Svona þrífur Þórunn Ívars heima hjá sér

Þórunn Ívarsdóttir.
Þórunn Ívarsdóttir.

„Það er að mörgu að huga þegar kemur að því að hlúa að umhverfinu. Margt sem betur má fara blasir hreinlega við okkur en stundum gerum við okkur ekki grein fyrir því hvað er óumhverfisvænt,“ segir Þórunn Ívarsdóttir, Sonett-notandi, í viðtali í Heilsublaði Nettó: 

„Að búa hér hvetur mann enn frekar til að gera betur því sjálfbærar ofanvatnslausnir tryggja hringrás vatnsins í hverfinu svo lífríkið í kring raskist ekki. Ég ákvað því að skoða okkar mál innandyra og skipti út hreinsiefnum heimilisins. Það er mikilvægt fyrir okkur að velja hreinlætisvörur sem innihalda hvorki efni sem eru skaðleg líkamanum við innöndun, né efni sem skaða umhverfið okkar. En það er einnig mikilvægt að velja efni sem virka jafn vel og þau sem ég var að nota áður,“ segir Þórunn.

Sonett eru náttúrulegar ECOvottaðar hreinsivörur sem unnar eru úr lífrænum og demeter-vottuðum jurtahráefnum. Þær uppfylltu bæði væntingar og þarfir Þórunnar en þær brotna 100% niður í náttúrunni og eru með lífræn innihaldsefni. Þær vernda viðkvæmar vatnsauðlindir og eru langflestar vegan.

Færð allar vörur sem þú þarft í línunni

„Við framleiðslu á Sonett eru ekki notuð rotvarnarefni, ilmefni eða litarefni sem eru kemísk. Vörurnar eru einnig lausar við ensím og yfirborðsvirk efni og bleikiefnin eru án klórs. Vörulínan er stór og þú færð allar þær hreinlætisvörur sem þú þarft fyrir heimilið og meira til. Ég nota margar þeirra daglega en Multi-Surface and Glass Cleaner spreyið er örugglega hvað mest notað á mínu heimili bæði á steininn í eldhúsinu og glerfletina þar sem litlir puttar skilja eftir fingraför.“

Þegar Þórunn tekur vikuleg þrif á heimilinu notar hún baðhreinsinn, salernishreinsinn með myntuilminum og svo notar hún nokkra dropa af gólfsápu í ryksuguróbótinn sinn þegar hann moppar.

Hrifnust af fljótandi þvottaefni

„Ég hef alltaf verið hrifnust af fljótandi þvottaefni sem maður setur beint inn í vélina. Húðin mín sýnir strax viðbrögð ef ég nota eitthvað sem er of sterkt og ég er ekki hrifin af yfirgnæfandi gervilegri þvottaefnislykt. Ég kýs að nota fljótandi þvottaefni sem fer beint inn í vél því þannig losnar maður við að það mygli út frá þvottaefnishólfinu en þar á maður bara að setja þvottaefni í duftformi. Ég hef farið alveg eftir leiðbeiningunum aftan á brúsunum en þar eru mjög góðar upplýsingar um magn eftir því hversu óhreinn þvotturinn er, því það er ekki umhverfisvænt að nota of mikið þvottaefni fyrir fáar flíkur. Uppáhaldið mitt er klassíska fljótandi þvottaefnið frá Sonett með lavender- ilmkjarnaolíu. Þvotturinn verður bæði tandurhreinn og ilmar dásamlega. Ég nota einnig fljótandi þvottefnið með myntu og sítrónu sem er sérstaklega gert fyrir litaðan þvott og fyrir íþrótta- og útvistarfatnað og á að draga úr allri lykt.“ Þórunn er mikil prjónakona og segir skipta máli að velja vandaða ullarsápu til að þvo heimaprjónuðu ullarflíkurnar. „Ólífu ullar- og silkisápan frá Sonett hentar einstaklega vel fyrir þvott sem er þveginn á 20-40 gráðum og er úr náttúrulegum trefjum eins og ull og silki. Sápan viðheldur mýkt ullarinnar og hreinsar óhreinindi úr fötunum sem koma oft grútskítug heim úr leikskólanum. Ég er virkilega ánægð með úrvalið frá Sonett og elska að geta fundið allt sem mig vantar í umhverfisvænni vörulínu. Mér líður vel þegar ég er að þrífa því ég veit að efnin sem ég nota brotna 100% niður í náttúrunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda