Guðrún getur ekki lifað án góðgerla

Guðrún Sørtveit notar mikið af góðgerlum.
Guðrún Sørtveit notar mikið af góðgerlum.

„Góðgerlar á morgnana eru orðnir fastur liður í rútínunni hjá mér og dóttur minni. Eftir að ég eignaðist hana fór ég að huga betur að heilsunni og fræðast meira, meðal annars um góðgerla,“ segir Guðrún Sørtveit 27 ára sjálfstætt starfandi mamma og greinarhöfundur á lífsstílsvefmiðlinum Trendnet í grein í Heilsublaði Nettó: 

Góðgerlar veita góðan ávinning, bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu. Góðgerlar bæta þarmaflóru og stuðla að heilbrigðu jafnvægi baktería í þörmunum. Talað er um að öll veikindi byrji í meltingarveginum. Við fæðingu barns fær maður að kynnast því á nýjan hátt hvað melting er mikilvæg, eða allavega upplifði ég það þannig. Það kannast eflaust margir foreldrar við að vera endalaust að pæla í meltingu og hægðum hjá ungabarninu sínu. Góðgerlar geta til dæmis styrkt mótstöðu gegn veikindum og hjálpað börnum með meltingarvandamál, eins og kveisu, hægðatregðu og bakflæði. Þarmaflóran spilar nefnilega stórt hlutverk í öllum meltingarvandamálum. Það heillaði mig hvað Optibac er með úrval af góðgerlum fyrir fullorðna og börn.

Ég nota ýmist Optibac fyrir hvern dag (blár pakki), Optibac fyrir konur (fjólublár pakki) og stundum tek ég Optibac One Week Flat, sem vinnur gegn uppþembu. Mér finnst gott að geta breytt til eftir því hvað vantar hverju sinni. Dóttir mín fær annaðhvort Optibac duft eða dropana. Síðan er ég spennt fyrir því að leyfa henni að prófa Optibac góðgerlaávaxtahlaupið þegar hún verður eldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda