Skynjun og úrvinnsla þess sem við sjáum og heyrum

Heimspekingurinn Damlan K. F. Pang rýnir í skynjun manneskjunnar í …
Heimspekingurinn Damlan K. F. Pang rýnir í skynjun manneskjunnar í nýrri grein á Psychology Today. Marina Vitale/Unsplash

Fólk sér meira en mynd­ir og heyr­ir meira en hljóð. Heim­spek­ing­ur­inn Daml­an K. F. Pang rann­sak­ar fyrst og fremst meðvit­und, skynj­un og minni og kem­ur inn á skynj­un fólks í nýrri grein á Psychology Today.

„Sjón­in okk­ar er frá­bær. Við get­um metið fjar­lægðir, þekkt hluti, ratað í grófu lands­lagi, gripið fris­bee-disk, og svo miklu fleira byggt á ljós­inu sem berst til augna okk­ar.“

Úrvinnsla upp­lýs­inga er afar flók­in, sam­kvæmt Pang, og ger­ist á mörg­um stig­um í heil­an­um og er niðurstaðan svo miklu meira en aðeins mynd­ir, hún er marglaga end­ur­bygg­ing heims­ins, a.m.k þess sem heil­inn gisk­ar á um ver­öld­ina og um­hverfið.

„Sjónin okkar er frábær. Við getum metið fjarlægðir, þekkt hluti, …
„Sjón­in okk­ar er frá­bær. Við get­um metið fjar­lægðir, þekkt hluti, ratað í grófu lands­lagi, gripið fris­bee-disk, og svo miklu fleira byggt á ljós­inu sem berst til augna okk­ar.“ Edi Li­bed­in­sky/​Unsplash

Krukka af súr­um gúrk­um

Heim­spek­ing­ur­inn Keith Frank­ish sneri krukku af súr­um gúrk­um yfir í djúp­stæða spurn­ing: Hvað ger­ist þegar ís­skáp­ur er opnaður og krukk­an er beint fyr­ir fram­an nefið á mann­eskj­unni en hún sér hana ekki strax? 

Svör­in eru flók­in og tauga­fræðileg og snúa að föld­um lög­um skynj­un­ar­inn­ar, sem kannski slys á Ítal­íu gæti varpað ljósi á. Síðla á tí­unda ára­tugn­um varð skosk kona, bú­sett á Ítal­íu, fyr­ir því óhappi að vera í sturtu þegar kol­mónóxíð lak úr heita­vatns­kerf­inu sem varð til þess að hún varð fyr­ir súr­efn­is­skorti. Kon­an komst lífs af en hluti svæða í heil­an­um varð óvirk­ur. Með óskerta sjón gat kon­an greint form og liti hluta fyr­ir fram­an sig en ekki þekkt þá. Vanda­málið var ekki sjón­in held­ur að geta aðgreint og þekkt hluti (Goodale & Milner, 2013).

Heilinn er ótrúlega skilvirkur og nær þvílíkum afrekum á meðan …
Heil­inn er ótrú­lega skil­virk­ur og nær því­lík­um af­rek­um á meðan notuð eru tólf vött, sam­an­ber meðal­tölvu með mun minni kraft sem keyr­ir á 175 vött­um. Ant­on Mal­an­in/​Unsplash

Heil­inn ótrú­lega skil­virk­ur

Hug­ur­inn er inn­réttaður með fjölda upp­lýs­inga um form og hluti, fólk og and­lits­drætti, dýpt og fjar­lægt, hreyf­ingu og hraða. 

„Þegar við lít­um á vin, þekkj­um við mann­eskj­una, vinn­um úr and­lits­falli og tján­ingu þessa kunn­ug­lega and­lits, þekkj­um til­finn­ing­ar viðkom­andi í gegn­um and­lits­drætti, álykt­um að hönd­in sem hækk­ar á lofti sé að fara að gefa okk­ur fimmu á meðan við sjá­um fyr­ir í hvaða hæð hend­ur okk­ar mæt­ast ... Reynsla okk­ar er mun meira en hrein mynd.“

Heil­inn er ótrú­lega skil­virk­ur og nær því­lík­um af­rek­um á meðan notuð eru tólf vött, sam­an­ber meðal­tölvu með mun minni kraft sem keyr­ir á 175 vött­um. Slík hag­kvæmni krefst þess að skera út óþarfa ferla. Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á aðstæður þar sem ekki var unnið úr upp­lýs­ing­um eða þær ekki geymd­ar í minn­inu.

„Aftur, þarna var ekki gat í sjónrænni mynd heldur einfaldlega …
„Aft­ur, þarna var ekki gat í sjón­rænni mynd held­ur ein­fald­lega að sér­stakt auka­lag var fjar­lægt.“ Ksenia Makagonova/​Unsplash

Ónauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar sigtaðar frá

Chen og Wyble (2015) settu fram þrjár töl­ur og einn bók­staf fyr­ir fram­an hóp þátt­tak­enda í rann­sókn sinni. Þeir báðu þátt­tak­end­ur um að staðsetja bók­staf­inn á milli taln­anna, sem all­ir gátu gert. Eft­ir nokkr­ar til­raun­ir breyttu þeir spurn­ing­unni og spurðu um hver bók­staf­ur­inn væri. Flest­ir þátt­tak­enda gátu ekki svarað spurn­ing­unni þrátt fyr­ir að hafa vel getað staðsett bók­staf­inn á meðal tölustaf­anna. Eft­ir nokkr­ar til­raun­ir gátu flest­ir þátt­tak­enda svarað því hver bók­staf­ur­inn væri, sem sýn­ir að heil­an­um er ekki tak­mörk sett varðandi getu en hann hins veg­ar not­ar flýti­leið við úr­vinnslu og geymslu þess sem virðast vera ónauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar.

„Aft­ur, þarna var ekki gat í sjón­rænni mynd held­ur ein­fald­lega að sér­stakt auka­lag var fjar­lægt.“ 

Sama ger­ist varðandi önn­ur skyn­færi og er þar nefnt dæmi um skert­an talskiln­ing fólks eft­ir heila­á­verka án þess að hann hafi áhrif að fólk heyri í sjálfu sér (Ell­is et al., 1984). Tal­grein­ing er eitt lag fyr­ir ofan og um­fram innri hljó­fram­setn­ingu rétt eins og míkró­fónn er nauðsyn­leg­ur en ekki nægj­an­leg­ur fyr­ir tal­gervil svo hann virki.

„Mörg lög skynj­un­ar hjálpa okk­ur við að kanna flókið um­hverfi sem við lif­um í þótt það gefi ekki endi­lega skýra mynd af heim­in­um. Það sem við sjá­um er meira en bara mynd og það sem við heyr­um er meira en aðeins hljóð. Reynsla okk­ar hef­ur gnægð og dýpt sem, rétt eins og með krukk­una af súr­um gúrk­um, gæti verið fal­in í aug­um allra.“

Psychology Today

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda