Birgitta Líf er stoltur pasta-„lover“

Birgitta Líf Björnsdóttir hugsar vel um heilsuna.
Birgitta Líf Björnsdóttir hugsar vel um heilsuna.

Birgitta Líf er markaðs- og sam­fé­lags­miðla­stjóri hjá World Class og Laug­um Spa, eig­andi skemmti­staðar­ins Banka­stræti, íþrótta­kona og áhrifa­vald­ur. Hún er dug­leg að sýna frá æf­ing­um og heil­brigðum lífs­stíl á sam­fé­lags­miðlum en fjöl­breytt­ar æf­ing­ar eru henn­ar helstu áhuga­mál. Í viðtali við Heilsu­blað Nettó seg­ir hún frá hvernig hún tal­ar um heils­una. 

Hver er þín upp­skrift að góðum degi?

„Góður dag­ur inni­held­ur án nokk­urs vafa æf­ingu eða hreyf­ingu af ein­hverju tagi. Ég fann vel fyr­ir því í sum­ar þegar æf­ing­ar voru á hliðarlín­unni vegna anna við önn­ur verk­efni hvað ég saknaði þess að kom­ast aft­ur í góða æf­ingar­útínu.

Í minni upp­skrift að góðum degi er æf­ing, vinna, sam­vera með fjöl­skyldu og vin­um og auðvitað góður mat­ur. Ég æfi world­fit flesta daga vik­unn­ar og reyni að mæta alla­vega einu sinni í viku á morgu­næf­ingu fyr­ir vinnu því það er svo gott að eiga „frí“ um eft­ir­miðdag­inn – en á móti kem­ur að ég er ekki mik­il morg­un­mann­eskja svo morgu­næf­ing­ar eru ekki fast­ur liður. Flesta daga fer ég á æf­ingu beint eft­ir vinnu en það kem­ur einnig fyr­ir að ég hoppi í há­deg­is­hlé­inu.

Auk world­fit mæti ég í opna tíma í World Class þar sem hot­fit í inn­rauðum sal er í upp­á­haldi en mér finnst líka gott að fara stund­um ein á car­dio-tæk­in með góða tónlist eða hlaðvarp í eyr­un­um. Svo kem­ur fyr­ir að ég detti inn í dans­tíma á kvöld­in hjá DWC. Það var eitt af mark­miðum mín­um þetta árið að leggja rækt við dansáhuga­málið en ég æfði dans frá þriggja ára aldri.“

Hver er þín upp­á­halds­fæða/​fæðuteg­und­ir?

„Ég er stolt­ur pasta-„lover“. Ann­ars er ég mik­ill mat­gæðing­ur og reyni að borða fjöl­breytta fæðu.“

Hvaða vör­ur eru í upp­á­haldi hjá þér á Heilsu­dög­um Nettó?

„MUNA-vör­urn­ar eru all­ar frá­bær­ar og í miklu úr­vali. Það er til­valið að birgja sig upp af höfr­um, fræj­um, hnetu­smjöri, hun­angi og fleiri „nauðsynja­vör­um“ til að eiga inni í skáp.“

Hvað ger­ir þú til að halda þér í góðu formi? Hvað mynd­ir þú ráðleggja þeim sem vilja koma sér upp góðri rútínu hvað varðar lík­am­legt og and­legt heil­brigði; hvert er fyrsta skrefið í átt að bætt­um lífs­stíl?

„Fyr­ir mér er gott form að vera í góðu jafn­vægi bæði and­lega og lík­am­lega. Til að halda því reyni ég að skipu­leggja mig vel, næra mig vel, gefa mér tíma fyr­ir æf­ing­ar jafnt sem slök­un og „self-care“ og er dug­leg að efla tengsl­in við fólkið mitt.“

Hvernig er æf­ingar­útín­an þín og hvenær/​hvernig finnst þér best að æfa? „Ég æfi á mis­mun­andi tím­um og á frek­ar auðvelt með að aðlaga æf­inga­tím­ann dag­skránni minni hverju sinni. Mér finnst skipta rosa­lega miklu máli að æfa með vin­kon­um mín­um en þær hafa einnig all­ar mjög fjöl­breytta dag­skrá og við reyn­um að skipu­leggja okk­ur til að kom­ast sem oft­ast sam­an á æf­ing­ar. Skipu­lag, mark­mið og eitt skref í einu. Þú þarft að finna út hvert þitt per­sónu­lega mark­mið er og gera raun­hæft plan til að vinna að því. Ef það er t.d. að byrja að mæta á æf­ing­ar þá væri fyrsta skrefið fyr­ir mig að finna út hvaða æf­ing­ar/​tíma mig lang­ar að fara í, skrá mig í tíma og mæta á staðinn. Út frá því verður auðveld­ara að mæta næst og svo styður þetta hvort við annað, and­legt og lík­am­legt heil­brigði. Ég get staðhæft að ég hef aldrei séð eft­ir að mæta á æf­ingu þrátt fyr­ir að hafa þurft að hafa mikið fyr­ir því að koma mér af stað. Manni líður bet­ur eft­ir á, sér­stak­lega and­lega.“

Áttu þér upp­á­halds­upp­skrift að holl­um rétti sem þú vilt deila með les­end­um?

„Græni heilsu­drykk­ur­inn sem er á mat­seðli í Laug­um Café er minn „go to“ þegar ég vil fá mér eitt­hvað sér­stak­lega hollt og gott. Ég bæti vanillu­pró­tíni við sem ger­ir hann extra sæt­an og kremaðan:

100 g frosið mangó, 50 g spínat, 20 g engi­fer­rót, 20 g sell­e­rí, 230 ml pressuð epli, 30 g kolla­g­en­duft og 30 g vanillu­pró­tín.

Allt nema pró­tínið sett í bland­ara og þeytt sam­an. Pró­tíni bætt við í lok­in og hrært stutt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda