Hvað eiga dyraat og hormónakerfi sameiginlegt?

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur.
Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur.

„Horm­óna­kerfi bæði karla og kvenna er hægt að líkja við ósvífið dyra­at sem herjaði á íbúa Vest­ur­bæj­ar fyrr í haust, þar hrukku sak­laus­ir íbú­ar í kút við há­vært dingl og spark í úti­dyra­h­urðir. Til að skilja þessa sam­lík­ingu dyra­ats og horm­óna er mik­il­vægt að kynna sér horm­óna­kerfi manns­lík­am­ans,“ seg­ir Elísa­bet Reyn­is­dótt­ir nær­ing­ar­fræðing­ur í grein í Heilus­blaði Nettó: 

Hvert og eitt horm­ón í lík­am­an­um er eins og sendi­boði sem sem fær­ir þér pakka af ýms­um stærðum og gerðum, beint heim að dyr­um. Sum­ir pakk­arn­ir færa gleði, aðrir undr­un, spennu, ótta, kvíða, ham­ingju, kyn­löng­un og jafn­vel óham­ingju, allt fer það eft­ir því hver sendi pakk­ann af stað og í hvaða til­gangi. Þegar við upp­lif­um eitt­hvað gott flæðir vellíðun­ar­horm­ón um lík­amann og þegar við erum ást­fang­in kvikn­ar á kyn­horm­ón­un­um, þá flæða um lík­amann boð sem gera okk­ur til­kippi­leg. Horm­ón eru yf­ir­leitt í topp­gír í kring­um 35 ára ald­ur­inn en eft­ir það fer að halla und­ir fæti. Fram­leiðsla á kyn­horm­ón­um hjá kon­um og körl­um dregst sam­an með aldr­in­um og það hef­ur áhrif á all­an lík­amann og and­lega heilsu. 

Á breyt­inga­skeiði bæði kvenna og karla ger­ist það sama og hjá íbú­un­um í Vest­ur­bæn­um þar sem dyra­bjöll­unni var dinglað en eng­inn var fyr­ir utan þegar heim­il­is­fólk fór til dyra. Það kvikn­ar ekki á nein­um horm­ón­um því það vant­ar send­ing­una og ekk­ert skil­ar sér. Af þeirri ástæðu þarf að virkja sendi­boðann og hvetja hann til dáða, en hvernig ger­um við það? Svarið er ein­falt, við get­um virkjað hann með góðri nær­ingu og rétt­um lífstíl. Það er einnig hægt að hjálpa til með góðum bæti­efn­um og jurt­um sem geta haft góð áhrif á þá kvilla sem hrjá okk­ur á þessu tíma­bili.   

Hvað var gert til forna?

Kon­ur sem velja að hafna horm­ónameðferð á breyt­inga­skeiði hafa sum­ar prófað inn­töku á sér­stök­um blönd­um bæti­efna. Þess­ar jurta­blönd­ur hafa bætt svefn­gæði, dregið úr skapsveifl­um og hitakófi, hafa haft já­kvæð áhrif á heilaþok­una og minn­is­glöp­in sem læðast gjarn­an yfir okk­ur miðaldra kon­urn­ar, dæmi um jurta­blönd­ur er Kvenna­blómi. Jurtir sem styrkja horm­óna­kerfið á breyt­inga­skeiði eru hafr­ar (avena sati­va), burn­isrót, gink­go biloba, lindi­blóm og lakk­rísrót. Ég mæli sér­stak­lega með jurtinni Ashwag­andha en hún er frá­bær til að jafna skapsveifl­ur. Einnig er gott að taka inn góðar fitu­sýr­ur eins og omega 3 sem er í feit­um fiski eða bæta inn í mataræðið góðum ol­í­um eins og fiski­ol­íu. 

Tök­um ábyrgð á eig­in heilsu og lífi 

Góð nær­ing get­ur hjálpað mjög mikið þegar breyt­inga­skeiðið skell­ur á en marg­ar kon­ur eru nær­ing­ar­lega séð ekki upp á sitt besta á þeim tíma­punkti. Með því að hafa öll víta­mín og bæti­efni í toppi sigl­um við lygn­ari sjó í gegn­um þetta mik­il­væga líf­s­keið. Ég mæli sér­stak­lega með þara­töfl­um á þessu ævi­skeiði, skjald­kirt­ill­inn reiðir sig á að fá nægi­legt joð, ef of lítið er um það get­ur það valdið mörg­um al­var­leg­um heilsu­far­svanda­mál­um. Skjald­kirt­ill­inn sér um að halda jafn­vægi á horm­ón­um lík­am­ans, ef hann vant­ar joð get­ur það valdið skap­gerðabreyt­ing­um, þyngd­ar­aukn­ingu eða -tapi, þreytu, melt­ing­ar­vanda­mál­um og horm­óna­ó­jafn­vægi sem get­ur leitt einn kvill­ann að öðrum. 

Gott ráð í byrj­un breyt­inga­skeiðsins er að taka inn 250 mg af kvöld­vorrósarol­íu á dag, hún hef­ur reynst þeim kon­um sem glíma við fyr­irtíðasp­ennu sér­stak­lega vel. Mik­il­vægt er að borða fjöl­breytta og holla fæðu og sleppa ekki máltíðum. Annað sem er mik­il­vægt er að tyggja mat­inn vel, njóta þess að borða og lifa og hugsa vel um okk­ur.

Sem nær­ing­ar­fræðing­ur mæli ég hik­laust með því að prófa allt sem hægt er til að hjálpa lík­am­an­um að fara í gegn­um breyt­inga­skeiðið. Það get­ur vissu­lega verið krefj­andi tíma­bil fyr­ir marg­ar kon­ur en líka tíma­bil skemmti­legr­ar sjálfs­skoðunar og end­ur­mats. Mun­um að öll skeið æv­inn­ar hafa sinn sjarma og sín vanda­mál (halló, gelgju­skeið! Gæti verið skýr­ing á dyra­at­inu) en vanda­mál­in eru hér til að leysa þau. Ef við búum okk­ur vel und­ir þetta tíma­bil þá er mun minni hætta á að við reyt­um af okk­ur hárið í verstu skapsveifl­un­um eða upp­lif­um alla sem fífl og asna í kring­um okk­ur. Ég segi ekki að við svíf­um um á ham­ingju­skýi en það er aldrei að vita nema þetta virki, það tap­ar alla­vega eng­inn á því að taka lífs­stíl­inn í gegn og prófa góð bæti­efni sem mögu­lega hjálpa okk­ur yfir þetta skeið. Njót­um þess. 

Karl­menn! Við skul­um hafa eitt á hreinu. Dyra­hrekk­ir viðgang­ast ekki bara í Vest­ur­bæn­um, ekki frek­ar en að breyt­inga­skeiðið nái ein­göngu til okk­ar kvenn­anna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda