Það er fátt sem jafnast á við gott kósíkvöld. Hvort sem það er með maka, vinum eða einn með sjálfum sér þá er kósíkvöld góð leið til að hlaða batteríin, losa sig við streitu daglegs amsturs og gera það besta úr gráleitu veðrinu.
Smartland tók saman nauðsynjar fyrir endurnærandi kósíkvöld heima, njóttu!
Hugguleg rúmföt skipta höfuðmáli!
400 þráða mjúk og hitatemprandi bambus-rúmföt í huggulegum gráum lit. Rúmfötin fást í Lín Design og kosta á bilinu 16.718 til 22.718 kr.
Skjáskot/Lín Design
Vertu eins og konungborin í smaragðsgrænum slopp!
HAY sloppur úr lífrænni bómull. Fæst í Epal og kostar 21.500 kr.
Skjáskot/Epal
Það er fátt betra en mjúk og endurnærð húð!
Þessi nærandi líkamsolía frá Biotherm færst í Hagkaup og kostar 9.999 kr.
Skjáskot/Hagkaup
Ilmaðu eins og sumarið!
Ferskt og rakagefandi líkamskrem frá Elizabeth Arden með lykt af sítrónu og grænu tei. Kremið fæst í Hagkaup og kostar 6.499 kr.
Skjáskot/Hagkaup
Möndlur og hafrar eiga ekki bara heima í grautnum!
Mýkjandi og nærandi skrúbbmaski með möndlumjólk og höfrum. Hann fæst í The Body Shop og kostar 4.790 kr.
Skjáskot/The Body Shop
Frískaðu upp á húðina með kínversku aðferðinni!
Gua sha-steinn úr rósakvars. Gua Sha er aldagamalt kínverskt húðmeðferðartæki sem á að auka blóðflæði og draga úr þrota í húð. Steininn fæst í Heilsuhúsinu og kostar 3.298 kr.
Skjáskot/Heilsuhúsið
Færðu sumarnóttina inn til þín!
Útilyktarkertið frá versluninni Fischersund er ómissandi á góðu kósíkvöldi. Kertið ilmar meðal annars af mosa, nýslegnu grasi, bergamot og timjan. Það kostar 13.200 kr.
Skjáskot/Fischersund
Handáburðurinn sem klikkar aldrei!
Hinn klassíski L'Occitane-handáburður er eitthvað sem allar hendur elska. Hann kostar 3.990 kr.
Skjáskot/L'Occitan