Notar brjóstamjólk sem hluta af húðrútínunni

Áhrifavaldurinn Quenlin Blackwell notar brjóstamjólk systur sinnar í húðumhirðu.
Áhrifavaldurinn Quenlin Blackwell notar brjóstamjólk systur sinnar í húðumhirðu. Samsett mynd

Áhrifa­vald­ur­inn Qu­en­lin Blackwell not­ar brjóstamjólk frá syst­ur sinni sem hluta af húðum­hirðu sinni.

Hin banda­ríska Qu­en­lin Blackwell öðlaðist vin­sæld­ir í gegn­um smá­for­rit­in Vine og TikT­ok. Blackwell er einnig góð vin­kona heims­frægu söng­kon­unn­ar Charli XCX.

Blackwell sagði fylgj­end­um sín­um frá því að hún hefði síðastliðin fimm ár keypt brjóstamjólk af syst­ur sinni fyr­ir böð og and­lits­grím­ur. Hún seg­ir að fylgj­end­ur henn­ar skuli ekki van­meta þessa töfra­lausn fyr­ir húðina.

Húðlækn­ir­inn Dr. Na­ana Boa­kye seg­ir að þó svo að notk­un brjóstamjólk­ur í húðum­hirðu virðist óvenju­leg þá inni­haldi hún fjölda nær­ing­ar­efna sem geta verið gagn­leg fyr­ir út­lit húðar­inn­ar. Brjóstamjólk inni­held­ur til dæm­is A- og E-víta­mín sem geta róað og verndað húðina. Hún inni­held­ur einnig fitu­sýr­ur eins og pal­mitín­sýru og ol­íu­sýru sem hjálpa til við að gefa húðinni raka og styrkja hana.

Dr. Boa­kye seg­ir þó að brjóstamjólk sé ekki staðgeng­ill fyr­ir húðvör­ur sem hafa verið prófaðar af húðlækn­um, sér­stak­lega ef það er verið að meðhöndla ákveðin húðvanda­mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda