„Ótrúlega mikið að gera“

Ómar Ómarsson eigandi sólbaðstofunnar Smart.
Ómar Ómarsson eigandi sólbaðstofunnar Smart. Samsett mynd

Ómar Ómars­son, eig­andi Sólbaðsstof­unn­ar Smart, læt­ur eng­an bil­bug á sér finna þó að sól­in skíni sitt skær­asta um þess­ar mund­ir og seg­ir að ásókn í ljósa­bekk­ina sé tölu­verð þrátt fyr­ir sól og hita í lofti.

Nú er sól­in ykk­ar helsti sam­keppn­isaðili, er mikið að gera hjá ykk­ur þegar hún læt­ur sjá sig með þess­um hætti?

„Já, það kæmi fólki nú al­veg á óvart. Það er kannski ekki sami æs­ing­ur og aðra daga en það er al­veg fínt að gera, sér­stak­lega þegar líður á dag­inn og á kvöldið,“ seg­ir Ómar létt­ur.

Hann bæt­ir við að fólk sem sitji inni all­an dag­inn í t.a.m. skrif­stofu­vinnu og horfi á sól­ina út um glugg­ann kíki til þeirra eft­ir vinnu svo að oft sé mikið að gera á kvöld­in. „Þá er ótrú­lega mikið að gera.“

Ómar bend­ir á að sól­in sé ekki beint að hjálpa þeim en af gef­inni reynslu mun aðsókn­in taka við sér á kvöld­in. „Það er al­veg ljóst að auðvitað er sól­in ekk­ert að hjálpa okk­ur eins og á svona dög­um en við vit­um það að þegar líður á dag­inn að þá mun birta yfir þessu.“

Úr bekkn­um á bakk­ann

Er fólk að koma og jafna út lit­inn hjá ykk­ur?

„Fólk er dug­legt. Það er að fara í sund, hend­ir sér í tíma áður og svo á bakk­ann. Maður sér að það er mjög vin­sælt,“ tek­ur Ómar fram en bend­ir á að meðan ró­legt sé þá fari tím­inn í að snur­fusa stof­una.

„Við not­um dag­inn núna í aukaþrif og að gera þetta snyrti­legt og fínt, nota tím­ann út af því að við fáum það kannski ekki alla daga. Það er bara þannig mikið að gera,“ seg­ir Ómar og bæt­ir við að lok­um að all­ir ættu að skella sér í ljós, óháð veðurfari.

Samkvæmt Ómari hefur Smart nýlega endurnýjað alla bekki hjá sér …
Sam­kvæmt Ómari hef­ur Smart ný­lega end­ur­nýjað alla bekki hjá sér í nýj­ustu og tækni­leg­ustu bekki sem völ er á. Auka þeir D-víta­mín fram­leiðslu, stuðla að heil­brigðari húð og veita enn betri ár­ang­ur. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda