Þjóðin er sólgin í sykurlausar vörur

Hallur Geir Heiðarsson rekstrarstjóri Nettó og Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri …
Hallur Geir Heiðarsson rekstrarstjóri Nettó og Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa.

Heilsu­unn­end­ur þessa lands bíða yf­ir­leitt spennt­ir eft­ir Heilsu-og lífs­stíls­dög­um Nettó en á meðan á þeim stend­ur er af­slátt­ur af heilsu­vör­um í versl­un­inni. Ingi­björg Ásta Hall­dórs­dótt­ir markaðsstjóri Sam­kaupa og Hall­ur Geir Heiðars­son rekstr­ar­stjóri Nettó eru fyr­ir löngu byrjuð að skipu­leggja þessa sann­kölluðu stór­hátíð heilsu­áhuga­fólks. Ingi­björg hef­ur haft um­sjón með rit­stýr­ingu Heilsu­blaðs Nettó sem er nán­ast orðinn skyldu­lest­ur á mörg­um heim­il­um og sjald­an verið glæsi­legra. 

Hall­ur sér um að þjón­usta viðskipta­vini og stand­setja versl­an­ir svo heilsu­vör­ur séu í for­grunni og rigg­ar upp of­ur­til­boðum dags­ins, sem koma ný hvern ein­asta dag meðan heilsu­dag­ar standa yfir svo fátt eitt sé nefnt. Það er að mörgu að huga enda einn anna­sam­asti tími árs­ins í versl­un­um Nettó um allt land.

„Við höf­um lagt mik­inn metnað í að búa til ákveðna stemn­ingu í kring­um heilsu­dag­anna okk­ar og hún krist­all­ast vel í heilsu­blaðinu þar sem við fáum gríðarlega fjöl­breytt­an hóp heilsuþenkj­andi fólks til að deila með okk­ur góðum ráðum, hug­mynd­um og upp­skrift­um. Heilsu­blaðið okk­ar hef­ur held­ur bet­ur vaxið og er orðið ígildi tíma­rits í dag og við erum gíf­ur­lega stolt af því,” seg­ir Ingi­björg.

„Í blaðinu má finna áhuga­verð viðtöl við Dr. Erlu Björns­dótt­ur um mik­il­vægi svefns, Thelmu Matth­ías­dótt­ur um hvað heil­brigð hugs­un ger­ir fyr­ir heils­una og Elísa­betu Reyn­is­dótt­ur um horm­ón­a­starf­sem­ina auk þess sem Birgitta Líf gef­ur góð ráð varðandi hvernig best er að næra kroppa sem eru dug­leg­ir að æfa. Svo er blaðið auðvitað pakk­fullt af dúnd­ur til­boðum,” bæt­ir hún við. 

Hall­ur seg­ir stemn­ing­una í versl­un­um Nettó alltaf ein­stak­lega góða í kring­um heilsu­daga og að það sé hug­ur í fólki.

„Við erum alltaf að bæta við okk­ur í úr­vali á heilsu­vör­um og erum kom­in með framúrsk­ar­andi úr­val víta­mína og bæti­efna sem eru ein­mitt á sér­stöku heilsu­daga­verði alla dag­ana. Þá höf­um við verið að leggja mikla áherslu á að víkka hug­takið heilsa aðeins og höf­um þar af leiðandi tekið inn fjöl­breytta val­kosti þegar kem­ur að um­hverf­i­s­væn­um og líf­ræn­um hreinsi­vör­um. Við erum stolt af að vera með eitt al­besta úr­val lands­ins á líf­rænu græn­meti, veg­an val­kost­um, ketó og syk­ur­laus­um vör­um. Við reyn­um að elta trend­in eins hratt og við get­um og hlust­um vel á okk­ar viðskipta­vini sem vita hvað þeir syngja í þess­um efn­um. Fólk á að geta gengið að því vísu að það fái það sem það vant­ar í heilsu­vöru­deild­inni okk­ar,” seg­ir Hall­ur og bend­ir á að meðal þess sem þykir ein­stak­lega spenn­andi ár séu full­orðins víta­mín­hlaup­bangs­arn­ir, pró­tín kleinu­hring­irn­ir og þá sé syk­ur-og salt­lausa tóm­atsós­an frá Heintz ansi lík­leg til vin­sælda. Hnetu-og möndlustykk­in séu alltaf vin­sæl, Kombucha drykk­irn­ir, hvers kyns syk­ur­laus­ir ísar og pró­tín snakk sé sömu­leiðis alltaf mikið tekið yfir heilsu­dag­anna.

„Það er því óþarfi að ör­vænta og halda að skipta þurfi út góðu bragði fyr­ir holl­ari val­kost, ekki vant­ar fram­boðið af spenn­andi mögu­leik­um og heilsu­dag­arn­ir eru full­kom­inn tími til að prófa sig áfram, bæði hvað varðar fram­boð og ekki síður vegna af­slátt­anna,” seg­ir hann og bend­ir á að heilsu­vöru­deild­in teygi sig ekki síður yfir í Sam­kaupa appið, en nú gefst not­end­ur í fyrsta skipti kost­ur á að fá Of­ur­til­boðsafslátt­inn inn í appið. Þá er net­versl­un Nettó ekki síður kom­in í heilsugír­inn en þau Hall­ur og Ingi­björg hvetja fólk sér­stak­lega til að nýta sér tæki­færið og kíkja í inn­kaupa­körf­ur vel val­inna heilsu- og hreysti snill­inga, en fólk eins og Beggi Ólafs, Indí­ana Jó­hanns­dótt­ir og RVK Ritual tví­eykið hafa þar búið til sín­ar eig­in heilsukörf­ur í til­efni dag­anna og er nokkuð víst að þar sé allt á hreinu.

Heilsu­blað Nettó

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda