Súperhollt pasta sem fer með þig til Ítalíu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Síðast þegar ég fór til Ítal­íu pantaði ég eggald­in-pasta á veit­ingastað sem var svo ljúf­fengt að dag­inn eft­ir fór ég bein­ustu leið á sama stað til þess að geta efna­greint rétt­inn. Í til­efni af Heilsu­dög­um Nettó eldaði ég þenn­an rétt og í stað þess að nota venju­legt pasta notaði ég glút­en­laust pasta sem búið er til úr kínóa sem er mjög prótein­ríkt korn. 

    Hrá­efni:  

    Líf­ræn ólífu­olía  til steik­ing­ar

    2 líf­ræn eggald­in skor­in í litla ten­inga 

    2 fern­ur af líf­ræn­um tómöt­um í fernu frá Ängla­mark

    1 krukka af Pesto crea­mey frá Ängla­mark

    2 lauk­ar, skorn­ir smátt

    4 hvít­lauksrif skor­in smátt 

    2 msk. epla­e­dik frá Ängla­mark

    2 msk. líf­rænt hlyns­íróp

    Sjáv­ar­salt og pip­ar eft­ir smekk

    Aðferð: 

    Byrjið á því að skera niður eggald­in og lauk og láta það steikj­ast sam­an. Þá eru pestó­inu bætt út í ásamt tómöt­un­um í fern­unni. Allt látið sjóða sam­an og svo er hlyns­írópi og epla­e­diki bætt út í. Þá er hvít­lauk­ur­inn sett­ur út í og í lok­in er rétt­ur­inn saltaður og pipraður. Það tek­ur um það bil 30 mín­út­ur að út­búa rétt­inn. 

    Rétt­ur­inn var bor­inn fram með glút­ein­lausu kínóa-pasta frá Cle­ar­spring. 

    Heilsu­blað Nettó kom út í dag. HÉR get­ur þú lesið blaðið! 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda