Dagur í lífi Röggu Nagla

„Dæmi­gerður dag­ur í mínu lífi í æf­ing­um, vinnu og mat. Ég er al­gjör morg­un­hani og er yf­ir­leitt kom­in á fæt­ur milli 6 og 6:30. Stund­um fyrr ef það er mjög anna­sam­ur vinnu dag­ur framund­an en ég vinn sem sál­fræðing­ur í Kaup­manna­höfn þar sem ég er með mína eig­in stofu, sem og fjarsál­fræðiviðtöl í gegn­um netið,“ seg­ir Ragga Nagli heilsusál­fræðing­ur og einkaþjálf­ari í Heilsu­blaði Nettó sem kom út í dag: 

Morg­un­mat­ur!

Morg­un­mat­ur­inn minn er alltaf eins. Það er alltaf haframjöl og egg. En í allskon­ar varía­sjón­um enda er haframjöl eins og auður strigi mál­ar­ans sem get­ur breyst í allra kvik­inda líki. Bakaður graut­ur. Kald­ur graut­ur. Graut­artriffli. Næt­urgraut­ur með chia fræj­um. Heit­ur graut­ur á gamla móðinn.

Svo toppa ég graut­inn alltaf með ávöxt­um og hnetu, kó­kos­hnetu eða möndl­u­smjöri.

Him­nesk holl­usta hnetu­smjörið er í miklu upp­á­haldi, bæði gróft og fínt. Monki kasjúhnetu­smjörið er al­gjör dýrð og hvíta möndl­u­smjörið eins og marsip­an og ég gæti klárað heila dollu bara með hönd­un­um.

Svo hef ég mig til fyr­ir æf­ingu og um það bil 20 mín­út­um fyr­ir æf­ingu fæ ég mér BCAA blast frá NOW en und­an­farið hef ég verið henda mat­skeið af rauðrófu­dufti og kreatíni út í, sem hvoru­tveggja hafa rifið upp þyngd­irn­ar í lyft­ing­un­um hjá mér. Kreatín er eitt mest rann­sakaða fæðubót­ar­efnið á markaðnum og eyk­ur ATP sem er orku­efnið í hvat­ber­un­um. Rauðrófu­duft eyk­ur súr­efn­is­upp­töku í vöðvum svo við get­um æft leng­ur og kreist út nokkr­ar end­ur­tekn­ing­ar í viðbót.

Eft­ir æf­ingu fæ ég mér alltaf ein­föld kol­vetni og pró­tín til að hefja pró­tín­mynd­un í vöðvum til að koma af stað viðgerðarferl­inu. Þar erum við að horfa á minn heims­fræga hnausþykka pró­tín­sj­eik og maís­kök­ur.

Síðan hjóla ég í vinn­una en ég vinn sem sál­fræðing­ur á minni eig­in stofu í Kaup­manna­höfn og tek sam­töl þar sem og í gegn­um fjar­funda­búnað fyr­ir skjól­stæðinga mína á Íslandi.

Há­deg­is og kvöld­mat­ur! Alltaf sam­sett­ur úr pró­tíni, kol­vetn­um, fitu og haug af græn­meti og sal­ati.

Pró­tíngjaf­arn­ir mín­ir eru mest­megn­is dauðar skepn­ur: kjöt/​fisk­ur/​kjúk­ling­ur en er líka mjög dug­leg að borða inn­mat eins og hjörtu, lif­ur og nýru. Ólíkt mörg­um þá elska ég áferðina og bragðið, og ekki skemm­ir fyr­ir að þess­ar afurðir eru orku­bomb­ur og stút­full­ar af járni, steinefn­um og víta­mín­um.

Ég er með mjög já­kvæðar hugs­an­ir um að minnka kjöt­neyslu útaf um­hverf­is­ástæðum og siðferðis­vit­und, sem mætti al­veg ganga bet­ur í verki.

Flók­in kol­vetni fæ ég úr kart­öfl­um, sæt­um kart­öfl­um, rót­argræn­meti, hrís­grjón­um, cous cous, byggi, hirsi og haframjöli.

Ég elska hrís­grjóna­blönd­una frá Him­neskri holl­ustu með brún­um og villt­um grjón­um. 

Þriðjung­ur af diskn­um mín­um er yf­ir­leitt hlaðinn af græn­meti og sal­ati ég á svo marg­ar upp­á­halds upp­skrift­ir eins og bakað rósa­kál með bei­kon­bit­um, grillað brok­kolí, heilt bakað blóm­kál með sinn­epi og timj­an, tóm­at­fyllt eggald­in og hvít­lauks­steikta svepp­ir.

Fita er olía út á sal­at, gvaka­mólí úr avoca­do, humm­us eða muld­ar hnet­ur/​fræ yfir sal­atið.

Upp­skrift­ir fyr­ir Dag í lífi Nagl­ans

Haframjöls­baka með jarðarberj­um og ban­ana

Það er til­valið að gera stór­an skammt af þess­ari böku og þá get­urðu skorið þér einn skammt í morg­un­mat og hent í örr­ann og málið er dautt. Eng­ar af­sak­an­ir leng­ur fyr­ir að borða ekki hollt í morg­uns­árið og setja þannig tón­inn fyr­ir dag­inn.

Inni­hald

150 g MUNA haframjöl

70 g GOOD GOOD Sweet like sug­ar

1 stór ban­ani sneidd­ur

200 g jarðarber sneidd

450 ml ósætuð möndl­umjólk

1 tsk. lyfti­duft

1-2 msk. Ca­dburys ósætað kakó

Klípa Salt

3 msk. ósætuð eplamús

2 tsk. vanillu­drop­ar

1 tsk. Ceylon kanill

60 g kakónibb­ur MUNA

2 eggja­hvít­ur

1 msk. saxaðar Pek­an­hnet­ur

Aðferð

Hita ofn í 180°C

Spreyja eld­fast mót sem er c.a 25 cm í þver­mál.

Blanda sam­an öllu þurra stöff­inu í eina skál.

Blanda sam­an öllu blauta stöff­inu í aðra skál.

Hella haframjöls­blönd­unni í eld­fasta mótið og dreifa jarðarberj­um og ban­ana yfir.

Hella blauta stöff­inu yfir haframjöls­blönd­una og hræra var­lega sam­an með gaffli.

Baka í ofni í 35 mín­út­ur og stilla ofn­inn á grill. Taka bök­una út og sáldr Sukrin Gold yfir og henda und­ir grillið í 30-60 sek­únd­ur þar til topp­ur­inn er gull­in­brúnn.

Al­gjört dúnd­ur að gössla syk­ur­lausu hlyns­írópi frá GOOD GOOD yfir og hrís­grjónaspraut­ur­jóma ef þú vilt senda bragðlauk­ana í al­gjöra al­sælu.

Eft­ir æf­ingu gúmm­ulaðið mitt er al­gjör­lega heil­ög stund þar sem ég er vopnuð skeið og gúffa í mig þykk­um búðing með horaðri súkkulaðisósu.

Pró­tín­flöff

1 skófla NOW MCT whey pró­tín

200 g fros­in hind­ber

100 ml ósætuð möndl­umjólk

½ tsk NOW xant­h­an gum

Horuð súkkulaðisósa

2 msk ósætað kakó til dæm­is MUNA

4-5 msk. vatn eða mjólk

1 msk Good Good Sweet like Sug­ar

Aðferð

Hræra sam­an þar til kakóið gefst upp fyr­ir kakó­inu og bland­ast sam­an í flau­els­mjúka sósu.

Mauka allt sam­an með töfra­sprota. Skella í hræri­vél eða hræra sam­an með handþeyt­ara.

Drissla horaðri súkkulaðisósu yfir og geggjað að kremja maís­kök­ur frá MUNA yfir til að fá kröns und­ir tönn. 

Tandoori kjúk­ling­ur

900 g Kjúk­linga­bring­ur

2 msk. Tandoori paste

1 msk. Tóm­at­púrra

Tandoori krydd frá Krydd­hús­inu

Aðferð

Krydda bring­urn­ar með tandoori kryddi, salti og pip­ar. Grilla bring­urn­ar á grilli eða í ofni ásamt papriku og rauðlauk. Bera kjúk­ling­inn fram með tzatziki, sæt­um kart­öfl­um, grillaðri papriku og rauðlauk og góðu sal­ati. Ég nota syk­ur­laust apríkóskumar­melaðið frá Good Good í staðinn fyr­ir Mango Chut­ney með þess­um rétt.

Tzatziki

2 msk. Hell­manns Lig­hter than lig­ht mæj­ónes

2 msk. Örnu grísk jóg­úrt

Rif­in hálf gúrka (bara græna dæmið) kreista mesta vökv­ann af

2 tsk. Tzatziki krydd Krydd­húsið

Sjáv­ar­salt og pip­ar

½ tsk. hvít­laukds­duft

Aðferð

Hræra öllu sam­an í skál.

Bakaðar sæt­ar kart­öfl­ur

250 g sæt kart­afla skor­in í ten­inga

½ tsk reykt paprika frá Krydd­hús­inu

Salt + pip­ar

Muna ólífu­olía

Blanda öllu sam­an í skál og hella í ofn­fast mót og baka í ofni á 200°C

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda