nú hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla, er afar einföld og fljótleg. Það eina sem þarf eru tómatar, kotasæla, sinnep, kjúklingaálegg, salt, pipar og chili-flögur.
Hér að neðan má sjá TikTok-myndbandið hennar Sunnevu: