Þetta er pítsan sem þú verður að prófa

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í hinum full­komna heimi myndi hvert heim­ili nota all­an þann mat sem keypt­ur er inn og mat­ar­sóun væri sama sem eng­in. Í til­efni af Heilsu­dög­um Nettó út­bjó ég heilsu­sam­lega holl­ustupítsu þar sem eng­in mat­ar­sóun á sér stað því sós­an úr rétti gær­dags­ins er notuð sem pítsusósa. 

    Vin­kona mín kenndi mér að út­búa þessa hveitikím­köku sem er í hlut­verki pítsa­botns. Þessi hveitikímkaka er reynd­ar mjög góð með smjöri og osti eða humm­us en hún verður ennþá betri þegar hún er kom­in í fé­lags­skap eggald­in-sósu, feta­osts og súr­káls svo eitt­hvað sé nefnt. 

    Pítsa­botn

    60 hveítikím

    3/​4 dl vatn

    Salt eft­ir smekk

    Hveitikímið og vatnið er hrært sam­an og sett á bök­un­ar­plötu, saltað og bakað í 20 mín­út­ur. 

    Þegar botn­inn er til­bú­inn er eggald­in-sós­an sett ofan á. Hún get­ur bæði verið heit eða köld, fer eft­ir smekk. 

    Svo raðar þú þínu upp­á­halds­græn­meti ofan á pítsuna. Á þessa pítsu er líf­rænt kál frá Vaxa, líf­ræn­ar paprik­ur frá Ängla­mark, kirsu­berjatóm­at­ar og ís­lensk­ur hreinn feta­ost­ur. Það er sniðugt að stappa hann aðeins í lít­illi skál og setja líf­ræna ólífu­olíu yfir og salta hann áður hann fer á pítsuna. 

    Að lok­um er ein mat­skeið af súr­káli sett yfir. Bæði til að auka holl­ust­una en líka til að fá fal­lega litap­all­ettu á disk­inn. Það skipt­ir svo miklu máli að borða fal­leg­an mat! 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda

    fasteignasali svarar spurningum lesenda