„Stundum þarf maður að rífa sig upp“

Einkaþjálfarinn Íris Dóra Snorradóttir æfir hlaup með FH í Hafnarfirði.
Einkaþjálfarinn Íris Dóra Snorradóttir æfir hlaup með FH í Hafnarfirði. mbl.is/Karítas

„Það er mjög gott ef þú ert í fríi að byrja dag­inn á æf­ingu og það er í raun eng­in af­sök­un að sleppa því. Í mörg­um til­fell­um hef­ur fólk meiri tíma til að æfa í frí­inu.“ Þetta seg­ir hlaup­ar­inn og einkaþjálf­ar­inn Íris Dóra Snorra­dótt­ir um að halda sér í formi í sum­ar­frí­inu.

„Á mörg­um hót­el­um er­lend­is og hér­lend­is er t.d. lík­ams­rækt og fyr­ir hlaup­in þarf bara skó. Þegar fólk ferðast með börn þá get­ur líka verið bara gam­an að labba um og skoða um­hverfið.“

„Ég er með bakgrunn úr fótbolta og byrjaði þar mjög …
„Ég er með bak­grunn úr fót­bolta og byrjaði þar mjög ung og var „all-in“. mbl.is/​Karítas

Íris seg­ir hreyf­ing­una ekki þurfa að vera mikla eða erfiða og ef hreyf­ing er ekki inni í mynd­inni þá er um að gera að passa mataræðið, huga að skammta­stærðum og „ekki missa sig“. 

„Það er alltaf hægt að gera styrktaræf­ing­ar þótt það sé ekki rækt. Hægt er að taka kviðæf­ing­ar á gólf­inu, arm­beygj­ur, fram­stig, hné­beygj­ur og planka. Það eru ýms­ar leiðir, það er hægt að gera æf­ing­ar hvar sem er og þær þurfa ekki að taka lang­an tíma.“

Íris legg­ur áherslu á að klára æf­ing­una fyr­ir dag­inn á morgn­ana og seg­ir það betra en seinnipart dags, þá verði meiri lík­ur á að borðaður sé holl­ari mat­ur yfir dag­inn. 

Íris Dóra varð tvöfaldur Íslandsmeistari í innanhússhlaupum í febrúar.
Íris Dóra varð tvö­fald­ur Íslands­meist­ari í inn­an­húss­hlaup­um í fe­brú­ar. Ljós­mynd/​Auðbjörg/​Ice­land At­hletics

Sterk­ur bak­grunn­ur

„Ég er með bak­grunn úr fót­bolta og byrjaði þar mjög ung og var „all-in“. Íris spilaði upp yngri flokk­ana með HK og í meist­ara­flokki með sam­einuðu liði HK og Vík­ings. Á meðan hún spilaði þar var hún val­in knatt­spyrnu­kona HK, fékk verðlaun fyr­ir mestu fram­far­ir og varð marka­hæst í liðinu. Í úr­vals­deild­inni spilaði húm með Fylki úr Árbæn­um. Hún var val­in í úr­taks­hóp landsliðsins U-19 og endaði fer­il­inn með Aft­ur­eld­ingu í Mos­fells­bæ.

„Ég byrjaði að hlaupa sjálf árið 2012 og fór að gera hlaup­in að al­vöru í kóvid, árið 2020.“ 

Í dag æfir Íris hlaup með FH og tek­ur þátt í öll­um þeim mót­um sem hún hef­ur mögu­leika á, t.a.m Reykja­vík Games og Meist­ara­móti Íslands. Fyrr á ár­inu varð hún tvö­fald­ur Íslands­meist­ari inn­an­húss. Hún er einnig iðin við að taka þátt í götu­hlaup­um á sumr­in.

„Ég hef alltaf verið dugleg í styrktar- og ræktaræfingum með …
„Ég hef alltaf verið dug­leg í styrkt­ar- og ræktaræf­ing­um með fót­bolt­an­um þegar ég var að æfa og núna með hlaup­un­um.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Hvenær og af hverju fórstu að læra einkaþjálf­un? 

„Mig langaði alltaf að verða einkaþjálf­ari. Það var alltaf of­ar­lega í hug­an­um og mér fannst það passa vel við mig. Ég hef alltaf verið dug­leg í styrkt­ar- og ræktaræf­ing­um með fót­bolt­an­um þegar ég var að æfa og núna með hlaup­un­um,“ seg­ir Íris sem hef­ur einnig lokið B.Sc.-gráðu í íþrótta­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Þá sótti hún einnig nám­skeið í einkaþjálf­un er­lend­is og klár­arði auk þess meist­ara­gráðu í for­ystu- og mannauðsstjórn­un við viðskipta­deild Há­skól­ans á Bif­röst.

Í dag starfar hún sem einkaþjálf­ari hjá lík­ams­rækt­ar­stöðinni World Class.

„Ég byrjaði að hlaupa sjálf árið 2012 og fór að …
„Ég byrjaði að hlaupa sjálf árið 2012 og fór að gera hlaup­in að al­vöru í kóvid, árið 2020.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Formið og mark­miðin

Spurð um hvernig best sé að koma sér í gott form, eða a.m.k byrja að hreyfa sig, seg­ir Íris stöðug­leika vera núm­er eitt, tvö og þrjú.

„Þú verður að finna þér lífs­stíl og halda hon­um, setja þér t.d. mark­mið um að hreyfa þig tvisvar sinn­um í viku, gera það og halda því. Þetta á einnig við um mataræðið.“ 

Íris nefn­ir að gott sé að setja sér ný mark­mið reglu­lega, sér­stak­lega þegar sóst er eft­ir meiri ár­angri.  

„Það er mjög gott ef þú ert í fríi að …
„Það er mjög gott ef þú ert í fríi að byrja dag­inn á æf­ingu og það er í raun eng­in af­sök­un að sleppa því. Í mörg­um til­fell­um hef­ur fólk meiri tíma til að æfa í frí­inu.“ Ljós­mynd/​Aðsend

„Um leið og þú finn­ur hreyf­ingu sem þér finnst skemmti­leg og finn­ur færni í henni, sem er ótrú­lega já­kvætt, þá er al­veg lík­legt að þú vilj­ir meira, sem er holl­asta og besta leiðin til að byrja heil­brigðan og góðan lífs­stíl. Svo er fólk með mis­mun­andi keppn­is­skap en ég held að í flest­um til­fell­um vilji fólk verða ennþá betra.“

Svo koma auðvitað dag­ar þegar erfiðara er að standa upp úr sóf­an­um og hafa sig á æf­ingu, hvað gera bænd­ur þá?

„Ein­hver æf­ing er betri en eng­in æf­ing. Maður má ekki vera of góður við sjálf­an sig. Stund­um þarf maður að rífa sig upp. Klæddu þig a.m.k í föt­in, reimdu á þig skóna og sjáðu hvort þú kom­ist ekki í stuð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda